by Herdís Þorgeirsdóttir | 16.12.2006 | Almanak
Herdís Þorgeirsdóttir hefur verið varaforseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga frá 2005. Samtökin héldu árlega ráðstefnu í Búdapest í maí s.l. en næsta ráðstefna verður í Zürich í Sviss vorið 2007. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu EWLA (WWW.EWLA.ORG)
by Herdís Þorgeirsdóttir | 25.11.2006 | Almanak
Haustfundur lögfræðingateymis, sem vinnur að þróun jafnréttislöggjafar fyrir Framkvæmdastjórn ESB. Á dagskrá var m.a. nýleg þróun á vettvangi jafnréttismála, bæði í löggjöf og dómaframkvæmd, 2007 Evrópuár jafnra tækifæra fyrir alla, nýleg skýrsla sérfræðingahópsins um framkvæmd tilskipunar 86/613 í aðildarríkjum og ríkjum bundnum af EES samningnum, samræming vinnu, einka- og fjölskyldulífs, mál á sviði jafnréttismála, sem bíða úrlausnar hjá Evrópudómstólnum og fleira. Herdís Þorgeirsdóttur hefur starfað á þessum vettvangi síðan 2003.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 22.11.2006 | Almanak
Í Viðskiptablaðinu 22. nóvember er leitað álits Dr. Herdísar Þorgeirsdóttur prófessors a.v. og Ara Edwald forstjóra 365 hf., h.v. á eftirfarandi spurningu sem birtist á bls. 12 í dálkinum Álit: Á að takmarka auglýsingatíma í RÚV? Svar Herdísar hefur verið klippt til að rúmast í dálkinum en er hér í upprunalegri mynd.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 16.11.2006 | Almanak
Dr. Herdís Þorgeirsdóttiur hélt fyrirlestur á aðalfundi Félags kvenna í læknastétt á Þingholti, Hótel Holti. Erindi Herdísar fjallaði um réttindi barna og bar titilinn: “Dáið er allt án drauma og dapur heimurinn . . .”, tilvitnun í Barn náttúrunnar, fyrstu bók Halldórs Laxness. Formaður FKL er Margrét Georgsdóttir læknir. Fundarstjóri var Anna Geirsdóttir læknir. Fundurinn var mjög fjölsóttur.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 2.11.2006 | Almanak
Freedom of expression in Europe and beyond – Current challenges. Alþjóðleg ráðstefna sem stendur í tvo daga hófst í Háskólanum í Reykjavík í dag. Herdís Þorgeirsdóttir prófessorflutti erindi í kjölfar Christos Rozakis varaforseta Mannréttindadómstóls Evrópu. Erindi Herdísar bar titilinn Media Coverage of Criminal Cases. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður, Davíð Þór Björgvinsson dómari, Christos Rozakis dómari og Herdís þorgeirsdóttir tóku þátt í umræðum í pallborði á eftir. Ráðstefnunni verður framhaldið á morgun og lýkur með kvöldverði fyrir fyrirlesara og erlenda gesti í boðimenntamálaráðherra á Hótel Holti. Nánari upplýsingar um fyrirlesara og erindi þeirra má sjá á heimasíðu ráðstefnunnar.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 1.11.2006 | Almanak

Út er komið á vegum lagadeildar Háskólans á Bifröst ritið Bifröst sem er safn fræðigreina á sviði lögræði. Ritið er gefið út í tilefni af útskrift fyrsta árgangs meistaranema í lögfræði við skólann, en árið 2006 brautskráði Háskólinn á Bifröst fyrstu lögfræðingana hér á landi sem koma frá öðrum háskóla en Háskóla Íslands. Var þar brotið blað í sögu menntunar lögfræðinga á Íslandi. Höfundar greina í ritinu eru 21 talsins og eru greinarnar á hinum ýmsu sviðum lögfræðinnar ásamt greinum um laganám á Íslandi og þróun þess. Ritið er rúmlega 600 síður. Ritstjóri varJóhann H. Hafstein en í ritstjórn sátu auk hans Bryndís Hlöðversdóttir og Unnar Steinn Bjarndal. Ritið verður selt í Bóksölu stúdenta í Reykjavík og á Bifröst og kostar 6.900 krónur. Grein Herdísar Þorgeirsdóttur prófessors í ritinu Bifröst ber titilinn: Togstreita markaðar og réttarríkis.