Viðbrögð við riti um réttindi barna

Viðbrögð við riti um réttindi barna

commentary

Síra Jóna Hrönn Bolladóttir vitnaði í nýútkomið rit Herdísar Þorgeirsdóttur prófessors og ummæli höfð eftir henni í Blaðinu í guðsþjónuntu, sem útvarpað var í RÚV. Sjá prédikun sr. Jónu Hrannar Bolladóttur, “Er leyfilegt að tala við börn í hversdeginum?”hér.

Viðbrögð við riti um réttindi barna

Bók um tjáningarfrelsi barna (Commentary on the United Nations Convention on the Rights of the Child, Article 13: The Right to Freedom of Expression)

commentary

13. grein samnings SÞ um réttindi barnsins frá 1992 kveður m.a. á um rétt barna til að láta í ljós skoðanir sínar, að leita, taka við og miðla hvers kyns vitneskju og hugmyndum, án tillits til landamæra – og leyfilegar takmarkanir á þessum rétti sem mælt er fyrir um í lögum og er nauðsynlegt til þess að virða rétt annarra eða af öðrum lögmætum ástæðum. Ísland hefur verið aðili að þessum alþjóðasamningi síðan 1992.

AG

Sjá hér: http://www.brill.com/commentary-united-nations-convention-rights-child-article-13-right-freedom-expression

 

Viðtal vegna launakönnunar VR

Ný launakönnun VR sem framkvæmd var af IMG Gallup á tímabilinu frá 31. janúar til 10. apríl 2006 leiðir í ljós að launamunur kynjanna er óbreyttur. Karlar eru með 22 % hærri heildarlaun en konur. Þegar búið er að taka tillit til ýmissa áhrifaþátta á laun, s.s. menntunar, starfsstéttar, starfsaldurs, lífaldurs og vinnutíma er munurinn 15%. Kynbundinn launamunur skv könnuninni minnkar eftir því sem menntun eykst.  VR leitaði m.a. álits Herdísar Þorgeirsdóttur prófessors og Eddu Rósar Karlsdóttur hagfræðings vegna þessara niðurstaðna og birtir svör þeirra í VR blaðinu.

Vandaðsta ársskýrslan

Vandaðsta ársskýrslan

ásmundarsafn

Verðlaunaafhending fyrir Ársskýrslu ársins 2005 kl. 17 í Ásmundarsal. Stjórnvísi og Kauphöll Íslands standa að verðlaununum. Fjármálaráðherra Árni M. Mathiesen veitti verðlaunin.  Herdís Þorgeirsdóttir prófessor stjórnaði atburðinum og tilkynnti að Glitnir hlyti  verðlaunin í ár. Halldór J. Kristjánssonbankastjóri Landsbankans flutti erindi um það umrót sem verið hefur í íslensku efnahagslífi í tengslum við skýrslur erlendra greiningaraðila.

Kaupþing banki hlaut verðlaunin fyrir ársskýrsluna 2004 en þátttakendur eru öll fyrirtæki, sem skráð eru í Kauphöll Íslands hverju sinni. Viðmið við veitingu verðlauna eru vandaðar upplýsingar um félagið og rekstur þess, markmið og áherslur, samkeppnisaðila, stjórnarhætti, launakjör og fleira. Sjá grein eftirÞorkel Sigurlaugsson, einn þriggja dómnefndarmanna, um atburðinn í Viðskiptablaðinu 13. sept.