Kennsla við lagadeild háskólans í Tbilisi

Kennsla við lagadeild háskólans í Tbilisi

10Með laganemum við Tibilisi háskóla í september 2012.

Nýlega fékk nemandi minn við lagadeild háskólans í Tibilisi styrk frá sænska ríkinu til að stunda nám í mannréttindum við lagadeild Lundarháskóla. Við ríkisháskólann í Tibilisi í Georgíu eru um 18 þúsund nemendur. Ég hef undanfarið kennt námskeið i mannréttindum við lagadeildina.

22

Framboð til forsetakjörs

Framboð til forsetakjörs

herdís forsetaframboðUm framboð Herdísar Þorgeirsdóttur til forsetakjörs er fjallað í sérstökum kafla hér á heimasíðunni, þá sérstaklega þau málefni, sem hún lagði áherslu á í þágu lýðræðis og mannréttinda – í greinaskrifum og viðtölum.

 

Á kjördag

Á kjördag

herdís og brúðgumi 30 jún 2012Mikið fjör búið að vera á kosningamiðstöð Herdísar Þorgeirsdóttur í dag. Þessi brúðgumi, Rúnar Örn Rafnsson, sem verið var að steggja, var meðal fjölmargra gesta, sem komu við í kosningakaffi.

Herdís búin að greiða atkvæði

Herdís búin að greiða atkvæði

herdís í kjörklefaHer­dís Þor­geirs­dótt­ir for­setafram­bjóðandi greiddi laust fyr­ir há­degi at­kvæði í Ráðhúsi Reykja­vík­ur.

Í grein í Morg­un­blaðinu í dag sagði hún þess­ar for­seta­kosn­ing­ar vera mik­il­væg­ar. „At­kvæði þitt get­ur ráðið því hvort við kveðjum Ísland hruns og for­heimsk­un­ar; Ísland út­rás­ar­vík­inga og vit­leysu; ástand þar sem sum­ir urðu vellauðugir í bólu, sem við flest og börn­in okk­ar verðum að greiða dýru verði með skött­um, vöxt­um og verðtrygg­ingu.“

Hún sagði Íslend­inga standa á tíma­mót­um og það væri í okk­ar hönd­um að ákveða hvernig sam­fé­lag við vild­um end­ur­reisa á rúst­um hruns­ins. „Það þarf hug­rekki til að segja: Hingað og ekki lengra. Það þarf hug­rekki til að standa gegn þeim virkj­um sem pen­inga­öfl­in reisa með ítök­um sín­um í póli­tík og pressu sem síðan hafa jafn­vel áhrif á pró­fess­ora og rit­færa penna. Skyldi því nokk­urn undra að al­menn­ing­ur sé átta­villt­ur.“