by Herdís Þorgeirsdóttir | 20.11.2013 | Almanak
Hópur á vegum Feneyjanefndar kemur saman til fundar hinn 20. nóvember 2013 við gerð rannsóknar á stjórnskipulegri vernd á réttindum barna í aðildarríkjum Evrópuráðs. Á myndinni eru umboðsmaður barna í Noregi, Anne Lindboe, Jan Helgesen prófessor, Caroline Martin lögfræðingur, Anne Peters prófessor og forstjóri Max Plank í Heidelberg í Þýskalandi.

by Herdís Þorgeirsdóttir | 24.10.2013 | Almanak
Tók þátt af hálfu Feneyjanefndar í ráðstefnu í Tashkent, Uzbekistan 24. -25. október. Umfjöllunarefni var þróunn mannréttindaverndar í nútímavæðingu ríkja; reynsla Uzbekistan og alþjóðleg viðmið.
Á myndinni er ég með Svetlönu Anisimovu, sem starfar fyrir Feneyjanefnd.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 22.10.2013 | Almanak
Vegna álits Feneyjanefndar um lagasetningu á Ítalíu um ærumeiðingar funduðu sérfræðingar á sviði tjáningarfrelsis og fjölmiðla með ítölskum stjórnvöldum í Róm hinn 22. október 2013. Á myndinni eru, ásamt Herdísi, Christoph Grabenwarter, prófessor frá Austurríki og ítalskur lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu, Maja Bova.
Hér má sjá álit Feneyjanefndarinnar sem samþykkt var á aðalfundi nefndarinnar í desember 2013, sem Herdís kynnir fyrir nefndinni á myndinni hér fyrir neðan.

by Herdís Þorgeirsdóttir | 28.09.2013 | Almanak
Grein eftir dr. Herdísi Þorgeirsdóttur, sem birtist upphaflega í bresku lagatímariti (Sweet & Maxwell) um sjálfs-ritskoðun innan fjölmiðla og jákvæðar skyldur ríkja á grundvelli 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu að tryggja tjáningarfrelsi – er nú komin út á ungversku – í fræðiriti lagadeildar háskólans í Búdapest In Medias Res 2013/1 – þarna er einnig grein eftir Owen M. Fiss prófessor í stjórnskipunarrétti við Yale háskólann og Cass R. Sunstein við lagadeild háskólans í Chicago.