by Herdís Þorgeirsdóttir | 16.01.2017 | ÁHUGAVERT
Viðtal í Smartlandi Morgunblaðsins við kvikmyndaleikstjórann á bak við EAST OF MY YOUTH myndbandið (Erlendur Sveinsson). Marta María Jónasdóttir lyftir ekki bara Mogganum upp með skemmtilegheitum heldur æfir hún lyftingar og hefur náð hörku árangri.
Sjá hér.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 16.01.2017 | ÁHUGAVERT
Í viðtali við pólsku sjónvarpsstöðina TV Polsat lýsti forseti Feneyjanefndar Evrópuráðsins, Gianni Buquicchio, yfir áhyggjum af þeirri þróun í Póllandi að stjórnvöld eru að reyna að þvinga æðsta dómstól landsins til undirgefni pólitískan meirihluta. Þingið hefur sett umdeild lög, sem Feneyjanefndin hefur gagnrýnt en þau vega að sjálfstæði æðsta dómstóls landins og ógna réttarríkinu. Nýr forseti stjórnlagadómstólsins var kjörinn eftir vafasömum leiðum; varaforseti dómstólsins var sendur í frí o.s.frv. Hingað til hefur stjórnlagadómstóllinn í Póllandi gegnt lykilhlutverki í að standa vörð um mannréttindi og réttarríkið. Það vekur ugg að nú vinna stjórnvöld kerfisbundið að því að koma í veg fyrir að dómstóllinn geti gegnt því hlutverki sem honum er ætlað samkvæmt pólsku stjórnarskránni.
Hér fyrir neðan er yfirlýsing forseta Feneyjanefndar vegna ástands í Póllandi vegna versnandi stöðu æðsta dómstólsins í Póllandi.
I am worried about the worsening situation within the Constitutional Tribunal of Poland. Following the attempts to influence the work of the Tribunal by means of legislative amendments, which were criticised by the Venice Commission, practical steps are now taken with the apparent aim to ensure that the Tribunal act in accordance with the will of the current political majority:
• The new President of the Tribunal was elected on the basis of a questionable procedure;
• The new President delegated her powers to another judge who was elected on a legal basis that had been found unconstitutional by the Tribunal;
• The Vice-President of the Tribunal was sent on a vacation he had not asked for;
• The election of three sitting judges is challenged seven years after the election.
Hitherto the Constitutional Tribunal played a crucial role to ensure respect for human rights, the rule of law and democratic principles in Poland. It is alarming that it is systematically made impossible for the Tribunal to carry out this role assigned to it by the Polish Constitution.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 21.09.2016 | ÁHUGAVERT
Í fréttatilkynningu frá æðsta dómstól Úkraínu er vitnað í ummæli varaforseta Feneyjanefndar í Georgíu í síðustu viku um mikilvægi þess dómarar séu sjálfstæðir í störfum sínum en stjórnvöld þar hafa setið undir ámæli um að beita dómstólinn pólitískum þrýstingi:
Vice-President of the Venice Commission of the Council of Europe Ms Herdis Kjerulf Thorgeirsdottir noted that the unequivocal position of the Venice Commission is that judges should be independent in their activities, as the Constitutional Court is the highest court of the country and is the guarantor of human rights and protection of the Constitution of Georgia and its citizens.
Sjá hér.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 5.06.2016 | ÁHUGAVERT
Feneyjanefndin, nefnd Evrópuráðsins um lýðræði með lögum, hefur birt gátlista fyrir réttarríkið (Rule of Law Checklist). Með þessum ítarlega gátlista á að vera unnt að leggja mat á stöðu réttarríkis, þ.e. hvaða virðing er borin fyrir því í sérhverju aðildarríki Evrópuráðsins en þau eru 47 talsins. Þessi gátlisti á að vera öllum aðgengilegur, yfirvöldum sem almenningi (sjá heimasíðu Evrópuráðsins).
by Herdís Þorgeirsdóttir | 14.05.2016 | ÁHUGAVERT
Íslenski raftónlistardúettinn East of my Youth, sem starfræktur er í Berlín og skipaður þeim Herdísi Stefánsdóttur og Thelmu Marín Jónsdóttur, gaf nýverið út lagið lagið Mother.
Lagið var frumflutt á vefsíðu i-D Magazine í síðustu viku en það verður á væntanlegri plötu þeirra sem kemur út seint í sumar.
East of my Youth var stofnaður fyrir rúmi ári og hefur meðal annars leikið á tónlistarhátíðunum Sónar, Iceland Airwaves og SxSW í Texas. Lagið Mother var á dögunum selt í bandaríska sjónvarpsþáttinn Faking It sem sýndur er á MTV en að sögn þeirra Thelmu og Herdísar kom tækifærið til í tengslum við tónlistarhátíðina Airwaves.
„Þá var umboðskonan okkar komin til sögunnar og hún fór á svona „networking“ fund og hitti þar konu sem vinnur fyrir umboðsskrifstofu í L.A. og hún smellti heyrnartólum á eyrun á henni og spilaði demó af laginu,“ segir Thelma og Herdís bætir við: „Og hún sagði bara strax: Vá, hvað þetta passar í þættina.“
Þáttunum er lýst sem rómantískum gamanþáttum og voru þeir fyrst sýndir í apríl árið 2014. Þriðja sería þáttanna er nú í sýningu og má heyra lag East of my Youth í þættinum sem sýndur verður þann 17. maí næstkomandi. Þættirnir segja frá vinkonunum Karma og Amy sem hafa lengi reynt að öðlast vinsældir í skólanum. Ekki hefur það gengið sem skyldi og í kjölfar misskilnings koma þær út úr skápnum sem par og öðlast samstundis gríðarlegar vinsældir. Í þáttunum er svo fylgst með margvíslegum afleiðingum þessa.
East of my Youth er með PR-skrifstofu í London þar sem umboðskona þeirra er staðsett og hafa þær meðal annars komið fram á tveimur Showchase-tónleikum þar í borg. Þær segja það vissulega gott tækifæri og mögulegan stökkpall fyrir tónlist þeirra að fá lag í þáttinn.
„Nú er bara búið að læsa lagið inn í þáttinn, þannig þetta er bara „signed, sealed, delivered“,“ segir Thelma hlæjandi en töluverð áhersla er lögð á að kynna nýja tónlist í þættinum og er meðal annars gerður lagalisti á tónlistarveitunni Spotify eftir hvern þátt og er áhorfendamarkhópurinn ungt fólk.
„Reyndar ekki, en litli bróðir minn sem er í MR froðufelldi alveg af æsingi af því það eru víst allir í MR að horfa á þetta,“ svarar Herdís þegar hún er spurð að því hvort þær hafi horft á Faking It. „Þetta er svolítið svona eins og The O.C. fyrir okkar kynslóð,“ segir Thelma.
Þær eru því spenntar fyrir komandi tímum og eru sem stendur staðsettar í Berlín þar sem þær vinna að því að klára plötuna sína og skjóta ekki loku fyrir að efnt verði til útgáfutónleika hér á landi eftir útgáfuna. „Það verða haldnir tónleikar með pompi og prakt einhvers staðar,“ segir Thelma hress að lokum.
(eftir Gyðu Lóu Ólafsdóttur)
Hlusta má á lagið Mother hér.