Ískyggi­lega mik­il áhrif fjár­mála­afla

Ískyggi­lega mik­il áhrif fjár­mála­afla

Her­dís Þor­geirs­dótt­ir for­setafram­bjóðandi seg­ir það flækja mynd­ina þegar fjallað er um stjórn­ar­skrána, þá nýju sem er í smíðum, og stjórn­skip­an að í sam­fé­lag­inu eru öfl sem stöðugt eru að efla áhrif sín. Þetta sagði hún á borg­ar­a­fundi í Iðnó í kvöld.

Hún sagði þessi öfl sterk fjár­mála­öfl og þau væru far­in að hafa ískyggi­lega mik­il áhrif á stjórn­mála­lífið, og hverj­ir kæm­ust til valda, í gegn­um fjöl­miðla. „Þetta er mikið áhyggju­efni,“ sagði hún og vísaði í viðauka við rann­sókn­ar­skýrslu Alþing­is þar sem því var lýst hvernig vald safnaðist á fárra hend­ur.

Að öðru leyti fór Her­dís yfir til­lög­ur stjórn­lagaráðs og stjórn­ar­skrána sem mótuð var í þeirri vinn

Fjölmiðlar eru mikilvægustu tæki lýðræðissamfélaga

Viðtal Maríu Lilju Þrastardóttur við Herdísi Þorgeirsdóttur forsetaframbjóðenda 25. maí 2012 (fyrir Smuguna)

Herdís Þorgeirsdóttir er ein þriggja kvenna í baráttunni um forsetastólinn og sú sem sté fyrst fram. Herdís á mjög fjölbreyttan feril að baki. Hún er doktor í lögfræði, stjórnmálafræðingur, fyrrum ritstjóri og rak sitt eigið fyrirtæki um árabil. Herdís á fjögur börn á aldrinum 15 til 24 sem hún hefur alið upp ein í kjölfar hjónaskilnaðar fyrir rúmum tíu árum.

Hún var skipuð prófessor við lagadeildina á Bifröst 2004 og er nú starfandi lögmaður á sviði mannréttinda og meðeigandi lögfræðistofunnar Vík. Hún er forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga frá 2009 og var endurkjörin 2011. Hún er formaður mannréttindanefndar nefndar Evrópuráðs um lýðræði með lögum. Herdís er frumkvöðull í blaðamennsku, fyrrum ritstjóri Mannlífs og ritstjóri og útgefandi Heimsmyndar. Hún hefur öflugur málsvari jafnréttis og stóð fyrir Tengslanets-ráðstefnunum sem haldnar voru á Bifröst.

–       Afhverju ættir þú að verða forseti og hvernig hyggst þú að nota embættið?

„Ég tel mig ekki aðeins hafa burði og getu til að gegna þessu embætti heldur eigi ég einnig brýnt erindi, sérstaklega á þeim óvissutímum sem við lifum og þá í ljósi reynslu minnar.

Þar sem ég er engum háð, hvorki stjórnmálaflokkum né peningaöflum, verð ég sá forseti sem sameinar þjóðina og þjóðin getur sameinast um.

Þjóðin og þingið treyst því að öll mín framganga mótist af heilindum. Forseti kemur að myndun ríkisstjórna og þá reynir á það að stjórnmálamenn geti treyst honum.

Í öðru lagi er sérsvið mitt stjórnskipun og mannréttindi. Þekking mín á samspili stjórnmálanna og þróun lýðræðis og mannréttinda mikilvæg fyrir þetta embætti og þar mundi ég nýtast þjóðinni best. Ég vil efla samræðu við fólkið í landinu um mannréttindi og mun miðla þekkingu og reynslu á þessu sviði til að ýta undir borgaralegt hugrekki, bægja frá ótta og virkja hinna almenna borgara til þátttöku í lýðræðinu. Það verða engar breytingar í þessu samfélagi nema að fólkið sjálft verði gagnrýnna og áhugasamara um að taka málin meir í sínar hendur en aðeins þannig getur lýðræðið virkað.

Í þriðja lagi hefur mér verið treyst fyrir margvíslegum ábyrgðarstörfum á alþjóðavettvangi og því tel ég mig vel í stakk búna að tala máli þjóðarinnar þar og ef þörf krefur verja hagsmuni hennar á grundvelli réttinda hennar.

