Yearly Archives: 2012

Nokkrar myndir

15. október 2012  Ingrid Schulerud Ingrid Schulerud heilsaði upp á mig á fundi hjá Evrópuráðinu í vikunni. Hún sagðist hafa lesið um forsetakosningarnar á Íslandi í norsku pressunni. Ingrid er stjórnmálafræðingur að mennt og starfar að málefnum Evrópska efnahagssvæðisins í utanríkisráðuneytinu í Osló. Eiginmaður hennar er Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Þess má jafnframt geta aðContinue Reading

Hugrekki, lýðræði, auðræði

Hugrekki, lýðræði, auðræði

6. október 2012 Í Fréttablaðinu í dag er viðtal Bergsteins Sigurðssonar við ástralska rithöfundinn, Önnu Funder, höfund bókarinnar Stasiland. Í bókinni segir hún sögu fjögurra andófsmanna í Austur-Þýskalandi og fjallar um hugrakka uppljóstrara og starfsmenn austur-þýsku öryggislögreglunnar, Stasi.  Í viðtalinu segir Anna Funder að hún hafi mikinn áhuga á hugrekki og að skoða hvers konarContinue Reading

Uppgjör kosningabaráttu

Uppgjör kosningabaráttu

  Uppgjör framboðs Herdísar Þorgeirsdóttur Frétt Bylgjunnar Frétt Vísis Frétt í DV Frétt Mbl. af útgjöldum frambjóðenda. Vísir  RÚV / RÚV um opið bókhald Herdísar Sjónvarpsfréttir á RÚV daginn eftir að skilafrestur rann út   Hér birtist uppgjör mitt vegna kosninga til embættis forseta Íslands þann 30. júní 2012. Bókhald mitt var opið hér á heimasíðunni fram yfir kosningar,Continue ReadingContinue Reading

Kennsla í Georgíu á tíma þingkosninga

1.10.2012 Þingkosningar eru í Georgíu í dag. Ég kom heim í gær eftir að hafa verið í rúma viku að kenna mannréttindi við lagadeild Háskólans í Tbilisi, sem er ríkisháskóli og sá stærsti á Kákasussvæðinu. Við lagadeildina eru fimm þúsund nemendur. Deildarforsetinn, Irakli Burduli er sérfræðingur í félagarétti en hann stundaði doktorsnám í Salsburg í Austurríki.Continue Reading

Kennsla við lagadeild háskólans í Tbilisi

Kennsla við lagadeild háskólans í Tbilisi

Með laganemum við Tibilisi háskóla í september 2012. Nýlega fékk nemandi minn við lagadeild háskólans í Tibilisi styrk frá sænska ríkinu til að stunda nám í mannréttindum við lagadeild Lundarháskóla. Við ríkisháskólann í Tibilisi í Georgíu eru um 18 þúsund nemendur. Ég hef undanfarið kennt námskeið i mannréttindum við lagadeildina.

Myndræn birting misréttis

Myndræn birting misréttis

  Á meðfylgjandi mynd er framkvæmdastjórn Seðlabanka Evrópu. Evrópusamtök kvenlögfræðinga hafa sent frá sér bréf til stjórnvalda í 17 ríkjum evrusvæðisins til að mótmæla því að 17. sætið í stjórn bankans verði skipað karlmanni en fyrir eru eintómir karlar. Þar að auki er sex manna framkvæmdastjórn skipuð eintómum körlum. Ekki gefst tækifæri til að skipaContinue Reading

Peningaöflin og pólitíkin í Rússlandi

Peningaöflin og pólitíkin í Rússlandi

Lengi hef ég bent á þær hættur sem lýðræði stafar af tengslum peningaafla og stjórnmála. Nú eru rússnesk stjórnvöld í sviðsljósinu vegna réttarhaldanna yfir Pussy Riot en þær tróðu upp í rétttrúnaðarkirkju til að mótmæla Pútin og pólitískri spillingu. Athygli heimsins beinist nú að Pussy Riot en mikilvægt er að setja í samhengi og gleymaContinue Reading

Skortur á samkennd

Skortur á samkennd

Nýlega benti umboðsmaður heilsugæslunnar í Svíþjóð á ýmsa annmarka sem fylgja einkavæðingu stofnana fyrir eldri borgara í kjölfar hneykslismála, sem upp komu vegna slæmrar meðferðar á fullorðnu fólki. Sænskir fjölmiðlar hafa flutt fréttir af því hvernig fyrirtæki, sem rekur stofnanir fyrir eldri borgara hefur sett gróðann af rekstrinum á oddinn, góð laun og bónusa fyrirContinue Reading

Valdakerfi karla

Valdakerfi karla

  Mitt Romney kynnir varaforsetaefni sitt, Paul Ryan. Hingað til hafa 44 gegnt stöðu forseta – allt karlar og 47 gegnt stöðu varaforseta – allt karlar. Konur eru 157 milljónir í Bandaríkjunum en karlar 151.8 milljónir.    Konur eru 58,6 % af vinnuaflinu en um 1% ráða yfir 43% alls auðs í Bandaríkjunum. Paul Ryan erContinue Reading

Áhrif Tolstoys á Gandhi og Martin Luther King á borgaralega óhlýðni

Áhrif Tolstoys á Gandhi og Martin Luther King á borgaralega óhlýðni

7. ágúst 2012 Hvað eiga presturinn og mannréttindafrömuðurinn Martin Luther King (1929-1968), frelsishetja Indverja Mathma Gandhi (1869-1948) og rússneski rithöfundurinn Leo Tolstoy (1828-1910) sammerkt? Jú, hugsjónina um að þjóna mannkyni í baráttu fyrir réttlæti með friðsamlegri andstöðu og borgaralegri óhlýðni. Martin Luther King tók upp baráttuaðferðir Gandhis  um friðsamleg mótmæli og borgaralega óhlýðni – enContinue Reading