Vitnar í skilgreiningu Herdísar á sjálfs-ritskoðun

Vitnar í skilgreiningu Herdísar á sjálfs-ritskoðun

John-Kakande john kakande ritstjóriÁ alþjóðadegi pressunnar 3. maí, hóf John Kakande, ritstjóri dagblaðsins New Vision í Uganda, ræðu sína á African Centre for Media Excellence á því að vitna í skilgreiningu dr. Herdísar Þorgeirsdóttur á sjálfs-ritskoðun úr bókinni Journalism Worthy oft the Name (2005): (is) when journalists purposedly avoid newsworthy stories as they anticipate negative reactions… for doing what is expected.”

Í stjórn evrópsku lagaakademíunnar

Í stjórn evrópsku lagaakademíunnar

 Sjá frétt í Morgunblaðinu.

Herdís Þorgeirsdóttir hefur verið skipuð í stjórn evrópsku lagaakademíunnar (ERA /European Academy of Law), sem stofnuð var 1992 af aðildarríkjum Evrópusambandsins og byggir á föstum framlögum þeirra, til að mæta þörf á aukinni þekkingu á sviði evrópskrar löggjafar.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Evrópsku lagaakademíunni var valinn staður í Trier vegna nálægðar við Evrópudómstólinn og EFTA-dómstólinn í Luxemborg. Þangað sækja lögfræðingar, dómarar, saksóknarar, lögmenn og þeir sem starfa í stjórnsýslu námskeið.

Jafnframt skipuleggur evrópska lagaakademían ráðstefnur og námskeið víða um Evrópu, fjarnám og gefur út lögfræðitímaritið ERA Forum.

 

Stjórnarfundur EWLA í Brussel

Stjórnarfundur EWLA í Brussel

EWLA board meeting in Brussels 25 Nov.2012 012Frá stjórnarfundi Evrópusamtaka kvenlögfræðinga í Brussel, í nóvember 2012. Herdís Þorgeirsdóttir, forseti EWLA, kjörin 2009 og endurkjörin annað kjörtímabil 2011, fyrir miðju. Við hlið hennar til vinstri er prófessor Jackie Jones frá Bretlandi, ritari og til hægri er prófessor Regula Kägi-Diener, varaforseti EWLA, frá Sviss. Í EWLA eru bæði lögmenn, dómarar og akademikerar, lögfræðingar sem starfa í stjórnsýslu eða hjá fyrirtækjum. Samtökin eru einnig opin laganemum.