Viðtal í Georgian Journal vegna álits um æruvernd látinna

Viðtal í Georgian Journal vegna álits um æruvernd látinna

Feneyjanefnd (Nefnd Evrópuráðsins um lýðræði með lögum) samþykkti á síðasta fundi sínum 12. desember álit um æruvernd látinna manna. Álitið var skrifað að beiðni stjórnlagadómstóls Georgíu vegna máls sem bíður niðurstöðu dómstólsins þar sem faðir látins ungs manns krefst þess að lögum landsins verði breytt þannig að ættingjar geti höfðað mál vegna ærumeiðinga í garð látinna. Meint ærumeiðandi ummæli um hin látna voru tjáð af fyrrum forseta landsins.

Sjá viðtal hér.

CoE interview screen page 4

Lögfræðingateymi á sviði jafnréttismála

Lögfræðingateymi á sviði jafnréttismála

Góðir samstarfsHelen & co.félagar úr lögfræðingateymi á sviði jafnréttis- og vinnuréttar í Evrópu; frá vinstri Christopher McCrudden prófessor í mannréttindum við háskólann í Belfast; Susanne Burri, sem leiðir þetta starf, Linda Senden prófessor í Evrópurétti við háskólann í Utrecht, Helen Masse, lögmaður í París og Alice Welland sem starfar við Utrecth háskólann. Myndin er tekin á fundi í Brussel 27. nóvember þegar Helen Masse hætti þátttöku í þessu starfi eftir langt samstarf.

legal network brussels nov 2014

Ráðstefna í Pétursborg 13.-14. nóvember

Ráðstefna í Pétursborg 13.-14. nóvember

herdís i pétursborgSt Petersburg, Russian Federation – Ms Herdis Thorgeirsdottir, Vice President of the Venice Commission, will participate in the II International Arctic Legal Forum on “Protection and sustained development of Arctic: Legal aspect” organised by the Institute of Legislation and Comparative Law under the Government of the Russian Federation jointly with the Government of the Yamalo-Nenets Autonomous District.

Hlutverk dómstóla í að framfylgja Mannréttindsáttmála Evrópu 24.-25. október

Hlutverk dómstóla í að framfylgja Mannréttindsáttmála Evrópu 24.-25. október

herdís í bakusupreme court bakuAzerbaijan hefur tekið við forystu í ráðherranefnd Evrópuráðsins. Tók þátt fyrir hönd Feneyjanefndar í alþjóðlegri ráðstefnu dómara æðstu dómstóla aðildarríkja Evrópuráðsins um beitingu Mannréttindasáttmála Erópu í landsrétti og um þátt dómstóla í þeim efnum. Fundurinn var haldinn í Baku, Azerbaijan dagana 24. og 25. október. Flutti erindi um hlutverk Feneyjanefndar í að fylgja eftir dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu.

baku fundur

 

Félagsleg réttindi – Torino 18. október

Félagsleg réttindi – Torino 18. október

torino high level conferenceFélagsleg og efnahagsleg réttindi á tímum fjárhagslegra þrenginga var til umræðu á ráðstefnu í Torino þar sem ráðherrar aðildarríkja Evrópurráðsins ræddu m.a. ástandið á grundvelli félagsmálasáttmála Evrópu sem undirritaður var í Torino 1951. Tók þátt í fundinum af hálfu nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum (Feneyjanefndar). Rætt var um vaxandi ójöfnuð í álfunni, “týndu kynslóðina” en atvinnuleysi ungs fólks hefur sjaldan verið meira. Fjörutíu og fimm milljónir ungs fólks í OECD ríkjum er án vinnu. Fátækt og ójöfnuður vex um alla álfuna eins og bent var á í opnunarræðu Thorbjörns Jagland, framkvæmdastjóra Evrópuráðsins.

Anne Brasseur forseti þingmannasamkundu Evrópuráðsins vitnaði í ljóð eftir Robert Frost til að leggja áherslu á mikilvægi þess að ríki framfylgdu efnahagslegum og félagslegum réttindum.

“Two roads diverged in a wood, and I –

I took the one less traveled by,

And that made all the difference.”

04. High-level Conference on the European Social Charter (Turin, 17-18 October 2014)Við eigum öll kost á því að fara tvær leiðir – hina fjölförnu leið þegjandi samþykkis á ríkjandi ástandi, það sem forseti þingmannasamkundunnar kallaði “business as usual” – eða þá leið sem færri voga sér að fara en gæti breytt öllu.