Hvarf Birnu hefur heltekið heila þjóð

Hvarf Birnu hefur heltekið heila þjóð

Screen Shot 2017-01-22 at 07.15.39Fjölmiðlar hafa þeirri skyldu að gegna að upplýsa almenning og miðla áfram upplýsingum um mál sem hann varða. Almenningur á rétt á slíkum upplýsingum. Oft svíður undan þeim, umfjöllun getur verið óvönduð en fréttir eru forgengilegar og þegar mikið er í húfi er ekki hægt að álasa fjölmiðlum þótt þeir fari stundum yfir strikið. Hvarf Birnu Brjánsdóttur hefur heltekið okkar fámennu þjóð. Þessi unga, góðlega og varnarlausa stúlka hefur verið í huga okkar flestra frá því að hún hvarf sporlaust s.l. laugardag. Við bíðum í ofvæni eftir fréttum og höldum í vonina í lengstu lög.
Framganga lögreglu hefur verið til fyrirmyndar; björgunarsveitirnar bregðast aldrei, almenningur hefur staðið vaktina m.a. á samfélagsmiðlum og móðir Birnu, Sigurlaug Hreinsdóttir, hefur staðið sig eins og hetja frá því hún sté fram og kallaði eftir aukinni aðstoð vegna hvarfsins.
Mín tilfinning er sú að allir hafi reynt að gera sitt besta.

Ógnir við stjórnskipulegt réttlæti í fyrrum alræðisríkum

Ógnir við stjórnskipulegt réttlæti í fyrrum alræðisríkum

Meðfylgjandi er framsaga sem flutt var á alþjóðlegri ráðstefnu í Batumi í Georgíu um stjórnskipulegt réttlæti í fyrrum alræðisríkum kommúnismans þar sem stjórnlagadómstólar eiga víða undir högg að sækja og þar sem dómarar eru skipaðir á grundvelli pólitísks þýlyndis.

Sjá hér:

cdl-ju2016014-e

Meðfylgjandi myndir eru frá ráðstefnunni þar seconstitutional-court-georgiam forseti Georgía tilkynnti um nýjar skipanir dómara við dómstólinn. Sjá hér.

herdis-og-andras-sajo-sept-2016

András Sajó varaforseti Mannréttindadómstóls Evrópu til hægri á myndinni.

 

 

herdis-og-giorgi-papuschvili-sept-2013-2

Fyrir miðri mynd er Giorgi Papuschvili forseti stjórnlagadómstóls Georgíu. Á síðasta ári sínu í embætti sakaði hann stjórnvöld um óeðlileg afskipti af störfum dómstólsins.

 

 

 

Feneyjanefnd gagnrýnir breytingar á stjórnarskrá Azerbaijan

Feneyjanefnd gagnrýnir breytingar á stjórnarskrá Azerbaijan

azeri-president-ilham-aliyevFeneyjanefnd í bráðabirgðaáliti, sem sagt er frá á forsíðu Evrópuráðsins í dag – gagnrýnir fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskrá Azerbaijan sem bornar verða undir þjóðaratkvæði 26. september n.k.

 Breytingarnar munu hafa mikil áhrif á valddreifingu í Azerbaijan þar sem þær færa forseta landsins aukin og fordæmalaus völd. Kjörtímabil hans verður lengt úr fimm í sjö ár. Engin takmörk eru fyrir því hvað hann getur setið mörg kjörtímabil en forsetinn er þegar mjög valdamikill.

Önnur breyting gerir ráð fyrir að forsetinn geti leyst þingið upp sem lamar í raun stjórnarandstöðuna. Breytingarnar munu bitna  á sjálfstæði dómstóla þar sem dregið verður úr hlutverki þingsins í að samþykkja skipanir dómara.

Þá gera fyrirhugaðar breytingar ráð fyrir skipunum varaforseta án undangengins kjörs sem geta tekið við stjórn landsins ef svo ber undir auk þess sem forsetinn getur boðað til kosninga þegar honum sýnist.

Í áliti Feneyjanefndar er aðdragandi þjóðaratkvæðis gagnrýndur þar sem engar alvöru umræður hafi farið fram um fyrirhugaðar breytingar á stjórnskipun landsins; fyrirvarinn sé allt of skammur og skort hafi á almenna umræðu.

 

 

 

 

Rof í réttarríki ógn við mannréttindi

Rof í réttarríki ógn við mannréttindi

Ræða flutt á alþjóðlegri ráðstefnu í Batumi í Georgiu, 11. september 2016

International Conference “Constitutional Justice in transitional democracy: success and challenges of constitutional review in Georgia and Eastern Europe”, Batumi, Georgia,

10-11 September 2016

– Report by Herdis Kjerulf Thorgeirsdottir

 

https://www.coe.int/en/web/venice-commission/-/CDL-JU(2016)014-e

Aldursfordómar eitt megin viðfangsefni feminismans

Aldursfordómar eitt megin viðfangsefni feminismans

IsabellaRosselliniIsabella Rosselini var rekin frá Lancome 43 ára af því andlit hennar var ekki lengur tákn draumsins um eilífa æsku heldur áminning til kvenna um þann meinta ömurlega veruleika sem beið þeirra við að eldast. Nú hefur hún verið ráðin aftur sem andlit Lancome þar sem karlar eru ekki lengur ráðandi í forystu. Aldursfordómar ættu að vera á undanhaldi. Isabella talar í meðfylgjandi viðtali um að hrós til kvenna um að þær séu “enn þá” fallegar komnar yfir sextugt sé tvíeggjað sverð; þ.e. að þær líti enn vel út þrátt fyrir aldurinn; sem og að tala um að konur séu unglegar. Slétt og felld fegurð kann að tengjast æskunni en glæsileiki, persónutöfrar og margt annað er ótengt aldri.

Eitt af stóru viðfangsefnum jafnréttisbaráttunnar og feminisma er baráttan gegn aldursfordómum. Þessi lýsing Fjodor Dostojevskí á sextugri konu árið 1866 sló mig en er táknræn fyrir tíðarandann þegar hann skrifar meistaraverk sitt, Glæpur og refsing – þarna voru aðeins fimm ár liðin frá því að bann var lagt við því að halda þræla í Rússlandi:

dostoevsky_400x400“Þetta var smávaxin, skorpin kerling um sextugt, með illilegt og stingandi augnaráð, lítið hvasst nef, berhöfðuð. Litlaust, eilítið grásprengt hárið var rækilega smurt með olíu. Um langan, magran hálsinn sem minnti á hænufót hafði hún vafið einhverri bómullardruslu . . . Gamla konan hóstaði og stundi án afláts”.

(Glæpur og refsing í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur, bls. 8, útg. Forlagið 1984.)