Viðurkenning bókmenntaverðlauna ESB

Viðurkenning bókmenntaverðlauna ESB

María Elísabet Bragadóttir rithöfundur hlaut viðurkenningu evrópsku bókmenntaverðlaunanna í Brussel hinn 4. apríl fyrir smásögur sínar í bókinni Sápufuglinum.
Úkraínski rithöfundurinn Andrey Kurkov  afhenti Maríu Elísabetu viðurkenninguna sagði sögurnar hennar í Sápufuglinum sýna brothætta fegurð okkar tíma á djúpan, kaldhæðinn hátt og samúð með mennskunni í veikleika sem tilfinningalegum möguleikum. Það hvernig María Elísabet næði að fjalla um ýmis nútímaleg vandamál út frá grundvallar- og flóknum tilfinningum væri vitnisburður um mjög hæfileikaríkan og efnilegan ungan rithöfund.

Af heimasíðu sendinefndar ESB á Íslandi:

Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins 2024 voru afhent á sérstakri verðlaunaathöfn í Brussel 4. apríl en 13 rithöfundar voru tilnefndir til verðlaunanna árið 2024. Bókmenntaverðlaunum ESB er ætlað að vekja athygli á hinum mikla fjölbreytileika sem einkennir evrópskar bókmenntir sem og viðurkenna upprennandi rithöfunda frá 40 þátttökuríkjum Creative Europe, menningaráætlunar Evrópusambandsins. Ísland er meðal þátttökuríkja Creative Europe menningaráætlunarinnar.

Danski rithöfundurinn Theis Ørntoft hreppti hnossið í ár og er handhafi bókmenntaverðlauna ESB 2024. Íslenski rithöfundurinn María Elísabet Bragadóttir hlaut sérstaka viðurkenningu frá stjórn bókmenntaverðlaunna fyrir bókina sína Sápufuglinn.

Sendinefnd ESB óskar Maríu Elísabetu til hamingju með sérstöku viðurkenninguna.

Dómnefnd samanstóð af 7 bókmenntasérfræðingum

 

Verðlaunahafi og sérstakar viðurkenningar:

Danmörk: Theis Ørntoft, Jordisk, útgefandi: Gyldendal

Búlgaría: Todor Todorov, Хагабула, útgefandi: Janet 45

Þýskaland: Deniz Utlu, Vaters Meer, útgefandi: Suhrkamp

Ísland: María Elísabet Bragadóttir, Sápufuglinn, útgefandi: Una útgáfuhús            

Holland: Sholeh Rezazadeh, Ik ken een berg die op me wacht, útgefandi: Ambo|Anthos

Slóvenía: Tina Vrščaj, Na klancu, útgefandi: Cankarjeva založba

Félags- og vinnumálaráðherra Portúgal

Félags- og vinnumálaráðherra Portúgal

Samstarfskona mín til tveggja áratuga í tengslaneti lögfræðinga, sem starfa fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins á vettvangi jafnréttismála, Maria do Rosário Palma, er félags-  og vinnumálaráðherra í nýrri ríkisstjórn Portúgal sem hóf kjörtímabil sitt í febrúar 2024. Stjórnin er mynduð af flokkum frá miðju til hægri. Aðeins einn af sautján ráðherrum í þessari stjórn Luis Montenegro hefur reynslu af stjórnarsamstarfi. Aðrir ráðherrar eru allir sérfræðingar á sínu sviði. María er doktor í lögum og fyrrum prófessor við Lissabon háskóla. Við höfum starfað saman í þessu alþjóðlega teymi lögfræðinga í meira en tvo áratugi. Meðfylgjandi mynd af okkur var tekin á fundi í Brussel í árslok 2023, rétt áður en hún skipti um vettvang.

Teymi evrópskra lögfræðinga á sviði jafnréttis og vinnuréttar

Teymi evrópskra lögfræðinga á sviði jafnréttis og vinnuréttar

Árlegur fundur evrópskra lögfræðinga sem starfa saman í teymi á sviði jafnréttis og vinnuréttar var haldinn í Brussel 30. nóvember. Þetta teymi hefur starfað frá því í upphafi 9. áratugar fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Dr. Herdís Þorgeirsdóttir hefur starfað með teyminu frá 2003. Lögfræðingarnir 35 eru frá ríkjum Evrópusambandsins og ríkjum sem eiga aðild a EES samningum og nokkrum ríkjum utan þessara sambanda. Teymið sendir frá sér tímarit um jafnréttismál auk þess sem það stendur að skýrslum á hinunm ýmsum sem jafnréttislöggjöf tekur til að skýrslum sérfræðinganna um framkvæmd jafnréttislöggjafar í eigin heimaríki.

Lengst til hægri á myndinni er María do Rosário Palma verðandi félags- og vinnumálaráðherra Portúgal í nýrri stjórn sem tók við völdum í febrúar 2024.