Lög um félagasamtök í Ungverjalandi

Lög um félagasamtök í Ungverjalandi

feneyjanefndFeneyjanefndin samþykkti s.l. föstudag bráðabirgðaálit, með frekari útskýringum, unnið af þremur fulltrúum nefndarinnar. Bráðabirgðaálit eru álit sem unnin eru þegar mikið liggur við að koma tillögum áleiðis til stjórnvalda áður en lög eru sett; í þessu tilviki umdeilt frumvarp um fjárframlög erlendra aðila til félagasamtaka í Ungverjalandi en frumvarpið varð að lögum í byrjun síðustu viku. Dómsmálaráðherra Ungverjalands sat aðalfund Feneyjanefndarinnar síðastliðinn föstudag þar sem miklar umræður fóru fram. Feneyjanefnd hefur áður staðfest (í tilviki rússneskra laga) lögmæti þess að tryggja gagnsæi ríki varðandi fjárstuðning erlendra aðila til félagasamtaka í því skyni að sporna gegn ótilhlýðilegum erlendum áhrifum, peningaþvætti og stuðningi við hryðjuverkastarfsemi. Andstæðingar laganna telja að þeim sé beint gegn áhrifum auðkýfingins Georgs Soros í Ungverjalandi.
Ungverska þingið tók tillit til margra þeirra tillagna sem við höfðum lagt til. Sjá meðf. frétt á heimasíðu Evrópuráðsins:

Screen Shot 2017-06-19 at 10.25.53

Hlutverk stjórnlagadómstóla og réttarríkið

Hlutverk stjórnlagadómstóla og réttarríkið

Screen Shot 2017-05-01 at 21.03.51Opnaði ráðstefnu af hálfu Feneyjanefndar í Minsk í Hvíta Rússlandi sem haldin var í samvinnu við Stjórnlagadómstól Hvíta Rússlands með stuðningi Evrópuráðsins og Evrópusambandsins en umfjöllunarefnið var: Hlutverk stjórnlagadómstóla í að tryggja réttarríkið við löggjöf og lagaframkvæmd. Sjá opnunarræðu hér fyrir neðan. Helstu sjónvarpsstöðvar landsins tóku viðtöl og talaði ég m.a. um mikilvægi aðgreiningar ríkisvaldsins; að enginn einn aðili fengi það mikil völd að standa ofar lögum; að að spilling vegna tengsla fjársterkra aðila og pólítíkusa væri alþjóðlegt vandamál og ein helsta ógnin við réttarríkið, lýðræði og mannréttindi. Sjá hér.

https://www.venice.coe.int/webforms/documents/default.aspx?pdffile=CDL-JU(2017)013-e

Screen Shot 2017-05-03 at 10.03.00

 

 

Stöð 2 um Erdogan og framhaldið

Stöð 2 um Erdogan og framhaldið

Var í viðtali hjá Sindra Sindrasyni eftir kvöldfréttir á Stöð 2 ásamt Hjörleifi Sveinbjörnssyni sem búið hefur í Istanbúl undanfarin ár ásamt eiginkonu sinni Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrrv. utanríkisráðherra. Sindri spurði um manninn Erdogan, fylgið hans og beindi sérstaklega til mín spurningu um hvaða skilyrðum þyrfti að fullnægja þegar þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram um grundvallarbreytingar á stjórnskipuninni. Einnig ræddum við ástandið undir neyðarlögum, fjármálaöflin sem Erdogan byggir vald sitt m.a. á, óttann og þöggunina í landinu og óvissuna sem nú blasir við.

http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=SRC3C0CFD8C-86DE-44AD-954B-C607E2D5F8DA

Screen Shot 2017-04-19 at 18.45.18

Einræði fest í sessi í Tyrklandi

Einræði fest í sessi í Tyrklandi

Herdís á RÚV 17 apríl 2017Viðtal í kvöldfréttum RÚV í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingarnar í Tyrklandi.

http://www.ruv.is/frett/urkynjad-ferli-i-tyrklandi

Miklir ágallar voru á framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Tyrklandi að mati alþjóðlegra eftirlitsnefndar. Stjórnarskrárbreytingarnar sem þjóðin samþykkti í gær stuðla að einræði og úrkynjuðu ferli segir dr. Herdís Þorgeirsdóttir, varaforseti Feneyjanefndarinnar.

