Tyrkland á tímamótum

Tyrkland á tímamótum

Screen Shot 2017-03-16 at 13.16.19Tyrkland stendur á tímamótum, segir Herdís Kjerúlf Þorgeirsdóttir, varaforseti Feneyjanefndarinnar. Erdogan forseti hafi náð þvílíkum tökum á stjórnkerfinu að hugsanlega verði ekki aftur snúið. Ef þjóðaratkvæðagreiðslan fari á þann veg að Erdogan fái stóraukin völd sé það náðarhögg fyrir lýðræðið í landinu og réttarríkið. Herdís var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 1.

Sagt var frá því í fréttum að stuðningsmenn Erdogans Tyrklandsforseta hafi brotist inn á síður alþjóðlegra mannréttindasamtaka, stórra fjölmiðla og ýmissa frægra manna á samfélagmiðlinum Twitter og komið þar fyrir slagorðum, þar sem stjórnvöld í Þýskalandi og Hollandi eru fordæmd. Við er tengt myndband af Erdogan forseta og vísað til 16. apríl, þegar þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í Tyrklandi um hvort auka eigi völd forsetans.

Erdogan er viðkvæmur fyrir gagnrýni. Það sannaðist m.a. þegar Feneyjanefndin kynnti þá niðurstöðu sína að með fyrirhuguðum breytingum á stjórnarskrá landsins fjarlægðust Tyrkir grundvallarreglur lýðræðis og réttarríkis. Jafnframt að aðgerðir gegn fjölmiðlum og blaðamönnum á grundvelli neyðarlaganna, sem sett voru í kjölfar misheppnaðs valdaráns í júlí 2016, færu gegn alþjóðalögum. Feneyjanefndin er ráðgjafarnefnd Evrópuráðsins um stjórnskipunarmál – og hefur starfað frá því eftir að múrinn féll og lýðræðisþróun hófst í Austur-Evrópu. Fyrir þessu áliti Feneyjanefndarinnar talaði varaforseti nefndarinnar Herdís Kjerúlf Þorgeirsdóttir, lögmaður. Hún var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 1.

Feneyjanefndin
 Mynd: Feneyjanefndin  –  Morgunvaktin
Herdís Kjerúlf Þorgeirsdóttir

Erdogan náð tökum á stjórnkerfinu

Herdís segir að Tyrkland standi á tímamótum, þó í landinu hafi ekki ríkt stöðugleiki á síðustu áratugum. Herinn hafi oft hrifsað til sín völdin. En Erdogan forseti hafi nú náð þvílíkum tökum á stjórnkerfinu að hugsanlega verði ekki aftur snúið. Ef þjóðaratkvæðagreiðslan fer á þann veg að Erdogan fái stóraukin völd sé það náðarhögg fyrir lýðræðið í landinu og réttarríkið.

„Það er í raun og veru uggvænlegt að það sé unnt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um gagngerar breytingar á stjórnarskrá landsins. Allt innbyrðis valdajafnvægi er fellt burtu. Forsetinn fær í raun alræðisvald.“

Það sé í raun sé óhugsandi að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu um jafn miklar breytingar á sama tíma og neyðarlög gilda í landinu. Frá því neyðarlögin voru sett á í fyrrasumar hafi Erdogan gefið út 21 neyðartilskipun, sem öðlast lagagildi án tilkomu þingsins.

„Hann er í raun búinn að hneppa allt þjóðfélagið í gíslingu. Þetta er gagnger breyting á stjórnkerfi landsins.“

„Það er búið að lama réttarkerfið“

Herdís Kjerúlf Þorgeirsdóttir lýsti því á Morgunvaktinni hvernig Erdogan hefur beitt sér gegn fjölmiðlum í landinu, hvernig málfrelsi hefur í raun verið afnumið og eignir verið gerðar upptækar. Ekki sé hægt að skáka áfram í skjóli meintrar ógnar sem birtist í valdaráninu. Nærri tvöhundruð fjölmiðlafyrirtækjum í Tyrklandi hefur verið lokað fyrirvaralaust án rökstuttra ásakana og hundruð blaðamanna hafa verið fangelsaðir. „Það liggur ekki fyrir neinn dómsúrskurður. Dómstólar hafa ekki staðreynt ásakanirnar. Það er búið að lama réttarkerfið. Búið að brjóta reglur um réttláta málmeðferð. Menn vita ekkert hvaða sakir eru á þá bornar. Þeir hafa ekki hugmynd um það, eru bara hnepptir í gæsluvarðhald.“ En áfram vill Feneyjanefndin reyna að hafa áhrif á tyrknesk stjórnvöld. Herdís segir mikilvægt að halda samtali áfram, en ekki einangra Tyrki frá alþjóðasamfélaginu.

