Yearly Archives: 2006

Viðtal í Frjálsri Verslun

Viðtal í Frjálsri Verslun

Herdis001[1] Kristinn IngvarssonÍ nýjasta tölublaði Frjálsrar Verslunar er ítarlegt viðtal við mann ársins, Róbert Wessmann, forstjóra Actavis Group. Einnig er rætt við landsþekkta einstaklinga um hvað þeim fannst viðburðaríkast á árinu 2006; Guðbjörgu Glóð Logadóttur, framkvæmdastjóra Fylgifiska, Ómar Ragnarsson fréttamann,   Árna Pétur Jónsson, forstjóra Vodafone, Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra Hveragerðisbæjar, Herdísi Þorgeirsdóttur, prófessor við lagadeildina á Bifröst og Hannes Smárason, forstjóra FL Group auk fjölda annarra eins og segir í kynningu.

Barnafólk og fjölskylduvæn fyrirtæki (viðtal í Mbl.)

  Morgunblaðið beinir sjónum sínum að fyrirtækjum og barnafjölskyldum í sjöttu greininni í greinaflokknum: Er Ísland barnvænt samfélag, sem birtist í blaðinu á morgun sunnudag skv frétt á Mbl.is í dag. Í greininni á morgun ræðir Morgunblaðið við þrjú fyrirtæki sem hafa tekið upp fjölskylduvæna starfsmannastefnu, Glitni, Landsvirkjun og Toyota Reykjanesbæ auk Vinnueftirlitsins. Þá eruContinue Reading

Stjórnarfundur EWLA í Amsterdam

Stjórnarfundur EWLA í Amsterdam

  Herdís Þorgeirsdóttir hefur verið varaforseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga frá 2005. Samtökin héldu árlega ráðstefnu í Búdapest í maí s.l. en næsta ráðstefna verður í Zürich í Sviss vorið 2007. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu EWLA (WWW.EWLA.ORG)

Fundur á sviði evrópskrar jafnréttislöggjafar

Haustfundur lögfræðingateymis, sem vinnur að þróun jafnréttislöggjafar fyrir Framkvæmdastjórn ESB. Á dagskrá var m.a. nýleg þróun á vettvangi jafnréttismála, bæði í löggjöf og dómaframkvæmd, 2007 Evrópuár jafnra tækifæra fyrir alla, nýleg skýrsla sérfræðingahópsins um framkvæmd tilskipunar 86/613 í aðildarríkjum og ríkjum bundnum af EES samningnum, samræming vinnu, einka- og fjölskyldulífs, mál á sviði jafnréttismála, semContinue Reading

Fyrirspurn Viðskiptablaðs

Í Viðskiptablaðinu 22. nóvember er leitað álits Dr. Herdísar Þorgeirsdóttur prófessors a.v. og Ara Edwald forstjóra 365 hf., h.v.  á eftirfarandi spurningu sem birtist á bls. 12 í dálkinum Álit: Á að takmarka auglýsingatíma í RÚV?  Svar Herdísar hefur verið klippt til að rúmast í dálkinum en er hér í upprunalegri mynd.

Fyrirlestur hjá Félagi kvenna í læknastétt

Dr. Herdís Þorgeirsdóttiur hélt fyrirlestur á aðalfundi Félags kvenna í læknastétt á Þingholti, Hótel Holti. Erindi Herdísar fjallaði um réttindi barna og bar titilinn: “Dáið er allt án drauma og dapur heimurinn . . .”,  tilvitnun í Barn náttúrunnar, fyrstu bók Halldórs Laxness. Formaður FKL er Margrét Georgsdóttir læknir. Fundarstjóri var Anna Geirsdóttir læknir. Fundurinn var mjögContinue Reading

Fyrirlestur á alþjóðlegri ráðstefnu í HR

Fyrirlestur á alþjóðlegri ráðstefnu í HR

Freedom of expression in Europe and beyond – Current challenges. Alþjóðleg ráðstefna sem stendur í tvo daga hófst í  Háskólanum í Reykjavík í dag. Herdís Þorgeirsdóttir prófessorflutti erindi í kjölfar Christos Rozakis varaforseta Mannréttindadómstóls Evrópu.  Erindi Herdísar bar titilinn Media Coverage of Criminal Cases. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður, Davíð Þór Björgvinsson dómari, Christos Rozakis dómari og Herdís þorgeirsdóttir tóku þátt í umræðum í pallborði á eftir.  RáðstefnunniContinue Reading

Rit lagadeildar háskólans á Bifröst

Rit lagadeildar háskólans á Bifröst

Út er komið á vegum lagadeildar Háskólans á Bifröst ritið Bifröst sem er safn fræðigreina á sviði lögræði. Ritið er gefið út í tilefni af útskrift fyrsta árgangs meistaranema í lögfræði við skólann, en árið 2006 brautskráði Háskólinn á Bifröst fyrstu lögfræðingana hér á landi sem koma frá öðrum háskóla en Háskóla Íslands. Var þarContinue Reading

Davíð Þór Björgvinsson dómari við MDE í viðtali á Stöð 2

Davíð Þór Björgvinsson dómari við Mannréttindadómstól Evrópu var í hádegisviðtali á Stöð 2 vegna alþjóðlegrar ráðstefnu um tjáningarfrelsi sem haldin verður 2. og 3. nóvember n.k. í Háskólanum í Reykjavík. Þór Jakobsson spurði Davíð Þór út í það  “stórskotalið” sem hann hefði fengið til landsins til að tala á ráðstefnunni, þ.á.m. forseta Mannréttindadómstólsins, varaforseta hansContinue Reading

Tilnefnd til jafnréttisverðlauna

Tilnefnd til jafnréttisverðlauna

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra afhenti í dag jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir árið 2006. Tilnefnd til verðlauna voru tvö fyrirtæki, Kreditkort og Spron, ein samtök (forsjárlausir feður) og einn einstaklingur Dr. Herdís Þorgeirsdóttir prófessor. Þetta er í annað sinn sem Herdís er tilnefnd (áður tilnefnd 2004) en Spron fékk verðlaunin fyrir gott fordæmi í jafnréttismálum og virka jafnréttisstefnu innan fyrirtækisins. StjórnarformaðurContinue Reading