by Herdís Þorgeirsdóttir | 17.09.2012 | ALMANAK
Með laganemum við Tibilisi háskóla í september 2012.
Nýlega fékk nemandi minn við lagadeild háskólans í Tibilisi styrk frá sænska ríkinu til að stunda nám í mannréttindum við lagadeild Lundarháskóla. Við ríkisháskólann í Tibilisi í Georgíu eru um 18 þúsund nemendur. Ég hef undanfarið kennt námskeið i mannréttindum við lagadeildina.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 4.07.2012 | ALMANAK
Um framboð Herdísar Þorgeirsdóttur til forsetakjörs er fjallað í sérstökum kafla hér á heimasíðunni, þá sérstaklega þau málefni, sem hún lagði áherslu á í þágu lýðræðis og mannréttinda – í greinaskrifum og viðtölum.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 30.06.2012 | ALMANAK
Mikið fjör búið að vera á kosningamiðstöð Herdísar Þorgeirsdóttur í dag. Þessi brúðgumi, Rúnar Örn Rafnsson, sem verið var að steggja, var meðal fjölmargra gesta, sem komu við í kosningakaffi.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 30.06.2012 | ALMANAK
Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi greiddi laust fyrir hádegi atkvæði í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Í grein í Morgunblaðinu í dag sagði hún þessar forsetakosningar vera mikilvægar. „Atkvæði þitt getur ráðið því hvort við kveðjum Ísland hruns og forheimskunar; Ísland útrásarvíkinga og vitleysu; ástand þar sem sumir urðu vellauðugir í bólu, sem við flest og börnin okkar verðum að greiða dýru verði með sköttum, vöxtum og verðtryggingu.“
Hún sagði Íslendinga standa á tímamótum og það væri í okkar höndum að ákveða hvernig samfélag við vildum endurreisa á rústum hrunsins. „Það þarf hugrekki til að segja: Hingað og ekki lengra. Það þarf hugrekki til að standa gegn þeim virkjum sem peningaöflin reisa með ítökum sínum í pólitík og pressu sem síðan hafa jafnvel áhrif á prófessora og ritfæra penna. Skyldi því nokkurn undra að almenningur sé áttavilltur.“