Sjá frétt í Morgunblaðinu.

Herdís Þorgeirsdóttir hefur verið skipuð í stjórn evrópsku lagaakademíunnar (ERA /European Academy of Law), sem stofnuð var 1992 af aðildarríkjum Evrópusambandsins og byggir á föstum framlögum þeirra, til að mæta þörf á aukinni þekkingu á sviði evrópskrar löggjafar.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Evrópsku lagaakademíunni var valinn staður í Trier vegna nálægðar við Evrópudómstólinn og EFTA-dómstólinn í Luxemborg. Þangað sækja lögfræðingar, dómarar, saksóknarar, lögmenn og þeir sem starfa í stjórnsýslu námskeið.

Jafnframt skipuleggur evrópska lagaakademían ráðstefnur og námskeið víða um Evrópu, fjarnám og gefur út lögfræðitímaritið ERA Forum.