Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, var viðstaddur seminar Herdísar Þorgeirsdóttur doktorsnema við lagadeild hásklólans í Lundi. Forsetinn var í opinberri heimsókn í Svíþjóð ásamt utanríkisráðherra og fríðu föruneyti. Seminarið var kynning á efni doktorsritgerðar Herdísar sem fjallar um ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla út frá dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu, hæstaréttar Bandaríkjanna í vernd tjáningarfrelsis sem ógnað er af sjálfs-ritskoðun fjölmiðla í fjötrum fjármálaafla og pólitískrar íhlutunar.

 

 

Bréf Matthíasar Johannessen til Herdísar 1986

Bréf Matthíasar Johannessen til Herdísar 1986

http://matthiasj.squarespace.com/dagbok_1986/

Fróðleg skrif hjá menningarfrömuðinum, skáldinu og ritstjóra Morgunblaðsins til margra áratuga – grein sem hann skrifaði í tímaritið Heimsmynd 1986 sem Herdís Þorgeirsdóttir stofnaði, ritstýrði og gaf út í næstum áratug.  Ein íslenskra kvenna sem hefur haldið úti fjölmiðli svona lengi . . . ummælin hér fyrir neðan bera keim af þá ríkjandi afstöðu til kvenna og starfa þeirra.