Umdeild ákvæði tyrkneskra hegningarlaga

Umdeild ákvæði tyrkneskra hegningarlaga

Fulltrúar Feneyjanefndar í Ankara: Jörgen Sörensen, Herdís Þorgeirsdóttir, Thomas Markert og Sarah Cleveland.

Fulltrúar Feneyjanefndar í Ankara: Jörgen Sörensen, Herdís Þorgeirsdóttir, Thomas Markert og Sarah Cleveland.

Sérfræðingar frá Feneyjanefnd (Nefnd Evrópuráðsins um lýðræði með lögum) fóru til Ankara í Tyrklandi til fundar við stjórnvöld; ráðherra, dómara, saksóknara og fleiri vegna umdeildra ákvæða tyrkneskra hegningarlaga sem nefndin skoðar að beiðni þingmannasamkundu Evrópuráðsins. Ástandið í Tyrklandi er mjög alvarlegt.

Um 1.200 fræðimenn sem starfa í Tyrklandi gagnrýndu framgöngu tyrkneska hersins gegn Kúrdum, í áskorun til tyrkneskra stjórnvalda. Margir þeirra hafa nú verið hnepptir í varðhald á grundvelli þeirra laga sem nefndin er að skoða. Fræðimennirnir kröfðust þess að endir yrði bundinn á vargöld á svæðum Kúrda. Stjórnvöld eru sökuð um að stefna að fjöldamorði á Kúrdum og reyna að hrekja þá á vergang.
 Auk tyrkneskra fræðimanna, skrifðu nokkrir þekktir erlendir fræðimenn undir skjalið. Þeirra á meðal er málfræðingurinn Noam Chomsky og heimspekingurinn Slavoj Žižek.

Tyrkneskir her- og lögreglumenn hafa mánuðum saman barist við skæruliða PKK – Verkamannaflokks Kúrdistans – í suðausturhluta landsins. Þá hafa sprengjuárásir verið gerðar á bækistöðvar PKK í Írak. Umsátursástand hefur verið undanfarna mánuði í mörgum borgum og bæjum á svæðinu. Mannréttindasamtök segja að yfir eitt hundrað almennir borgarar hafi fallið í aðgerðunum.

Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdoğan hefur brugðist reiður við áskorun fræðimannanna. Saksóknari í Tyrklandi hefur nú hafið rannsókn á þeim sem skrifa undir skjalið. Fólkinu er gefið ýmislegt að sök. Meðal annars að dreifa áróðri hryðjuverkamanna; kynda undir hatri; hvetja til lögbrota; og móðga tyrkneska ríkið. Erdoğan hefur sjálfur sakað fræðimennina um föðurlandssvik.

Sjá hér umfjöllun um heimsókn Feneyjanefndar í stjórnlagadómstól Tyrklands.

Herdís og Kemal Ataturk lítil

Alls staðar hanga myndir af Mustafa Kemal Atatürk stofnanda og fyrsta forseta Tyrklands nútímans. Hann fór fyrir sæmilega friðsamri byltingu í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar þar sem höfuðborgin var flutt frá Istanbúl til Ankara og keisaraveldið afnumið. Hann stóð fyrir því að gera Tyrkland vestrænna en það hafði verið, innleiddi latneskt stafróf fyrir tyrknesku, lét banna fjölkvæni og jók hlut kvenna í opinberu lífi.

herdis-i-stjornlagadomstol-tyrklands-jan-2016

Heimsókn í stjórnlagadómstól Tyrklands. Forseti dómstólsins, Herdís Þorgeirsdóttir, Sarah Cleveland og starfsmenn dómstólsins.

 

 

 

 

 

Endurkjörin varaforseti Feneyjanefndar

Endurkjörin varaforseti Feneyjanefndar

 

Herdís ný stjórn Feneyjanefnar 2015

Á meðfylgjandi mynd eru nýkjörnir varaforsetar ásamt forsetanum Gianni Buquicchio, talið f.v. Christopher Grabenwarter dómari við stjórnlagadómstól Austurríkis, Hanna Suchocka lagaprófessor og fyrrum forsætisráðherra Póllands, Gianni Buquicchio forseti nefndarinnar frá 2009 og Herdís Þorgeirsdóttir.

Dr. Herdís Þorgeirsdóttir var endurkjörin varaforseti nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum, betur þekkt sem Feneyjanefndin, hinn 20. desember s.l. og var hún sú eina af þremur varaforsetum kjörnum í síðustu kosningum 2013 sem hlaut endurkjör.

