Viðtal vegna Tengslanets-ráðstefnu 2010

Viðtal vegna Tengslanets-ráðstefnu 2010

herdís og barbara ehrenreich

Með rithöfundinum Barbara Ehrenreich.

Ráðstefnan Tenglanet – völd til kvenna, verður haldin í fimmta sinn dagana 27-28 maí næstkomandi. Frumkvöðull ráðstefnunnar er Dr. Herdís Þorgeirsdóttir prófessor og forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga. Þegar ráðstefnan var haldin fyrir tveimur árum sló hún met í þátttöku. Í ár verður bandaríski metsölurithöfundurinn, Barbara Ehrenreich, aðalfyrirlesari ráðstefnunnar.

Herdís Þorgeirsdóttir segir það mikinn feng fyrir ráðstefnuna að fá Barböru Ehrenreich til að halda fyrirlestur.

Hún þykir einn áhugaverðasti rithöfundur sem nú er á sjónarsviðinu Bandaríkjunum  og á erindi, ekki síst til kvenna, á tímum sem nú. Hún er hámenntaður líffræðingur – doktor í líffræði, en hefur í áranna rás beitt sér fyrir réttindum kvenna. Hún skrifaði í MS tímaritið, er nú fastur dálkahöfundur í stórblaðinu New York Times,  fastagestur í vinsælum spjallþáttum og metsölurithöfundur. Bók hennar Nickel and Dimed vakti athygli víða um heim þegar hún kom út fyrir nokkrum árum en þegar hún skrifaði þá bók brá hún sér í hlutverk gengilbeinu og starfaði sem slík til að staðreyna hvernig ekki væri unnt að komast af á launum þeirra. Blaðamannaskóli New Yorkháskóla skipaði bókinni á bekk með áhugaverðustu ritum á sviði rannsóknarblaðamennsku undanfarin tíu ár.

Finnst þér ráðstefnan hafa stuðlað að því að bæta stöðu kvenna í samfélaginu?

Fyrsta tengslanetsráðstefnan var haldin 2004 og vakti strax mikla athygli þar sem hana sóttu konur úr öllu litrófi stjórnmála og starfsstétta. Það gætti sterkra hughrifa samstöðu á fyrstu ráðstefnunni eins og konur áttuðu sig á því að saman gætu þær áorkað meiru en í smáum hópum. Tengslanetið var haldið aftur að ári og alltaf óx þátttakan þar til að það varð sprenging 2008 þegar hátt í fimm hundruð sóttu tengslanetið.
Frægir einstaklingar eins og rithöfundurinn og baráttukonan Germaine Greer hafa verið lykilfyrirlesarar – en það er ekki síst hin fjölbreytta samsetning fyrirlesara úr öllum áttum íslensks samfélags sem skapar dýnamíkina. Umfjöllunarefni í dagskrá er þaulhugsað og fjölbreytt en einnig þannig framsett að það nær til allra. Fyrirlesarar eru með ólíkan bakgrunn – hver talar að meðaltali í 10 mínútur í panel með fjórum til fimm öðrum um ákveðið efni og síðan tekur við næsti panell með annað umfjöllunarefni. Þetta eru snörp umskipti, salurinn hrífst allur með – umræður í kjölfar hvers panels og svigrúm til samræðna inn á milli.
Ráðstefnan sendi frá sér ályktanir (2004, 2005 og 2006) sem höfðu áhrif á löggjöf; afnám launaleyndar á vinnustöðum sem kom inn í jafnréttislögin nr. 10/2008, jafnræði í stjórnum opinberra hlutafélaga 2006 o.s.frv.
Tengslanetsráðstefnan er orðin afl með óbeinum hætti – hún undirstrikar þann kraft sem leiðir af samskiptum sem þessum og hún hefur valdið viðhorfsbreytingu í samfélaginu þótt enn sé langt í land.

Hvað veldur því að konur verða undir í baráttunni við karlana?

Ef ætlunin er að ná fram réttindum kvenna – sem eru sjálfsögð mannréttindi og eru í þágu samfélagsins alls  – verða konur að taka þessu hlutverki alvarlega. Ég held að jafnréttishugtakið hafi verið misnotað þannig að stofnanir, fyrirtæki og flokkar telja sig ekki boðlega á markaði nema að skreyta sig með þessu en meina ekki nógu mikið með því. Launamunur kynjanna er viðvarandi og allt of mikill. Konur eiga rétt á sömu launum fyrir sömu störf og þær eiga að koma að ákvarðanatöku og mótun samfélags með jöfnum hætti og karlar.
Í nýskipaðri stjórn David Cameron í Bretlandi í dögun nýrrar aldar, þar sem uppstokkun í hina pólitíska umhverfi er brýn nauðsyn, sitja tuttugu karlar og aðeins fjórar konur. Formenn þriggja stjórnmálaflokka af fjórum hér eru karlar; karlar stýra helstu fjölmiðlum, ríkisútvarpsstjóri er karl, fréttarstjórarnir karlar og stjórnendur pólitískra umræðuþátta karlar; yfirmenn í réttarkerfinu eru karlar; formenn samtaka á vinnumarkaði eru karlar; þeir tróna alls staðar á toppunum í rústunum. Þessir sömu karlar ráða gjarnan hvaða konur fá að koma upp á dekk. Konur eiga iðulega frama sinn í pólitík, viðskiptum og stjórnsýslu undir körlum og þurfa því að spila með á þeirra nótum –  síðan er jafnréttisfánanum flaggað en ekkert gerist, hlutur kvenna batnar ekki og samfélagið er jafn illa statt siðferðilega og pólitískt svo ekki sé nú minnst á efnahagsþáttinn.

