Gagnsæi um fjárframlög til félagasamtaka

Gagnsæi um fjárframlög til félagasamtaka

Fulltrúar Feneyjanefndar, Richard Clayton (t.v) og Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir ásamt lögfræðingi sem starfar fyrir nefndina í Strassbourg, Ziya Tanjar og Alice Thomas sem er mannréttindalögfræðingur og hefur starfað hjá ODIHR. Myndin er tekin í þinghúsinu í Búkarest, sem er önnur stærsta opinbera byggingin í heiminum, á eftir Pentagon.

Sérfræðingar á vegum Feneyjanefndar, þ.á m. dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir,  fara um þessar mundir yfir fyrirhugaðar breytingar á lögum í Rúmeníu sem eiga að auka gagnsæi varðandi fjárframlög til félagasamtaka.  Það var þingmannasamkunda Evrópuráðsins í Strassborg sem fór þess á leit við Feneyjanefnd að hún skilaði áliti um frumvarpsdrögin sem borið verður undir aðalfund nefndarinnar í mars. Fulltrúar Feneyjanefndar, Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir og Richard Clayton frá Bretlandi ræddu við fulltrúa í öldungadeild þingsins í Rúmeníu sem standa að frumvarpinu, fulltrúa stjórnvalda og forseta og dómara við stjórnlagadómstólinn í byrjun febrúar.

Kjörin í næst-æðsta embætti Feneyjanefndar

Kjörin í næst-æðsta embætti Feneyjanefndar

Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir hefur verið kjörin næstæðsti stjórnandi Feneyjanefndar. Á aðalfundi nefndarinnar nú í desember var Herdís kjörin fyrsti varaforseti nefndarinnar en hún hafði í tvígang verið kjörin ein þriggja varaforseta hennar.

Feneyjanefndin er ráðgefandi aðili Evrópuráðsins um stjórnskipuleg málefni og gætir áhrifa hennar langt út fyrir raðir þess. Hlutverk Feneyjanefndar er að ráðleggja aðildarríkjum og aðstoða þau við aðlaga löggjöf og stofnanir til samræmis við evrópsk og alþjóðleg viðmið á sviði lýðræðis, mannréttinda og réttarríkis. Mannréttindadómstóll Evrópu, sem og æðstu dómstólar aðildarríkja, hafa vitnað til álita nefndarinnar í tugum dómsmála undanfarin ár.

Aðild að Feneyjanefnd eiga 61 ríki, þar af öll 47 aðildarríki Evrópuráðsins auk Bandaríkjanna, Brasilíu, Chile, Perú, Mexíkó, Ísraels, Suður-Kóreu, Alsírs, Marokkó, Túnis og nokkurra ríkja í Mið-Asíu.

Í nefndinni eiga sæti lögfræðingar skipaðir af aðildarríkjum en sem starfa sjálfstætt og óháð þeim. Forseti nefndarinnar er Ítalinn Gianni Buquicchio sem hefur verið forseti frá 2009.

Herdís var skipuð aðalfulltrúi Íslands í Feneyjanefnd 2010 og hefur gegnt störfum fyrir nefndina síðan bæði sem sérfræðingur á sviði mannréttinda og stjórnskipunar og undanfarin ár sem varaforseti í samskiptum við aðildarríkin. Hún var fyrst kjörin ein þriggja varaforseta 2013 og sú eina sem var endurkjörin aftur 2015.

Herdís er doktor í lögfræði og var fyrsti prófessorinn sem skipaður var lagadeildina á Bifröst. Hún var forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga 2009-2013 og sat í stjórn ERA, evrópsku lagaakademíunnar í Trier 2012-2015. Auk þess bauð Herdís sig fram til embættis forseta Íslands árið 2012.

Alþjóðleg ráðstefna í Alsír um konur á vinnumarkaði

Alþjóðleg ráðstefna í Alsír um konur á vinnumarkaði

Feneyjanefnd Evrópuráðsins stóð fyrir alþjóðlegri ráðstefnu í Alsír um konur á vinnumarkaði í samvinnu við stjórnlagadómstólinn í Alsír dagana 7. og 8. nóvember. Herdís Kjerulf Þorgeirdóttir varaforseti Feneyjanefndar opnaði ráðstefnuna ásamt Mourad Medelci forseta stjórnlagadómstólsins og Ghania Eddalia ráðherra félags- og fjölskyldumála. Fjölmargir þátttakendur voru á ráðstefnunni þ.á m. sérfræðingar frá Arabaheiminum: Marokkó, Túnis, Jórdan, Líbanon og Alsír. Einnig sátu ráðstefnu af hálfu jafnréttisnefndar Evrópuráðsins sérfræðingar frá Hollandi, Frakklandi og frá Íslandi Rósa Guðrún Erlingsdóttir, deildarstjóri jafnréttismála í Velferðarráðuneytinu. Hún lagði áherslu á það í fyrirlestri sínum að Íslendingar stæðu fremstir þjóða í jafnréttismálum og kynnti m.a. innleiðingu staðals um launajafnrétti í  fyrirtækjum með fleiri en 25 starfsmenn.

