


Viðurkenning bókmenntaverðlauna ESB

Af heimasíðu sendinefndar ESB á Íslandi:
Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins 2024 voru afhent á sérstakri verðlaunaathöfn í Brussel 4. apríl en 13 rithöfundar voru tilnefndir til verðlaunanna árið 2024. Bókmenntaverðlaunum ESB er ætlað að vekja athygli á hinum mikla fjölbreytileika sem einkennir evrópskar bókmenntir sem og viðurkenna upprennandi rithöfunda frá 40 þátttökuríkjum Creative Europe, menningaráætlunar Evrópusambandsins. Ísland er meðal þátttökuríkja Creative Europe menningaráætlunarinnar.
Danski rithöfundurinn Theis Ørntoft hreppti hnossið í ár og er handhafi bókmenntaverðlauna ESB 2024. Íslenski rithöfundurinn María Elísabet Bragadóttir hlaut sérstaka viðurkenningu frá stjórn bókmenntaverðlaunna fyrir bókina sína Sápufuglinn.
Sendinefnd ESB óskar Maríu Elísabetu til hamingju með sérstöku viðurkenninguna.
Dómnefnd samanstóð af 7 bókmenntasérfræðingum
Verðlaunahafi og sérstakar viðurkenningar:
Danmörk: Theis Ørntoft, Jordisk, útgefandi: Gyldendal
Búlgaría: Todor Todorov, Хагабула, útgefandi: Janet 45
Þýskaland: Deniz Utlu, Vaters Meer, útgefandi: Suhrkamp
Ísland: María Elísabet Bragadóttir, Sápufuglinn, útgefandi: Una útgáfuhús
Holland: Sholeh Rezazadeh, Ik ken een berg die op me wacht, útgefandi: Ambo|Anthos
Slóvenía: Tina Vrščaj, Na klancu, útgefandi: Cankarjeva založba

Fær íslensku tónlistarverðlaunin
Herdís Stefánsdóttir hlaut íslensku tónlistarverðlaunin þriðja árið í röð fyrir plötu ársins 2024: Knock at the Cabin, tónlist við samnefnda kvikmynd.

Félags- og vinnumálaráðherra Portúgal
Samstarfskona mín til tveggja áratuga í tengslaneti lögfræðinga, sem starfa fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins á vettvangi jafnréttismála, Maria do Rosário Palma, er félags- og vinnumálaráðherra í nýrri ríkisstjórn Portúgal sem hóf kjörtímabil sitt í febrúar 2024. Stjórnin er mynduð af flokkum frá miðju til hægri. Aðeins einn af sautján ráðherrum í þessari stjórn Luis Montenegro hefur reynslu af stjórnarsamstarfi. Aðrir ráðherrar eru allir sérfræðingar á sínu sviði. María er doktor í lögum og fyrrum prófessor við Lissabon háskóla. Við höfum starfað saman í þessu alþjóðlega teymi lögfræðinga í meira en tvo áratugi. Meðfylgjandi mynd af okkur var tekin á fundi í Brussel í árslok 2023, rétt áður en hún skipti um vettvang.

Framkvæmd jafnréttislaga 2022
Hér er nýútkomin skýrsla sem dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir vann fyrir framkvæmdastjórn Evrópursambandsins um framkvæmd jafnréttislaga á Íslandi árið 2022 á grundvelli aðildar að EES samningnum.