Viðbrögð við riti um réttindi barna

Viðbrögð við riti um réttindi barna

commentary

Síra Jóna Hrönn Bolladóttir vitnaði í nýútkomið rit Herdísar Þorgeirsdóttur prófessors og ummæli höfð eftir henni í Blaðinu í guðsþjónuntu, sem útvarpað var í RÚV. Sjá prédikun sr. Jónu Hrannar Bolladóttur, “Er leyfilegt að tala við börn í hversdeginum?”hér.

Viðbrögð við riti um réttindi barna

Bók um tjáningarfrelsi barna (Commentary on the United Nations Convention on the Rights of the Child, Article 13: The Right to Freedom of Expression)

commentary

13. grein samnings SÞ um réttindi barnsins frá 1992 kveður m.a. á um rétt barna til að láta í ljós skoðanir sínar, að leita, taka við og miðla hvers kyns vitneskju og hugmyndum, án tillits til landamæra – og leyfilegar takmarkanir á þessum rétti sem mælt er fyrir um í lögum og er nauðsynlegt til þess að virða rétt annarra eða af öðrum lögmætum ástæðum. Ísland hefur verið aðili að þessum alþjóðasamningi síðan 1992.

AG

Sjá hér: http://www.brill.com/commentary-united-nations-convention-rights-child-article-13-right-freedom-expression

 

Viðtal vegna launakönnunar VR

Ný launakönnun VR sem framkvæmd var af IMG Gallup á tímabilinu frá 31. janúar til 10. apríl 2006 leiðir í ljós að launamunur kynjanna er óbreyttur. Karlar eru með 22 % hærri heildarlaun en konur. Þegar búið er að taka tillit til ýmissa áhrifaþátta á laun, s.s. menntunar, starfsstéttar, starfsaldurs, lífaldurs og vinnutíma er munurinn 15%. Kynbundinn launamunur skv könnuninni minnkar eftir því sem menntun eykst.  VR leitaði m.a. álits Herdísar Þorgeirsdóttur prófessors og Eddu Rósar Karlsdóttur hagfræðings vegna þessara niðurstaðna og birtir svör þeirra í VR blaðinu.