Hvernig sérðu hlutverk kvenna fyrir þér í samfélaginu eins og það er í dag?

Jafnréttisbarátta kvenna er ekki barátta gegn körlum heldur barátta fyrir konur, börn og betra samfélag, líka í þágu karla. Baráttan fyrir mannréttindum er barátta í þágu allra.  Við erum öll í þessu saman eins og sagt er. Ég  er ekki fyrir öfgar í þessum efnum; tel að aukin þátttaka kvenna í ákvarðanatöku sé mikilvæg fyrir margra hluta sakir, ekki eingöngu til að styrkja stöðu kvenna til að halda áfram á sömu braut heldur til að rétta hlut kvenna almennt  og skapa réttlátara og betra samfélag. Það er margt sem þarf að endurskoða  til dæmis fyrirkomulag á vinnumarkaði, umönnun barna, staða aldraðra; rekstur samfélagsins í heild. Ég hef í huga orð Abraham Lincoln‘s „right makes might“ en ekki öfugt . Valdið leiðir ekki til réttlætis en réttlætið getur orðið afl. Jafnréttisbaráttan á að stuðla að réttlátara samfélagi þar sem fólki er ekki mismunað á grundvelli kyns, litarháttar, trúar og pólitískra skoðana – en hvarvetna sem litið er heldur misréttið áfram. Konur eiga ekki að óttast að berjast fyrir jafnrétti eða telja sjálfum sér trú um að það sé ekki til staðar af því að þær sjálfar hafi ekki orðið fyrir því að vera mismunað eða af því að þeim gangi svo vel „í heimi karlanna“ og þetta „kvenna-eitthvað“ sé ekki fyrir þær.  Jafnrétti er mál sem snertir okkur allar – okkur öll og ef við sinnum ekki þeirri borgaralegu skyldu að standa vörð um grundvallarréttindi þá bitnar það á okkur síðar. Það tapa allir þegar réttlæti er fyrir borð borið – við vitum það nú.

Heldur þú að efnahagshrunið muni styrkja stöðu kvenna?

Efnahagshrunið markar endalok ákveðins kerfis, ákveðins hugarheims og ákveðins óréttlætis sem viðgekkst í skjóli þöggunar þar sem staðinn var vörður um ákveðna hagsmuni jafnvel undir því yfirskini að verið væri að verja ákveðin gildi, ákveðna hugmyndafræði eins og einstaklingsfrelsi. Það fyrirkomulag sem hefur fengið að þróast hér óáreitt þar til ósköpin dundu yfir á lítið skylt við þau grunngildi sem stjórnskipun okkar, fengin í arf frá frelsisbaráttu 18. aldar, byggir á.
Ef konur koma að endurreisn og uppbyggingu með nýtt gildismat, áherslu á dyggðir, heilindi og réttlæti þá er það til góðs – en eingöngu ef þær koma að sem þjónandi afl í þágu almennings. Spurningin ætti að snúast um það hvort efnahagshrunið skili okkur betra samfélagi. Sterkari staða kvenna leiðir vonandi til þess.

Yfirskrift Tenglanetsins í ár er SINNASKIPTI, SAMSKIPTI & HUGREKKI. Hvers vegna?

Konur þurfa að taka til sinna ráða – ekki bíða eftir molum eða því sem þeim er útdeilt af kerfinu sem stýrt er af körlum. Þær þurfa að vera virkar í sköpun nýs samfélags á rústum þess gamla. Þær þurfa að hafa sjálfstraust til að standa upp og berjast fyrir því sem þær telja rétt og megi betur fara – þær þurfa að gera slíkt á eigin forsendum – og þær þurfa á hver annarri að halda en ekki til að búa til nýja klíku.
Það þarf hugrekki til að fylgja sannfæringu sinni. Hugrekki er forsenda frelsis. Það þarf hugrekki til að komast í gegnum mótlæti og mæta andstöðu. Það krefst hugrekkis að tala hreint út en það þarf líka hugrekki til að hlusta og meðtaka nýjar hugmyndir. Það þarf hugrekki til að sleppa takinu af því sem er að draga mann niður. Þema ráðstefnunnar vísar í borgaralegt hugrekki – að standa gegn óréttlæti – en ekki endilega hugrekkið sem Hemingway skilgreindi sem „reisn í erfiðleikum“ þótt frábær sé.