Feneyjanefndin nýtur mikillar virðingar á alþjóðavettvangi en hún er ráðgefandi aðili Evrópuráðsins um stjórnskipuleg málefni og gætir áhrifa hennar gæti langt út fyrir raðir Evrópuráðsins. Hlutverk Feneyjanefndar er að ráðleggja aðildarríkjum og aðstoða þau við að aðlaga löggjöf og stofnanir til samræmis við evrópsk og alþjóðleg viðmið á sviði lýðræðis, mannréttinda og réttarríkis. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vitnað til álita Feneyjanefndar í tugum dómsmála undanfarin ár.

Aðild að Feneyjanefnd eiga 60 ríki, þar af öll 47 aðildarríki Evrópuráðsins auk Bandaríkjanna, Brasilíu, Chile, Perú, Mexíkó, Ísraels, Suður-Kóreu, Alsírs, Marokkó, Túnis og nokkurra ríkja í mið-Asíu. Fimm ríki eiga óformlega aðild að Feneyjanefnd, þ.á m. Kanada og Suður-Afríka. Framkvæmdastjórn Evrópuráðsins og Efnahags, öryggis og samvinnustofnun Evrópu taka þátt í aðalfundum nefndarinnar, sem haldnir eru ársfjórðunglega í Feneyjum.

Í nefndinni eiga sæti lögfræðingar skipaðir af aðildarríkjum en sem starfa sjálfstætt og óháð þeim. Forseti nefndarinnar er Ítalinn Gianni Buquicchio sem hefur verið forseti frá 2009. Herdís var skipuð aðalfulltrúi Íslands í Feneyjanefnd 2010 og hefur gegnt mikilvægum störfum fyrir nefndina síðan bæði sem sérfræðingur á sviði mannréttinda og stjórnskipunar og undanfarin ár sem varaforseti í samskiptum við aðildarríkin. Hún er doktor í lögum frá lagadeild háskólans í Lundi og með M.A.L.D. gráðu í þjóðarétti og alþjóðastjórnmálum frá Fletcher School of Law í Boston. Hún er í hópi þekktra fræðimanna alþjóðlega á sviði tjáningarfrelsis. Herdís var skipuð prófessor við lagadeild háskólans á Bifröst 2004 en starfar nú sem lögmaður. Hún hefur verið kjörin til fleiri trúnaðarstarfa alþjóðlega; var í tvígang kjörin forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga og er í stjórn evrópsku lagaakademíunnar frá 2012.

Sjá frétt á heimasíðu Evrópuráðsins og utanríkisráðuneytisins og á visir.is.

(Á meðfylgjandi mynd eru nýkjörnir varaforsetar ásamt forsetanum Gianni Buquicchio, talið f.v. Christopher Grabenwarter dómari við stjórnlagadómstól Austurríkis, Hanna Suchocka lagaprófessor og fyrrum forsætisráðherra Póllands, Gianni Buquicchio forseti nefndarinnar frá 2009 og Herdís Þorgeirsdóttir.)

image002

Ásamt -Roberto de Figueiredo Caldas forseta milliríkjadómstóls Ameríkuríkja á sviði mannréttinda (Inter-American Court of Human Rights) sem er með aðsetur í Costa Rica. Sjálfur er hann frá Brasilíu þar sem hann var lögmaður.

 

Starfsfélagi í Feneyjanefnd

Starfsfélagi í Feneyjanefnd

Herdís sarah clevelandMeðfylgjandi mynd er af tveimur fulltrúum í Feneyjanefnd; a.v. Herdísi Þorgeirsdóttur frá Íslandi og h.v.  fulltrúa Bandaríkjanna Söru Cleveland á fundi undirnefndar um grundvallaréttindi 18. desember s.l.  Sara Cleveland er prófessor við lagadeild Columbia-háskólans í New York. Hún er framúrskarandi fræðimaður og starfar náið með tveimur mjög þekktum konum; önnur er Hillary Clinton, sem nú keppir eftir útnefningu demókrata um að verða forsetaefni og hin er samkennari hennar í mannréttindanámskeiði við lagadeildina í Columbia en það er Amal Clooney, mannréttindalögfræðingur sem sviðsljósið beindist að þegar hún giftist leikaranum George Clooney.