Tyrkir samþykktu stjórnarskrárbreytingarnar með 51,4 prósentum atkvæða. Þær færa Erdogan, forseta landsins mjög aukin völd, um leið og embætti forsætisráðherra verður lagt niður.

„Þarna er verið að stuðla í raun og veru að persónubundnu stjórnarfari, einræði og það er úrkynjað ferli því að það er ekki tryggt með þessu forsetaræði, það er ekki sterkt dómsvald og það er í raun og veru ekki lengur þrígreining ríkisvaldsins vegna þess að forsetinn núna, hann hefur verið forseti frá því 2014, að hann er kominn með vald til þess að setja neyðarlög í landinu hvenær sem honum sýnist, án takmarkana og tilskipanir og forsetaúrskurði sem hafa jafnvel meira vægi en lög í framkvæmd,“

segir dr. Herdís Þorgeirsdóttir.

Kosningaeftirlitsmenn á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og Evrópuráðsins sögðu í dag að lýðræðishalli hefði verið á framkvæmd kosninganna, þrátt fyrir að tæknileg framkvæmd þeirra hafi verið í lagi. Andstæðingar stjórnarskrárbreytinganna hefðu ekki setið við sama borð og stuðningsmenn Erdogans í kosningabaráttinni, og til að mynda fengið mun minni tíma til að kynna sjónarmið sín í fjölmiðlum. Óháð könnun sýnir að stuðningsmenn Erdogans fengu 10 sinnum meiri tíma á 17 sjónvarpsstöðvum til að kynna sjónarmið sín í kosningabaráttunni en andstæðingar hans.

Herdís segir að úrslitin séu mikil ógn við mannréttindi í landinu.

„Það er búið að festa einræði í sessi og það hefur stefnt í þetta lengi í Tyrklandi, þetta er grafalvarlegur hlutur sem er að eiga sér stað þarna, mjög alvarlegt.“

Erdogan ávarpaði stuðningsmenn sína í dag og minnti þá á forsetakosningarnar sem fram fara eftir tvö ár, en hluti stjórnarskrárbreytinganna sem kosið var um í gær, gera það að verkum að Erdogan getur nú setið á forsetastóli til 2029. Hann ítrekaði fyrir stuðningsmönnum sínum að hann vildi innleiða dauðarefsingu að nýju í Tyrklandi, en hún var afnumin þar með lögum árið 2002, og var talið að það myndi auka verulega möguleika þjóðarinnar á að fá aðild að Evrópusambandinu.

Sigmar Gabriel, utanríkisráðherra Þýskalands segir ljóst að innleiði Tyrkir dauðarefsingu að nýju sé úti um vonir þeirra um að verða meðlimir í Evrópusambandinu.

Álit Feneyjanefndar um áhrif neyðarlaga í Tyrklandi samþykkt

Álit Feneyjanefndar um áhrif neyðarlaga í Tyrklandi samþykkt

herdís aðalfundi feneyjanefndar mars 2017Talaði fyrir áliti Feneyjanefndar rétt í þessu um áhrif neyðarlaga á frelsi fjölmiðla í Tyrklandi. Ástandið er mjög alvarlegt, 190 sjónvarpstöðvum og fjölmiðlafyrirtækjum hefur verið lokað fyrirvaralaust á grundvelli neyðarlaganna sem sett voru í kjölfar misheppnaðs valdaráns í júlí 2016. Um 2500 blaðamenn hafa misst vinnuna; margir fangelsaðir ásakaðir um tengsl við hryðjuverkasamtök. Stór fjölmiðlafyrirtæki hafa verið keypt upp af fjársterkum aðilum með sterk tengsl við stjórnvöld. Nýsett neyðarlög aflétta hlutleysisreglunni af sjónvarpi svo unnt sé að stunda áróður í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskránni, hinn 16. apríl n.k. Segja má að lýðræðislegum stjórnarháttum hafi verið vikið til hliðar í aðdraganda kosninga sem geta gerbylt tyrknesku stjórnkerfi og afnumið lýðræði og réttarríki til frambúðar. Tyrknesk stjórnvöld voru viðstödd fundinn en álitið var samþykkt einróma.

http://www.aktuelintermedya.com.tr/venedik-avrupa-hukuk-yoluyla-demokrasi-komisyonunun-yargitayi-ziyareti/