Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, var viðstaddur seminar Herdísar Þorgeirsdóttur doktorsnema við lagadeild hásklólans í Lundi. Forsetinn var í opinberri heimsókn í Svíþjóð ásamt utanríkisráðherra og fríðu föruneyti. Seminarið var kynning á efni doktorsritgerðar Herdísar sem fjallar um ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla út frá dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu, hæstaréttar Bandaríkjanna í vernd tjáningarfrelsis sem ógnað er af sjálfs-ritskoðun fjölmiðla í fjötrum fjármálaafla og pólitískrar íhlutunar.