Yearly Archives: 2004

Herdís Þorgeirsdóttir skipuð prófessor

Herdís Þorgeirsdóttir skipuð prófessor

herdís prófessorHERDÍS Þorgeirsdóttir dr. jur. hefur verið skipuð í stöðu prófessors við lagadeild Viðskiptaháskólans á Bifröst en þar hefur hún starfað frá árinu 2003. Herdís lauk doktorsprófi í lögum frá lagadeild Lundarháskóla .

Fjölmiðlafrelsi í Hvíta Rússlandi

Fjölmiðlafrelsi í Hvíta Rússlandi

Herdís Þorgeirsdóttir var með framsögu um fjölmiðlafrelsi í Minsk, Hvíta Rússlandi en ráðstefnan var á vegum stjórnlagadómstóls landsins og sátu hana bæði fulltrúar stjórnvalda, alþjóðastofnana og mannréttindasamtaka. Á myndinni eru ásamt fulltrúum frá Evrópuráðinu, dómarar við stjórnlagadómstólinn í Hvíta Rússlandi, þ.á m. forseti dómstólsins Grigory Vasilevich.  

Ályktun Tengslanets ráðstefnunnar 2004

Ályktun Tengslanets ráðstefnunnar 2004

Ingibjörg Þorsteinsdóttir, deildarforseti lögfræðideildar Viðskiptaháskólans á Bifröst, varpaði fram þeirri hugmynd á kvennaráðstefnu sem haldin var á Bifröst í síðustu viku að reglulega yrðu teknar saman svonefndar kynjakennitölur fyrirtækja, þ.e. tölur sem mældu árangur fyrirtækja í jafnréttismálum. Þær tölur yrðu síðan notaðar í baráttunni fyrir auknum hlut kvenna á vettvangi atvinnulífsins. Konur myndu með öðrumContinue Reading

Viðtal í Fréttablaðinu

FJÖLMIÐLAR Herdís Þorgeirsdóttir, doktor í lögum og sérfræðingur í tjáningarfrelsi fjölmiðla, segir að líta verði til lögvarinna réttinda fjölmiðlafyrirtækja þegar tekin er ákvörðun um lagasetningu um eignarhald. „Fjölmiðill sem lögaðili nýtur verndar rétt eins og einstaklingur samkvæmt dómaframkvæmd Mannréttindasáttmála Evrópu. Nýleg dómaframkvæmd staðfestir þau efnahagslegu lögmál sem dagblöð eru háð en þeim má ekki setjaContinue Reading

Fyrirlestur til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur

Fyrirlestur til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum stóð fyrir ráðstefnunni Dialogue of Cultures í samvinnu við rektor Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytið, menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg. Mary Robinson fyrrum forseti Írlands var einn af aðalfyrirlesurum ráðstefnunnar. Hinn þekkti sjónvarpsmaður Magnús Magnússon  og rithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir fluttu ræðu til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur í hátíðarkvöldverði. Dr. Herdís Þorgeirsdóttir flutti erindi í málstofu: The International Press and the Western World View.