Women and the labour market – 6th UniDem Med Seminar

07/11/2017 – 08/11/2017

Algiers, Algeria – In cooperation with the Algerian Constitutional Council and the Directorate General of the Civil Service and the Administrative Reform of Algeria (DGFPRA), the Venice Commission is organising, from 7 to 8 November, the 6th UniDem Med Regional Seminar. The seminar entitled “Women and the labor market” will take place in Algiers (Algeria) and will bring together senior officials and experts from Europe and the Southern the Mediterranean – Algeria, Jordan, Lebanon, Morocco, Palestine and Tunisia. The seminar will discuss issues related to the principles of equality, the constitutional and legal framework and good practices in the area of women’s empowerment in the civil service and in the economic sector.

The main objective of the UniDem Med campus (University for Democracy) is to contribute by peer-to-peer exchanges to the modernization of the administration in the South of the Mediterranean by applying the law and consolidating the institutions. The project aims to strengthen the legal capacity of senior officials in areas related to good governance, the rule of law and human rights, as well as to strengthen the links between the public administrations of the region.

The seminar is funded by the joint Council of Europe-European Union program “Towards strengthened democratic governance in the Southern Mediterranean.

Sjá umfjöllun fjölmiðla í Alsír hér .

Einnig hér.

Conférence internationale sur “La femme et le marché de l’emploi” à Alger

http://www.elmoudjahid.com/fr/mobile/detail-article/id/116103

Hlutverk stjórnlagadómstóla við lausn átaka

Hlutverk stjórnlagadómstóla við lausn átaka

Opnaði alþjóðlega ráðstefnu stjórnlagadómstóla fyrir hönd Feneyjanefndar hinn 19. október 2017. Ráðstefnan var haldin fyrir tilstuðlan stjórnlagadómstóls Armeníu og Feneyjanefndarinnar. Megin þemað varðaði hlutverk stjórnlagadómstóla í lausn átaka og voru fyrirlesarar m.a. forsetar stjórnlagadómstóla í Lettlandi, Rússlandi, Belgíu, Suður-Afríku og fleiri ríkja auk forseta stjórnlagadómstóls Armeníu, Gagik Harutuynyan. Í lok ráðstefnunnar áttu forsetar dómstólanna og varaforseti Feneyjanefndar fund með forseta landsins, Serzh Sargsyan.

Hér má sjá ræðu Gagik Harutuynyan forseta stjórnlagadómstóls Armeníu og fyrrum forsætisráðherra landsins.

 

Fjárframlög til félagasamtaka frá erlendum aðilum

Fjárframlög til félagasamtaka frá erlendum aðilum

Skýrði aðalfundi Feneyjanefndar hinn 7. október s.l. frá niðurstöðum af umræðum sérfræðinga víða að um erlend fjárframlög til félagasamtaka.

Á nýafstöðnum aðalfundi Feneyjanefndar Evrópuráðsins (7.-8. okt. s.l.) skýrði ég fundinum frá niðurstöðum umræðna sem áttu sér stað fyrir fundinn með þátttöku fulltrúa Feneyjanefndar, fulltrúa OSCE/ODIHR, fulltrúa frá Evrópusambandinu og fulltrúum félagasamtaka víðsvegar að í Evrópu. Umræðufundur þessi var haldinn vegna beiðni aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins til Feneyjanefndar um að úttekt yrði gerð á lagasetningu varðandi takmarkanir á fjárframlögum erlendra aðila til félagasamtaka. Feneyjanefndin hefur þegar skilað álitum vegna umdeildra laga í Azerbaijan 2011 (sjá hér), Rússlandi árið 2012 þar sem félagasamtökum var gert skilt að skrá sig sem “erlendan umboðsmann” (sjá hér: foreign agent-law) ef þau þægju styrki erlendis frá. Mörg ríki setja skorður við slíkum styrkjum og hefur það færst í vöxt með tilkomu nýrra stjórnvalda í Póllandi og Ungverjalandi. Í júní s.l. samþykkti Feneyjanefndin álit varðandi umdeild lög í Ungverjalandi sem krefjast gagnsæis á slíkum styrkjum erlendis frá, fari þeir yfir ákveðna upphæð, u.þ.b. 25 þúsund evrur. Evrópusambandið hefur sett sig mjög upp á móti þeim lögum og reyndar höfðað mál gegn Ungverjalandi fyrir brot á fjórfrelsinu, frjálsu flæði fjármagns á meðan Feneyjanefndin telur lögin út af fyrir sig ekki brjóta gegn Mannréttindasáttmála Evrópu svo fremi að markmiðið sé lögmætt, þ.e. að slíkt gegnsæi sporni gegn hryðjuverkum og peningaþvætti.  Ekki ríkir einhugur um lögmætt markmið ungversku laganna eins og kom fram í umræðum á fundinum.

