Vinnufundir í Brussel

Var á tveggja daga stífum vinnufundi í Brussel með samstarfshópi  mínum sem eru sérfræðingar á sviði jafnréttislöggjafar  frá öllum Evrópusambandslöndunum sem og Noregi, Lichtenstein og Íslandi. Átti langt spjall við stöllu mínuHelgu Aune, sérfræðing við lagadeild Oslóarháskóla um lögboðinn kynjakvóta í stjórnum almenningshlutafélaga í Noregi.

 

Stýrði einnig stjórnarfundi EWLA (European Women Lawyers Association)  en ég er varaforseti samtakanna. Fundurinn átti sér stað á heimili Elisabeth Mueller, fyrrum forseta samtakanna en hún starfar sem sérfræðingur á sviði vinnuréttar hjá Evrópusambandinu. Á fundinum var einnig fyrrum varaforseti EWLA, Sophia Spiliotopoulos en hún er starfandi lögmaður í Aþenu og án efa einn reyndasti sérfræðingur á sviði jafnréttislöggjafar í Evrópu. Sophia er einnig í samstarfshópi sérfræðinga á sviði jafnréttislöggjafar með mér.

Herdís Þorgeirsdóttir formaður lokadómnefndar um íslensku bókmenntaverðlaunin

Herdís Þorgeirsdóttir formaður lokadómnefndar um íslensku bókmenntaverðlaunin

bókmenntaverðlaun

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti í dag Íslensku bókmenntaverðlaunin 2005 við athöfn á Bessastöðum. Verðlaunin hlutu í flokki fagurbókmennta Jón Kalman Stefánsson fyrir bókina Sumarljós, og svo kemur nóttin, sem Bjartur gaf út og í flokki fræðirita og bóka almenns efnis Kristín G. Guðnadóttir, Gylfi Gíslason, Arthur C. Danto, Matthías Johannessen, Silja Aðalsteinsdóttir og Eiríkur Þorláksson fyrir verkið Kjarval, sem Nesútgáfan gaf út. Þriggja manna lokadómnefnd, skipuð þeim Hrefnu Haraldsdóttur, Árna Bergmann og Dr. Herdísi Þorgeirsdóttur, sem var formaður, valdi verkin úr tíu bókum sem tilnefndar voru til verðlaunanna í desember sl., fimm í flokki fagurbókmennta og fimm í flokki fræðirita og bóka almenns efnis.

Sjá einnig frétt um afhendingu bókmenntaaverðlaunanna fyrir árið 2004.

Á myndinni er einnig Ragnar Arnalds, sem áður hafði skipað stöðu formanns lokadómnefndar.

Umræða um skaðabótalög

Umræða um skaðabótalög

skaðabótalög

Umræða um skaðabótalög í kjölfar umfjöllunar DV. Þetta birtist um málið á heimasíðu dómsmálaráðherra 13. jan. 2006:

 Þingflokkur sjálfstæðismanna kom saman í hádeginu og samþykkti meðal annars heimild til Sigurðar Kára Kristjánssonar til að flytja frumvarp til að bæta varnir á æru fólks og hækka skaðabætur til þeirra, sem verða fyrir árásum á æru sína. Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor við Viðskiptaháskólann á Bifröst, virðist andvíg því, að lögum sé breytt á þennan veg, betra sé að setja lög um innra starf fjölmiðla.