Her­dís Þor­geirs­dótt­ir for­setafram­bjóðandi seg­ir það flækja mynd­ina þegar fjallað er um stjórn­ar­skrána, þá nýju sem er í smíðum, og stjórn­skip­an að í sam­fé­lag­inu eru öfl sem stöðugt eru að efla áhrif sín. Þetta sagði hún á borg­ar­a­fundi í Iðnó í kvöld.

Hún sagði þessi öfl sterk fjár­mála­öfl og þau væru far­in að hafa ískyggi­lega mik­il áhrif á stjórn­mála­lífið, og hverj­ir kæm­ust til valda, í gegn­um fjöl­miðla. „Þetta er mikið áhyggju­efni,“ sagði hún og vísaði í viðauka við rann­sókn­ar­skýrslu Alþing­is þar sem því var lýst hvernig vald safnaðist á fárra hend­ur.

Að öðru leyti fór Her­dís yfir til­lög­ur stjórn­lagaráðs og stjórn­ar­skrána sem mótuð var í þeirri vinn