Dómara vikið úr starfi (brot á 6 grein MSE)

Dómara vikið úr starfi (brot á 6 grein MSE)

supreme court macedoniaNú rétt í þessu, fimmtudaginn 30. apríl, komst Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu í máli Mitrinovski gegn fyrrum Júgóslavneska lýðveldinu Makedóníu að stjórnvöld þar í landi hefðu gerst brotleg við 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu um réttinn til réttlátrar málsmeðferðar. Málsatvik voru þau að dómara að nafni Mitronovski við áfrýjunardómstól í Skopje var vikið frá störfum vegna ófaglegar háttsemi. Mannréttindadómstóllinn taldi að málsmeðferðin sem leiddi il þess að Mitronovski var vikið frá störfum hefði ekki lotið reglum hlutleysis þar sem forseti hæstaréttar landsins hefði bæði átt frumkvæði að málinu og síðan átt þátt í endanlegri ákvörðun um brottvikningu dómarans.

Víða pottur brotinn.

Hjónabönd samkynhneigðra fyrir hæstarétti Bandaríkjanna

Hjónabönd samkynhneigðra fyrir hæstarétti Bandaríkjanna

same sex marriageNú er hart tekist á um það í hæstarétti Bandaríkjanna hvort nokkrum fylkjum sé stætt á því að banna hjónabönd samkynhneigðra. Íhaldssama sjónarmiðið er að það eigi að vera í verkahring ríkjanna sjálfra að ráða með lögum hvernig hjúskaparmálum er háttað. Aðrir segja að bandaríska stjórnarskráin sé skýr heimild um það að allir eigi að vera jafnir fyrir lögum og það þýði að einstaka ríki geti ekki einskorðað réttinn til að ganga í hjónaband við gagnkynhneigða.