Í fjórða lagi bý ég yfir þeirri lífsreynslu, þroska og  auðmýkt að átta mig á því að í þessu embætti er ég fyrst og fremst þjónn þjóðarinnar, hagsmuna hennarog velferðar. Ég mun láta mér annt um fólkið og þetta hlutskipti. Ég myndi við lok ferils míns vilja að börn þessa lands gætu horft bjartari augum til framtíðar í þeirri vissu að allir hafi jöfn tækifæri.

–   Þér finnst ekki að embættið eigi að hverfast um yfirvald?

Nei. Völd geta verið hættuleg og valdafýsnin er sterk. Sá sem valdið hefur gefur það sjaldnast frá sér. Það er margsannað.  Í rannsóknarskýrslu Alþingis kemur til dæmis skýrt fram hvernig auður og völd söfnuðust á fáar hendur og hvernig hinir kjörnu fulltrúar máttu hopa andspænis peningaöflum sem vildu í auknum mæli hafa áhrif á löggjöf og stefnu stjórnvalda. Því fór sem fór en þá ber að spyrja, hvar er þingræðið og þar af leiðandi lýðræðið? Valdið á alltaf að liggja hjá fólkinu í landinu. Sjálf mun ég  ekki sitja lengur sem forseti en í tvö kjörtímabil, í 8 ár, enginn á að sitja lengur í jafn þýðingarmiklu embætti.“

–       Hvað með málskotsréttinn, hvað finnst þér um hann?

„Varðandi heimild forseta að vísa málum í þjóðaratkvæði mótast afstaða mín af því að stjórnarskrána beri að skýra út frá lýðræðinu sem er grundvallarregla. Ef um mikilvæg, umdeild mál er að ræða þar sem ákvörðun er jafnvel óafturkræf  verður að líta til þess að frumuppspretta ríkisvaldsins er sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar.  Málskotsrétturinn krefst þess að forseti Íslands búi yfir góðri dómgreind, innsæi og ábyrgð og að hann sé engum pólitískum eða peningalegum öflum háður. Ég vil að þjóðin viti að þannig mun ég umgangast málskotsréttinn og að hún geti treyst því að ég hafi næga burði til að beita honum ef þörf krefur.

–  Ertu náttúruverndarsinni?

Já. Við þurfum að breyta viðhorfi okkar til þess hvernig við högum okkur gagnvart náttúrunni. Jarðarbúar eru um 7 milljarðar  og þeim fjölgar stöðugt og auðlindanýting er í beinu hlutfalli við þá aukningu. Við verðum að nýta auðlindirnar betur og ganga ekki hraðar á þær en þær endurnýjast. Við verðum að draga úr neyslu enda er hamingjan ekki fólgin í neyslunni nema síður væri. Við verðum að nýta gæði jarðar betur og í allra þágu. Við megum  aldrei gleyma því að við erum öll á sama báti og okkur ber að skila jörðinni til komandi kynslóða í ekki verra ástandi en við tókum við henni. Við megum aldrei ganga þannig á auðlindir okkar að við skerðum rétt komandi kynslóða eða firrum þær tækifærum sem við fengum í arf. Ég vil leggja áherslu á afturhvarf til dyggða og hófsemi, einfaldara en innihaldsríkara lífs. Það er miklu heilbrigðara. Við vitum það öll innst inni.

– Hvað finnst þér um fyrirhugaða leigu Grímstaða á fjöllum?

Ég hef miklar áhyggjur af umsvifum þessa stórveldis hér. Ég vona í öllu falli, fyrst svona er komið, að gengið verði þannig frá samningum að þetta verði ekki fordæmisgefandi.

–       Ertu femínisti?

„Já, ég er femínisti í þeim skilningi að gripið sé til sérstækra aðgerða ef réttur kvenna er virtur að vettugi. Það má ekki mismuna, hvorki konum né öðrum, á grundvelli þátta sem þær eða þeir ráða engu um. Konum er í ofanálag oft mismunað á grundvelli fleiri þátta en kynferðis og staða þeirra í heiminum er almennt mun verri en karla. Þeir eru ríkari og valdameiri og hafa þar af leiðandi möguleika að stjórna skoðanamótun líka, t.d. í gegnum fjölmiðla og viðhalda þar með kerfisbundinni mismunun. Ef konum er  mismunað er börnum mismunað, bæði drengjum og stúlkum.

