Pistlar

Prinsinn og fanginn

Prinsinn og fanginn

Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Genf eru glæsileg bygging. Úr kaffiteríunni er óviðjafnanlegt útsýni yfir Genfarvatn og þar yfir gnæfir snævi þakinn tindur Mont Blanc. Inni í kaffiteríunni stendur maður sem einhvern veginn passar ekki inn í umhverfið, þar sem jakkafataklæddir diplómatar eru á spani. Hann er grannvaxinn og tekinn í andliti, fölur og ef maður…

Minningarorð um Rannveigu Tryggvadóttur 1926-2015

Minningarorð um Rannveigu Tryggvadóttur 1926-2015

Það er vart hægt að ímynda sér fallegri barnahóp en á ljósmynd eftir Kaldal í kringum 1930. Þetta eru börn Herdísar Ásgeirsdóttur og Tryggva Ófeigssonar. Elstur er Páll Ásgeir í matrósafötum, næst er Jóhanna, síðan Rannveig og þá Herdís en systurnar þrjár eru fæddar með rúmu árs millibili. Anna, sú yngsta, fæddist 1935 en það…

Tjáningafrelsi í frumskógi

Tjáningafrelsi í frumskógi

Hugleiðingar í kjölfar hryðjuverkanna á Charlie Hebdo Þegar ég var að skrifa doktorsritgerð um tjáningafrelsi fjölmiðla og sjálfs-ritskoðun við lagadeild háskólans í Lundi undir lok síðustu aldar var mér boðið að taka þátt í spennandi ráðstefnu í Stokkhólmi þar sem aðalfyrirlesari var Salman Rushdie. Einn af forsprökkum ráðstefnunnar var Arne Roth sem þá hafði verið…

Kirkjan verði pólitísk?

Kirkjan verði pólitísk?

Þegar núverandi páfi tók við embætti vorið 2013 líkti hann kaþólsku kirkjunni við sjúkrahús á vígvelli. Fyrirrennari hans, hinn þýski Benedikt XVI var fyrsti páfinn í sex aldir sem sagði af sér. Hann orkaði ekki að berjast áfram gegn spillingu, yfirhylmingu og kynferðisglæpum sem höfðu brennimerkt kaþólsku kirkjuna. “Holdsveiki páfadómsins” Þá kom þessi maður; fyrsti páfinn…

Um dóm Esb-dómstólsins: Google gegn Spáni.

Um dóm Esb-dómstólsins: Google gegn Spáni.

Hér er fyrirlestur sem ég flutti um dóm dómstóls Evrópusambandsins í máli Google gegn Spáni. file:///Users/herdisthorgeirsdottir/Downloads/CDL-JU%25282014%2529014-e%20(1).pdf

19. júní

19. júní

Enginn af rithöfundum Viktoríutímans þekkti eins kjör fátækra í borgum og Charles Dickens. Hann bjó á Doughtystræti í Lundúnum og ráfaði oft um um götur borgarinnar að næturlagi. Þar hafa orðið til fyrirmyndir að mörgum af hans helstu sögupersónum. Sem barn vann hann í verksmiðju þegar foreldrar hans voru í skuldafangelsi. Síðar stofnaði Dickens heimili…

Hvað skiptir máli?

Hvað skiptir máli?

Boðskapur Frans frá Assisi á erindi við nútímann. Hann beindi sjónum að þeim fátæku og kallaði eftir félagslegu réttlæti. Þau vandamál sem við blöstu á hans tíma eru enn við lýði: styrjaldir, fátækt, spilling valdastétta, félagsleg útskúfun og aukið bil milli allsnægta og örbirgðar. Frans frá Assisi tilheyrði þeim fátækustu. Hann vann sem daglaunamaður. Hann…

Millikyn og friðhelgi einkalífs

Millikyn og friðhelgi einkalífs

Sigur Conchitu Wurzt frá Austurríki í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 10. maí varpaði ljósi á þann veruleika að það er ekki hægt að flokka alla einstaklinga í kven- eða karlkyn við fæðingu. Víðast hvar eru þau réttindi að vera óflokkaður eftir kyni heldur sem „millikyn“ ekki viðurkennd.   Alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð samkynhneigðra og…

Ræða á stúdentsafmæli 1974 árgangs MH

Ræða á stúdentsafmæli 1974 árgangs MH

  Kæru samstúdentar,   Fallegu unglingar sem genguð inn í steinsteypta gráa byggingu við rætur Öskjuhlíðar haustið 1970; nýja menntaskólann við Hamrahlíð. Feimnu unglingar. Bjartsýnu unglingar – ekki vissum við hvað lífið bæri í skauti sér. Óöruggu unglingar – sumir farnir að reykja í steintröppunum eftir viku. Aðrir slógu um sig með frösum – Kommúnistaávarpið…

Þorgerður Erlendsdóttir – minningarorð

Þorgerður Erlendsdóttir – minningarorð

Tvær stelpur klöngrast áfram í djúpum snjó á köldum janúardegi. Það brakar í fönninni. Þær eru klæddar í þungar, dragsíðar fullorðinskápur. Leiðin í Akrakot, sem stendur við fjörukambinn í Álftanesinu er löng og ógreiðfær. Þar býr Þorgerður ásamt foreldrum sínum og systkinum. Gangan út á Álftanes varð í huga okkar táknrænt upphaf samfylgdar sem stóð…

herdis.is