Var á tveggja daga stífum vinnufundi í Brussel með samstarfshópi mínum sem eru sérfræðingar á sviði jafnréttislöggjafar frá öllum Evrópusambandslöndunum sem og Noregi, Lichtenstein og Íslandi. Átti langt spjall við stöllu mínuHelgu Aune, sérfræðing við lagadeild Oslóarháskóla um lögboðinn kynjakvóta í stjórnum almenningshlutafélaga í Noregi.
Stýrði einnig stjórnarfundi EWLA (European Women Lawyers Association) en ég er varaforseti samtakanna. Fundurinn átti sér stað á heimili Elisabeth Mueller, fyrrum forseta samtakanna en hún starfar sem sérfræðingur á sviði vinnuréttar hjá Evrópusambandinu. Á fundinum var einnig fyrrum varaforseti EWLA, Sophia Spiliotopoulos en hún er starfandi lögmaður í Aþenu og án efa einn reyndasti sérfræðingur á sviði jafnréttislöggjafar í Evrópu. Sophia er einnig í samstarfshópi sérfræðinga á sviði jafnréttislöggjafar með mér.