Viðtal í Frjálsri Verslun

Viðtal í Frjálsri Verslun

Herdis001[1] Kristinn IngvarssonÍ nýjasta tölublaði Frjálsrar Verslunar er ítarlegt viðtal við mann ársins, Róbert Wessmann, forstjóra Actavis Group. Einnig er rætt við landsþekkta einstaklinga um hvað þeim fannst viðburðaríkast á árinu 2006; Guðbjörgu Glóð Logadóttur, framkvæmdastjóra Fylgifiska, Ómar Ragnarsson fréttamann,   Árna Pétur Jónsson, forstjóra Vodafone, Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra Hveragerðisbæjar, Herdísi Þorgeirsdóttur, prófessor við lagadeildina á Bifröst og Hannes Smárason, forstjóra FL Group auk fjölda annarra eins og segir í kynningu.

Barnafólk og fjölskylduvæn fyrirtæki (viðtal í Mbl.)

 

Morgunblaðið beinir sjónum sínum að fyrirtækjum og barnafjölskyldum í sjöttu greininni í greinaflokknum: Er Ísland barnvænt samfélag, sem birtist í blaðinu á morgun sunnudag skv frétt á Mbl.is í dag. Í greininni á morgun ræðir Morgunblaðið við þrjú fyrirtæki sem hafa tekið upp fjölskylduvæna starfsmannastefnu, Glitni, Landsvirkjun og Toyota Reykjanesbæ auk Vinnueftirlitsins. Þá eru viðtöl við einstæðar mæður og foreldra. Loks er rætt við dr. Herdísi Þorgeirsdóttur prófessor í stjórnskipun við lagadeild Háskólans á Bifröst, sem nálgast viðfangsefnið frá sjónarhóli laganna. Sjá Mbl.is viðtal Helgu Kristínar Einarsdóttur blaðamanns við Herdísi.

Stjórnarfundur EWLA í Amsterdam

Stjórnarfundur EWLA í Amsterdam

 

Stjórnarfundur EWLA í BúdapestHerdís Þorgeirsdóttir hefur verið varaforseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga frá 2005. Samtökin héldu árlega ráðstefnu í Búdapest í maí s.l. en næsta ráðstefna verður í Zürich í Sviss vorið 2007. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu EWLA (WWW.EWLA.ORG)

Fundur á sviði evrópskrar jafnréttislöggjafar

Haustfundur lögfræðingateymis, sem vinnur að þróun jafnréttislöggjafar fyrir Framkvæmdastjórn ESB. Á dagskrá var m.a. nýleg þróun á vettvangi jafnréttismála, bæði í löggjöf og dómaframkvæmd, 2007 Evrópuár jafnra tækifæra fyrir alla, nýleg skýrsla sérfræðingahópsins um framkvæmd tilskipunar 86/613 í aðildarríkjum og ríkjum bundnum af EES samningnum, samræming vinnu, einka- og fjölskyldulífs, mál á sviði jafnréttismála, sem bíða úrlausnar hjá Evrópudómstólnum og fleira. Herdís Þorgeirsdóttur hefur starfað á þessum vettvangi síðan 2003.

Fyrirlestur hjá Félagi kvenna í læknastétt

Dr. Herdís Þorgeirsdóttiur hélt fyrirlestur á aðalfundi Félags kvenna í læknastétt á Þingholti, Hótel Holti. Erindi Herdísar fjallaði um réttindi barna og bar titilinn: “Dáið er allt án drauma og dapur heimurinn . . .”,  tilvitnun í Barn náttúrunnar, fyrstu bók Halldórs Laxness. Formaður FKL er Margrét Georgsdóttir læknir. Fundarstjóri var Anna Geirsdóttir læknir. Fundurinn var mjög fjölsóttur.