–       Finnurðu fyrir fordómum sem kvenframbjóðandi?

Mér líður best í „jakkafötum og strigaskóm“, það kallast dragt þegar konur klæðast jakka og buxum í stíl – en þá er ég sögð vera klædd í „power-suit“. Enginn segir þetta um karlana sem eru í forsetaframboði. Þeir eru allir í jakkafötum. Það virðast gerðar sömu útlitskröfur til okkar kvenframbjóðendanna eins og að við værum að keppast við að ná athygli blaða sem fjalla um kónga og drottningar. Við eigum að vera í „lekkerum“ og líflegum pastellitum, hlýjar og móðurlegar.  Það versta er að ég hef séð hörðustu gagnrýnina varðandi útlit kvenframbjóðenda koma frá konum. Við eigum ekki að vera svona niðurnjörvuð í efni, snið og liti. Frekar að velta fyrir okkur hvað fólk og frambjóðendur í þessu tilviki eru að segja; hvort þeir eru sjálfstæðir í hugsun, gagnrýnir og frjóir í anda fremur en útlitspælingum.

Þá eru konur sagðar frekar ef þær stjórna fyrirtæki eða axla ábyrgð af festu en karlar ákveðnir. Svona mætti áfram telja. Við eigum að sýna hvert öðru virðingu óháð útliti, fötum, efnahag eða stöðu.

–       Mikið hefur verið rætt um hlutverk fjölmiðla í kosningabaráttunni og ganga sumir frambjóðenda það langt að segja fjölmiðla taka afstöðu með ákveðnum frambjóðendum, hvað finnst þér um slíkar ásakanir?

„Hlutverk fjölmiðla er fyrst og fremst það að halda opinni, gagnrýninni umræðu á lofti. Fjölmiðlar eru mikilvægasta tæki lýðræðissamfélaga og  mega ekki litast af hagsmunatengslum. Fjölmiðlar verða að vera vakandi, afhjúpandi og leitandi í allri sinni umræðu. Ég veit það hinsvegar af langri  reynslu í blaðamennsku og ekki síst sem útgefandi að slíkt reynist auðvitað erfitt í jafn litlu samfélagi og Ísland er. Hvernig geturðu verið gagnrýnin og jafnvel afhjúpandi í málum sem að snúa mjög líklega að einhverjum sem að tengist þér eða einhverjum sem þú þekkir. Það er líka þannig í samfélögum sem stjórnað er í krafti auðs að eignarhald á stærstu fjölmiðlum er í höndum örfárra.  Flestir fjölmiðlar eiga líka erfitt uppdráttar á eigin viðskiptaforsendum og þeir eru auðveld bráð fyrir  fjársterka aðila. Þannig geta þeir fjársterku stjórnað pólitískri umræðu, útilokað gagnrýni og stjórnað aðgengi aðila, líkt og forsetaframbjóðenda að fréttamiðlum.

Dæmi um þetta er þegar Rubert Murdoch, einn stærsti fjölmiðlaeigandi í heiminum, ákvað að styðja Tony Blair til að verða forsætisráðherra Bretlands í kosningum 1996. Hann bauð honum að nota síðdegisblaðið The Sun og Blair vann kosningarnar. Það varð hins vegar ekkert af lagasetningu til að takmarka samþjöppun á eignarhaldi í fjölmiðla í kjölfar kosninganna.

Ríkisútvarpið á að vera brjóstvörn almennings í lýðræðisríkjum. Framboð mitt sendi frá sér bréf til Ríkisútvarpsins og fór þess á leit að utanaðkomandi aðilum yrði falin umfjöllun um forsetakosningarnar núna vegna þess að tveir lykilstarfsmenn þess koma við sögu þar, frambjóðandi sem hefur um árabil verið á skjánum í Kastljósi og stjórnaði einum vinsælasta sjónvarpsþættinum útsvari og sambýlismaður hennar sem er fréttamaður Ríkisútvarps.  Bent var á að frambjóðandinn hafi lýst því yfir í fréttum víðlesins vefmiðils (pressan.is) þann 5. janúar að hún hugleiddi forsetaframboð. Í byrjun mars gaf hún leyfi sitt fyrir því að taka þátt í skoðanakönnun um hver væri vinsælasti kosturinn til að fara í forsetaframboð og þá var hún enn þá á skjánum. Umræddur starfsmaður Ríkisútvarpsins lýsti yfir framboði til embættis forseta Íslans 4. apríl sl. Í frétt Ríkisútvarpsins um framboðið segir ekkert um hvenær hún lét af störfum hjá