Santiago, Chile: Samanburður á vernd hinna berskjölduðu

Santiago, Chile: Samanburður á vernd hinna berskjölduðu

Til vinstri á myndinni er Roberto de Figuereido Caldas, forseti Milliríkjadómstóls Ameríkuríkja (frá og með janúar 2016) og honum við hlið er Gianni Buquicchio, forseti Feneyjanefndar. Aðrir á myndinni eru forseti stjórnlagadómstóls Chile, forseti hæstaréttar Brasilíu, Herdís Þorgeirsdóttir og við enda borðs til vinstri glittir í spænska dómarann við Mannréttindadómstól Evrópu, Luis López Guerra. Til hægri sést fremst Veronica Bilkova fulltrúi í Feneyjanefnd frá Tékklandi; þá Juan José Romero Guzman, fulltrúi í Feneyjanefnd frá Chile og Michael O’Boyle þekktur fræðimaður á sviði mannréttinda, áður hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Honum við hlið situr Grainne McMorrow frá Írlandi.

Var með framsögu á alþjóðlegri ráðstefnu um stjórnskipulega vernd hópa sem eru berskjaldaðir fyrir fátækt, heilsuleysi eða vegna æsku eða elli. Ráðstefnan var haldin af Stjórnlagadómstól Chile í samvinnu við Feneyjanefnd, nefnd Evrópuráðsins um lýðræði með lögum dagana 4. -5. desember. Ráðstefnuna sóttu forsetar æðstu dómstóla Rómönsku Ameríku, þ.á m. Milliríkjadómstóls Ameríku sem er staðsettur í Costa Rica sem var settur á fót í kjölfar fullgildingar Mannréttindasáttmála Ameríkuríkja árið 1978. Í dómstólnum sitja sjö dómarar, sem hver um sig er tilnefndur og kosinn til sex ára í senn. Er það í höndum aðildarríkja mannréttindasáttmálans að kjósa dómara. Hver dómari má einungis vera endurkjörinn einu sinni.

Herdis Ricardo Lewandovski

Með forseta Hæstaréttar Brasilíu, Ricardo Lewandowski í hádeginu í dag. Hann stundaði einnig nám við Fletcer School of Law in Diplomacy í Boston eins og ég – aðeins á undan.

Gerður var m.a. samanburður á dómaframkvæmd Milliríkjadómstóls Ameríku og Mannréttindadómstóls Evrópu. Kom í minn hlut að skýra frá dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu í málum barna og aldraðra.

Grainne

Alberto Perés dómari við hæstarétt Uruguai, Grainne McMorrow fulltrúi í Feneyjanefnd frá Írlandi og Josep Maria Castella Andreu, fulltrúi í Feneyjanefnd frá Spáni.

Í Mannréttindasáttmála Ameríkuríkja, sem er yngri en Mannréttindasáttmáli Evrópu er sérstakt ákvæði um vernd barna. Slíku er ekki fyrir að fara í Mannréttindasáttmála Evrópu en samkvæmt dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu eru aðildaríkjunum 47 lagðar ríkar skyldur á herðar er kemur að vernd barna.

 

Jöfn tækifæri á stjórnmálavettvangi

Jöfn tækifæri á stjórnmálavettvangi

herdis tbilisi í panel

 

Var einn af fyrirlesurum á ráðstefnu um jafnrétti kynjanna á stjórnmálavettvangi sem haldin var í Tbilisi í Georgíu. Ræddi meðal annars um sérstakar, tímabundnar ráðstafanir til að flýta fyrir því að raunverulegt jafnrétti karla og kvenna náist enda teljist slíkt ekki mismunun eða hafi í för með sér að ójöfnum eða ólíkum skilyrðum sé viðhaldið. Talaði einnig við opnun ráðstefnunnar af hálfu Feneyjanefndar sem stóð að henni ásamt kjörstjórn Georgíu.

Ræddi m.a. staðalímyndir, hlut kvenna í fjölmiðlum o.fl.

On November 25-26, the Central Election Commission (CEC) of Georgia in close cooperation with Venice Commission of the Council of Europe hosts the regional conference on “Gender Equality in Electoral Processes”. Tamar Zhvania, the CEC Chairperson, together with Khatuna Totladze, Deputy Minister of Foreign Affairs of Georgia, Cristian Urse, Head of the Council of Europe Office in Georgia, Herdis Thorgeirsdottir, Vice-President of the Venice Commission and Shombi Sharp, UNDP Deputy Resident Representative in Georgia made opening remarks at the conference.