Sarah Cleveland og Pieter van Dijk prófessor og fyrrum dómari við Mannréttindadómstól Evrópu sem ég hef unnið mikið með að málum er varða pólitísk og borgaraleg réttindi.

Sarah Cleveland prófessor við Columbiaháskólann í New York og fulltrúi í Feneyjanefnd taldi lög af þessu tagi brjóta gegn friðhelgi félagasamtakanna, félagafrelsinu sjálfu og réttinum til þess að geta tjáð sig án tilgreiningar (anonymous speech). Fulltrúi Evrópusambandsins hvað lög af þessu tagi ekki þjóna almannahagsmunum og fulltrúar félagasamtaka bentu á fælingaráhrif kröfunnar um gagnsæi vegna styrkja á félagasamtök sem ættu allt sitt undir því að fá styrki erlendis frá. Jan Helgesen prófessor við lagadeildina í Osló og fulltrúi í Feneyjanefnd skýrði frá því að þegar unnið var að yfirlýsingu um mannréttindasamtök af hálfu Sameinuðu þjóðanna (sem var 14 ár í smíðum) hefði Nelson Mandela sagt að baráttan gegn aðskilnaðarstefnu í Suður-Afríku hefði aldrei orðið ef ekki hefði komið til erlendur fjárstuðningur. Fidel Castro sagði hins vegar að erlendur fjárstuðningur væri ógn við fullveldi og myndi hafa gert út um kúbverskt sjálfstæði ef slíkt hefði verið leyft. Fulltrúi frá stórum félagasamtökum benti á það að alþjóðleg fyrirtæki sem vildu styrkja félagasamtök hefðu þörf fyrir leynd þar eð þau vildu á sama tíma eiga í góðum samskiptum við stjórnvöld.

Veronika Bilkova sem ég hef unnið með álit varðandi félagafrelsi í Azerbaijan, Rússlandi, Ungverjalandi o.fl.

Eins og ég skýrði frá á aðalfundi Feneyjanefndarinnar náðist ekki samstaða í hringborðsumræðunum um erlend fjárframlög og gagnrýndu sumir afstöðu Feneyjanefndar í álitinu um ungversku gagnsæis-lögin í júní 2016 (sjá hér) að gagnsæi væri í sjálfu sér lögmætt markmið til að skerða félagafrelsið með slíkum kröfum. Benti ég á að stjórnvöldum bæri að tryggja frjálsa pólitíska umræðu í sinni lögsögu og slíkt væri m.a. gert með kröfunni um að gagnsæi þannig að öllum mætti vera ljóst hverjir sæktust eftir að móta hina almennu umræðu á grundvelli hárra fjárframlaga. Á hinn bóginn orkaði tvímælis að bera fyrir sig lögmætt markmið í ákveðnum tilgangi á meðan málflutningur stjórnvalda fæli jafnvel eitthvað allt annað í sér.

Ásamt Simona Granata Menchini, aðstoðar framkvæmdastjóra Feneyjanefndar.

Réttarríki gegn spillingu í Afríku

Réttarríki gegn spillingu í Afríku

Á fundi í dag í Rabat í Marókko þar sem ég kynnti helstu viðmið réttarríkisins eins og Feneyjanefndin hefur sett þau fram fyrir ráðamönnum/konum í Arabaheiminum og ríkjum Afríku sem mörg hver eiga í miklum erfiðleikum vegna mikillar spillingar. En erindi fundarins var barátta gegn spillingu hjá hinu opinbera.

Spilling stjórnvalda, tengsl á milli stórfyrirtækja og kjörinna fulltrúa, tilhneiging til að nýta sér pólitíska stöðu sína til að auðgast, mútur og aðrir þættir sem koma í veg fyrir að samfélag byggt á grunni mannréttinda, réttarríkis og lýðræðis fái þrifist er ein helsta ógn samtímans.
http://www.venice.coe.int/webforms/events/?id=2425 — at Ministère des Affaires étrangères (Maroc).

Ræðan mín er hér:

Rule of Law Checklist pdf- Speech Rabat Marocco July 2017