Vigdís Grímsdóttir um skipulegan róg

Vigdís Grímsdóttir um skipulegan róg

Vigdís Grímsdóttir rithöfundur um skipulagðan róg

vigdís grímsdóttirSumir sögðu við suma að sumum hefði ekki líkað við framgöngu Herdísar í menntaskóla: sumum þótti hún þá heldur fín. Sumir svöruðu því til að þeir skildu suma mætavel því sumir hefðu heldur alls ekki þolað Herdísi þegar hún var ritstjóri og vildi sem slíkur stjórna sumum sem vildu alls ekki láta stjórna sér. Sumir lögðu þá orð í belg og sögðu að sumir hefðu heyrt til Herdísar í
sjoppu og fundist hún hrokafull og það þegar hún var ólétt hérna í denn. Þetta segja sumir og sumir hafa auðvitað alltaf rétt fyrir sér því þannig eru sumir og hafa alltaf verið.

 

Kristján Hreinsson skáld: Engin uppgjöf!

Auðvitað segja flestir að það kalli á uppgjöf þegar fylgið er lítið. Þetta er samt ekki svo einfalt; ef allir þeir sem hafa ákveðið að kjósa Herdísi – vegna þess að hún er besti kosturinn – fá með sér einn vin, henni til stuðnings, þá hefur okkur tekist að tvöfalda fylgið.
Að ganga á fjöll er góður siðir, einsog ágæt kona á æskuslóðum mínum orðaði það. Hún lét karlinn aka sér útfyrir borgarmörkin og svo eyddi hún deginum við klifur. Brattar hlíðar og hættulegar skriður voru henni engin fyrirstaða. Hún kleif öll fjöll sem eitthvað var varið í að klífa.
Einhverju sinni var hún spurð útí þetta príl, einsog önnur nágrannakona orðaði það. Svarið var afar einfalt: -Ég gæti svosem gengið á Öskjuhlíðina um hverja helgi. En lágreist fjöll gefa mér akkúrat ekkert. Það eru háu og illfæru fjöllin sem gefa lífinu gildi. Og uppgjöf er ekki til.
Sjálfur hef ég látið þessar pælingar vakna á milli eyna minna annað veifið.

-ÁFRAM HERDÍS!

 

Vigdís Grímsdóttir rithöfundur: Valdablokkir á bak við framboðin (“turnana” tvo)

Mér liggur þetta á hjarta hérna í rokinu á Ströndum:

Við skulum hætta að tala um tvo turna því þetta eru tvær öflugar valdablokkir; annars vegar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur á bak við Ólaf Ragnar og hins vegar Samfylking með nýjasta bandamanni sínum Besta flokki og Bjartri framtíð ásamt þeim hópi úr Sjálfstæðisflokki sem á sér drauma um fyrirhruns-samsteypu Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.

Enn eina ferðina er þjóðin fórnarlamb skoðanamótunar þessara valdablokka, sem stjórna umræðunni í gegnum fjölmiðla sína. Þjóðin heldur að hún sé að kjósa á milli tveggja einstaklinga í formi turna en hún er að koma sér fyrir í lestum þeirra klíkna sem stjórna ferðinni og fara með hana þangað sem þeim hentar ásamt þeim forseta sem þeim hentar.

Herdís á Beinni línu DV kl. 14

Á beinni línu DV, 24. maí, 2012

Alltaf bjartsýn – Herdís í viðtali við DV, 25. maí, 2012

Á beinni línu kl. 14.  fimmtudaginn 24. maí, 2012

Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi verður á Beinni línu á DV.is á morgun. Hún svarar spurningum lesenda frá klukkan 14.00. Herdís var fyrsta konan til að bjóða sig fram til embættisins í ár en mikið hefur var rætt um hana sem mögulegan frambjóðanda í umræðum á samskiptasíðunni Facebook í aðdraganda framboðsins.