Hvað drífur þig áfram?

Spái lítið í það. Reyni eins og vonandi flestir að komast yfir þær hindranir sem við blasa hverju sinni. Mamma sagði mér sögu frá því að ég var pínulítil og foreldrar mínir bjuggu í sama húsi og amma og afi. Þá vaknaði ég á undan öðrum og rogaðist með stól að svefnherbergi ömmu og afa. Klifraði upp á stólinn og bankaði síðan. Hún sagði að ég hefði viljað standa jafnfætis þegar þau opnuðu til að bjóða góðan daginn. Hún segir líka að ég hafi verið fljót á fætur þegar ég hrasaði sem barn og haldið áfram. Mér finnst í sjálfu sér ekki merkilegt að spá í það hvað drífur mann áfram þegar maður stendur ekki frammi fyrir alvöru hindrunum eins og að vera í hjólastól eða blindur. Standi ég frammi fyrir einhverjum hindrunum – er þá ekki bara rétt að ná í gamla stólinn og stíga upp á hann og ímynda sér að maður sé jafnhár veggnum sem við blasir.
Í fullri hreinskilni; það eru til hindranir sem enginn fær ráðið við og þá treystir maður guðlegri forsjá. Svo eru til hindranir sem stafa af óvild eða einhverju miður góðu og þær vinna bug á sér sjálfar. Loks eru til hindranir sem maður reisir sjálfur og það þarf kannski mest hugrekki til að yfirstíga þær.

Ný bók um frelsi fjölmiðla

Ný bók um frelsi fjölmiðla

Freedom of the PressÚt er komin hjá Ashgate í Bretlandi ný bók: Freedom of the Press, ritstýrt af Eric Barendt prófessor við lagadeild University College i London. Í bókina hefur hann fengið helstu fræðimenn á sviði tjáningarfrelsis í heiminum (eins og hann orðar það) til að fjalla um hinar ýmsu hliðar tjáningarfrelsis. Í bókinni eru kaflar eftir bandaríska og breska fræðimenn auk kafla eftir Herdísi Þorgeirsdóttur.

Sjá hér.

Bringing together the most seminal articles written by leading international experts, this volume discusses all aspects of freedom of the press. The papers in the first part of this volume discuss the meaning of press freedom and its relationship to freedom of speech, while those in the second part discuss the extent to which self-regulation is a satisfactory alternative to legal controls. The essays in parts III and IV explore the various solutions adopted in the USA and in some Commonwealth countries to balancing the freedom of the press and other media against the laws of libel and privacy. They discuss, among other issues, the question whether courts should apply the same constitutional principles to privacy actions as those developed in libel law and how far celebrities are entitled to claim privacy rights when they are photographed in public places.

  • Contents: Introduction; Part I Press Freedom and Freedom of Expression: Or of the press, Potter Stewart; A preferred position for journalism?, Anthony Lewis; The independent significance of the press clause under existing law, C. Edwin Baker; Freedom of the press: ownership and editorial values, Thomas Gibbons. Part II Self-Regulation of the Press: Press councils: the answer to our 1st Amendment dilemma, John A. Ritter and Matthew Leibowitz; Privacy jurisprudence of the Press Complaints Commission, Louis Blom-Cooper and Lisa R. Pruitt; Self-censorship among journalists: a (moral) wrong or a violation of ECHR law?, Herdís Thorgeirsdóttir. Part III Freedom of the Press and Libel Law: Libel and press self-censorship, David A. Anderson; Freedom of speech and defamation: developments in the common law world, Adrienne Stone and George Williams; Lange and Reynolds qualified privilege: Australian and English defamation law and practice, Andrew T. Kenyon. Part IV Freedom of the Press and Privacy: The right to speak from Times to Time: 1st Amendment theory applied to libel and misapplied to privacy, Melville B. Nimmer; Privacy and the press, Eric Barendt; Privacy and the reasonable paranoid: the protection of privacy in public places, Elizabeth Paton-Simpson; Privacy and speech, Paul Gerwitz; Is Von Hannover v. Germany a step backward for the substantive analysis of speech and privacy interests?, M.A. Sanderson; Name index.

Icelandic lawyer elected President of European Women Lawyers’ Association

Icelandic lawyer Dr. Herdís Thorgeirsdóttir was elected president of the European Women Lawyer’s Association (EWLA) during the association’s 9th congress in Reykjavík last weekend.

Dr. Thorgeirsdóttir is the association’s third president. Approximately 150 people attended the congress, which was addressed by 35 speakers, Fréttabladid reports.

EWLA was founded in 2000 as a platform for women lawyers in Europe, intended to influence legislation and politics in EU and EEA member states on the basis of gender equality.