Herdís á Egilsstöðum

Herdís á Egilsstöðum

Í húsinu sem langafi minn, Jón Bergsson, reisti á Egilsstöðum. Var í lok 19. aldar eitt stærsta steinhús á Íslandi. Nú rekur afkomandi hans þar hótel. Sveinn Jónsson, frændi minn, stóð fyrir fundi á Egilsstöðum.

herdís á egilsstöðum

 

Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi á Vestfjörðum

Herdís Þorgeirsdóttir frambjóðandi til embættis forseta Íslands er á ferð um Vestfirði til að heilsa upp á kjósendur og kynna framboð sitt. Hún fór víða um í góða veðrinu í gær, allt frá Patreksfirði til Ísafjarðar og hitti fyrir bæði heimamenn og ferðafólk. Í dag heldur hún áfram til Hólmavíkur og norður í land. Herdís leggur höfuðáherslu á hlutverk forseta Íslands sem málsvara mannréttinda og lýðræðis. Forsetakosningar verða laugardaginn 30. júní. Þeir sem vilja kynna sér framboð Herdísar geta farið á heimasíðu hennarherdis.is eða á feisbókina.