Herdís meðal umsækjenda

Frétt Morgunblaðsins hinn 11. desember 2019.

Herdis fyrir utan RÚV í Efstaleiti 2012 (ljósmynd Mbl. Eggert Jóhannesson).

Her­dís Kjerulf Þor­geirs­dótt­ir er meðal þeirra sem sóttu um starf út­varps­stjóra. Rík­is­út­varpið til­kynnti í gær að 41 hefði sótt um stöðuna. Her­dís staðfest­ir þetta í sam­tali við mbl.is.

Her­dís er doktor í lög­um með tján­ing­ar­frelsi fjöl­miðla sem sér­svið. Hún er einnig menntaður stjórn­mála­fræðing­ur með fram­halds­mennt­un frá Banda­ríkj­un­um. Her­dís er fyrr­ver­andi laga­pró­fess­or, með rétt­indi til að starfa sem héraðsdóms­lögmaður.

Hún er sér­fræðing­ur á sviði vinnu­rétt­ar og jafn­rétt­is­mála fyr­ir Evr­ópu­sam­bandið og hef­ur kom­ist til æðstu met­orða í Fen­eyja­nefnd Evr­ópuráðsins sem er nefnd lög­spek­inga í stjórn­skip­un og mann­rétt­ind­um. Her­dís var fyrsti rit­stjóri Mann­lífs og síðan út­gef­andi og rit­stjóri Heims­mynd­ar.

Svan­hild­ur Hólm Vals­dótt­ir, aðstoðarmaður fjár­mála- og efna­hags­ráðherra og fjöl­miðlakona, er einnig meðal um­sækj­enda um stöðu út­varps­stjóra Rík­is­út­varps­ins.

Rík­is­út­varpið hyggst ekki gefa út lista með nöfn­um um­sækj­enda, en Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir, leik- og fjöl­miðlakona, og Elín Hirst hafa báðar til­kynnt að þær hafi sótt um stöðuna.

Ferilskrá Herdísar

Ferilskrá Herdísar

Dr. Juris Herdís Þorgeirsdóttir er lögmaður í Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr akademíu og atvinnulífi, starfar bæði hér og á alþjóðavettvangi. Hún var skipuð fyrsti prófessorinn við lagadeild háskólans á Bifröst 2004 og hefur einnig kennt við háskóla erlendis. Herdís lauk doktorsprófi í lögum með dr. juris gráðu (frá lagadeild Lundarháskóla 2003). Sérsvið hennar…

Curriculum vitae

Dr Herdís Thorgeirsdóttir is an attorney at law in Reykjavík. She was appointed professor of constitutional law and human rights at the Faculty of Law, Bifrost University in 2004. She is First Vice President of the Venice Commission (the Council of Europe Commission for Democracy through Law) since 2017. Since 2003 she has been a…