by Herdís Þorgeirsdóttir | 2.05.2013 | Almanak
“Strengthening the rule of law is one essential step. We are encouraged by your government’s commitment to reaching European standards and your eagerness to work with the Venice Commission on judicial reform.”
Hillary Rodham Clinton
by Herdís Þorgeirsdóttir | 27.04.2013 | Almanak
Sjá frétt í Morgunblaðinu.
Herdís Þorgeirsdóttir hefur verið skipuð í stjórn evrópsku lagaakademíunnar (ERA /European Academy of Law), sem stofnuð var 1992 af aðildarríkjum Evrópusambandsins og byggir á föstum framlögum þeirra, til að mæta þörf á aukinni þekkingu á sviði evrópskrar löggjafar.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.
Evrópsku lagaakademíunni var valinn staður í Trier vegna nálægðar við Evrópudómstólinn og EFTA-dómstólinn í Luxemborg. Þangað sækja lögfræðingar, dómarar, saksóknarar, lögmenn og þeir sem starfa í stjórnsýslu námskeið.
Jafnframt skipuleggur evrópska lagaakademían ráðstefnur og námskeið víða um Evrópu, fjarnám og gefur út lögfræðitímaritið ERA Forum.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 3.02.2013 | Almanak

Með góðri samstarfskonu til margra ára, Caroline Martin.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 22.11.2012 | Almanak
Frá stjórnarfundi Evrópusamtaka kvenlögfræðinga í Brussel, í nóvember 2012. Herdís Þorgeirsdóttir, forseti EWLA, kjörin 2009 og endurkjörin annað kjörtímabil 2011, fyrir miðju. Við hlið hennar til vinstri er prófessor Jackie Jones frá Bretlandi, ritari og til hægri er prófessor Regula Kägi-Diener, varaforseti EWLA, frá Sviss. Í EWLA eru bæði lögmenn, dómarar og akademikerar, lögfræðingar sem starfa í stjórnsýslu eða hjá fyrirtækjum. Samtökin eru einnig opin laganemum.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 17.09.2012 | Almanak
Með laganemum við Tibilisi háskóla í september 2012.
Nýlega fékk nemandi minn við lagadeild háskólans í Tibilisi styrk frá sænska ríkinu til að stunda nám í mannréttindum við lagadeild Lundarháskóla. Við ríkisháskólann í Tibilisi í Georgíu eru um 18 þúsund nemendur. Ég hef undanfarið kennt námskeið i mannréttindum við lagadeildina.

by Herdís Þorgeirsdóttir | 4.07.2012 | Almanak
Um framboð Herdísar Þorgeirsdóttur til forsetakjörs er fjallað í sérstökum kafla hér á heimasíðunni, þá sérstaklega þau málefni, sem hún lagði áherslu á í þágu lýðræðis og mannréttinda – í greinaskrifum og viðtölum.