„Ég hef áhyggjur hvernig allt stefnir. Þetta hangir allt saman. Ef Tyrkir fara á vondan stað, þá hefur það víðtæk áhrif. Þetta kemur okkur við. Þetta skiptir okkur máli. Það eru gífurlegir hernaðarlegir, pólitískir, landfræðilegir hagsmunir, sem eru í húfi. En frá mínum sjónarhóli, þá eru það mannréttindin sem mestu skipta, hið almenna stjórnarfar í landinu. Ef þeir hverfa frá lýðræðinu í landinu, þá er ekki eingöngu Tyrkland í hættu.“

Hvarf Birnu hefur heltekið heila þjóð

Hvarf Birnu hefur heltekið heila þjóð

Screen Shot 2017-01-22 at 07.15.39Fjölmiðlar hafa þeirri skyldu að gegna að upplýsa almenning og miðla áfram upplýsingum um mál sem hann varða. Almenningur á rétt á slíkum upplýsingum. Oft svíður undan þeim, umfjöllun getur verið óvönduð en fréttir eru forgengilegar og þegar mikið er í húfi er ekki hægt að álasa fjölmiðlum þótt þeir fari stundum yfir strikið. Hvarf Birnu Brjánsdóttur hefur heltekið okkar fámennu þjóð. Þessi unga, góðlega og varnarlausa stúlka hefur verið í huga okkar flestra frá því að hún hvarf sporlaust s.l. laugardag. Við bíðum í ofvæni eftir fréttum og höldum í vonina í lengstu lög.
Framganga lögreglu hefur verið til fyrirmyndar; björgunarsveitirnar bregðast aldrei, almenningur hefur staðið vaktina m.a. á samfélagsmiðlum og móðir Birnu, Sigurlaug Hreinsdóttir, hefur staðið sig eins og hetja frá því hún sté fram og kallaði eftir aukinni aðstoð vegna hvarfsins.
Mín tilfinning er sú að allir hafi reynt að gera sitt besta.

Ógnir við stjórnskipulegt réttlæti í fyrrum alræðisríkum

Ógnir við stjórnskipulegt réttlæti í fyrrum alræðisríkum

Meðfylgjandi er framsaga sem flutt var á alþjóðlegri ráðstefnu í Batumi í Georgíu um stjórnskipulegt réttlæti í fyrrum alræðisríkum kommúnismans þar sem stjórnlagadómstólar eiga víða undir högg að sækja og þar sem dómarar eru skipaðir á grundvelli pólitísks þýlyndis.

Sjá hér:

cdl-ju2016014-e

Meðfylgjandi myndir eru frá ráðstefnunni þar seconstitutional-court-georgiam forseti Georgía tilkynnti um nýjar skipanir dómara við dómstólinn. Sjá hér.

herdis-og-andras-sajo-sept-2016

András Sajó varaforseti Mannréttindadómstóls Evrópu til hægri á myndinni.

 

 

herdis-og-giorgi-papuschvili-sept-2013-2

Fyrir miðri mynd er Giorgi Papuschvili forseti stjórnlagadómstóls Georgíu. Á síðasta ári sínu í embætti sakaði hann stjórnvöld um óeðlileg afskipti af störfum dómstólsins.

 

 

 

Feneyjanefnd gagnrýnir breytingar á stjórnarskrá Azerbaijan

Feneyjanefnd gagnrýnir breytingar á stjórnarskrá Azerbaijan

azeri-president-ilham-aliyevFeneyjanefnd í bráðabirgðaáliti, sem sagt er frá á forsíðu Evrópuráðsins í dag – gagnrýnir fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskrá Azerbaijan sem bornar verða undir þjóðaratkvæði 26. september n.k.

 Breytingarnar munu hafa mikil áhrif á valddreifingu í Azerbaijan þar sem þær færa forseta landsins aukin og fordæmalaus völd. Kjörtímabil hans verður lengt úr fimm í sjö ár. Engin takmörk eru fyrir því hvað hann getur setið mörg kjörtímabil en forsetinn er þegar mjög valdamikill.

Önnur breyting gerir ráð fyrir að forsetinn geti leyst þingið upp sem lamar í raun stjórnarandstöðuna. Breytingarnar munu bitna  á sjálfstæði dómstóla þar sem dregið verður úr hlutverki þingsins í að samþykkja skipanir dómara.

Þá gera fyrirhugaðar breytingar ráð fyrir skipunum varaforseta án undangengins kjörs sem geta tekið við stjórn landsins ef svo ber undir auk þess sem forsetinn getur boðað til kosninga þegar honum sýnist.

Í áliti Feneyjanefndar er aðdragandi þjóðaratkvæðis gagnrýndur þar sem engar alvöru umræður hafi farið fram um fyrirhugaðar breytingar á stjórnskipun landsins; fyrirvarinn sé allt of skammur og skort hafi á almenna umræðu.

 

 

 

 

Rof í réttarríki ógn við mannréttindi

Rof í réttarríki ógn við mannréttindi

Ræða flutt á alþjóðlegri ráðstefnu í Batumi í Georgiu, 11. september 2016

International Conference “Constitutional Justice in transitional democracy: success and challenges of constitutional review in Georgia and Eastern Europe”, Batumi, Georgia,

10-11 September 2016

– Report by Herdis Kjerulf Thorgeirsdottir

 

https://www.coe.int/en/web/venice-commission/-/CDL-JU(2016)014-e