Herdís er 58 ára og er með doktorsgráðu í lögum, með lögmannsréttindi og stjórnmálafræðingur. Hún var skipuð prófessor við Háskólann á Bifröst árið 2004. Hún er einnig einn af eigendum Víkur Lögmannsstofu. Í júlí árið 2009 var Herdís kjörin forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga og var hún endurkjörin árið 2011. Hún hefur bæði starfað fyrir Evrópuráðið á sviði mannréttinda og í lögfræðingateymi fyrir Evrópusambandið á sviði vinnuréttar og jafnréttismála.

Bein lína var um árabil þekkt fyrirbæri á vegum DV. Þá gátu lesendur hringt inn og borið spurningu fyrir ráðamenn eða aðra þekkta einstaklinga sem í deiglunni voru hverju sinni. Með Beinni línu á DV.is er markmiðið að færa þá hugmynd til nútímans. DV hvetur lesendur til að sýna kurteisi í orðavali og spyrja hnitmiðaðra spurninga.

 

Frambjóðandinn í Sprengisandi á Bylgjunni

Stefnir í hatramma og pólitíska baráttu um Bessastaði

Herdís í Útvarpi Sögu

Frambjóðandinn í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni

Innlent | mbl | 20.5.2012 | 10:49 | Uppfært 12:57

Hefur ekki áhyggjur af skoðanakönnunum

Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi segist fjarri því að gefast upp þótt skoðanakannanir bendi til að hún njóti lítils fylgis. Herdís var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi í morgun og sagði m.a. að hún teldi tíma Ólafs Ragnars liðinn, 20 ár séu allt of langur tími í embætti.

„Fjarri því,” sagði Herdís þegar Sigurjón spurði hana hvort niðurstöður skoðanakannanna hefðu ekki áhrif á hana. Hún sagðist hafa lesið í Njálu í gærkvöldi og hugsað til þess „að hetjurnar í Njálu eru þær sem eru lagðar í einelti og jafnvel drepnar í lokin, ekki sigurvegararnir. Og ég held ótrauð áfram.” Herdís sagði jafnframt að skoðanakannanir væru ekki fyllilega marktækar. Búið væri að stilla upp tveimur turnum eins og einu valkostunum, en margir ættu eftir að gera upp hug sinn.

Ríkisútvarpið ekki hlutlaust

Herdís gagnrýndi jafnframt umfjöllun fjölmiðla um forsetaslaginn, ekki síst Rúv. Lýsti hún þeirri skoðun sinni að Páll Magnússon útvarpsstjóri hefði átt að taka Þóru Arnórsdóttur af skjánum strax í janúar þegar hún var fyrst nefnd sem hugsanlegur frambjóðandi. „Við erum ósátt [við framgöngu Rúv]. Þetta er spurning um hvort ríkisútvarpið virðist vera hlutlaust og okkur finnst að það sé ekki,” sagði Herdís. „Ég tel að þetta sé mjög alvarlegt mál, vegna þess að fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í kosningum.”

Herdís sagði að enn ættu eftir að eiga sér stað umræður um afstöðu frambjóðenda til málefnanna. „Önnur málefni hafa borið hæst, málefni einkalífsins […] Því miður er dagskrá ríkisútvarpsins ekki þannig að það verði miklar umræður, ekki eins miklar og ég hefði viljað að færu fram til að fólk geti gert upp hug sinn.”

Fjögur kjörtímabil nóg

Aðspurð um málskotsrétt forseta og hvernig Ólafur Ragnar Grímsson hefur beitt honum í sinni forsetatíð sagði Herdís að hún hefði sjálf beitt honum til þess að vísa fyrri Icesave samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu, eins og Ólafur Ragnar gerði. Með Icesave tvö og fjölmiðlafrumvarpið hefði hún verið í meiri vafa, sagði hún. „En ég skil að hann hafi gert það, enda finnst mér að lýðræði sé alltaf svarið og ég sé ekki að það sé stórhættulegt að vísa málum til þjóðarinnar því hennar er valdið.”

Herdís sagðist bera virðingu fyrir Ólafi Ragnari, hann væri gamli prófessorinn hennar. „En hans tími er að mínu mati kominn. Hann er búinn að vera fjögur kjörtímabil, og 20 ár eru allt of langur tími.“