Á kvennafrídaginn kom 2. tölublað tímaritsins Húsfreyjunnar 2006 í verslanir. Blaðið er málgagn Kvenfélagasambands Íslands (stofn. 1930) út en það hóf göngu sína árið 1949 og er því í hópi lífseigustu tímarita landsins. Ritstjóri þess Kristín Linda Jónsdóttirer jafnframt kúabóndi í Miðhvammi í Þingeyjarsýslu og nýkjörin fulltrúi í sveitarstjórn í Aðaldælahreppi (L-listinn). Hún hafði samband vegna Tengslanetsins og fékk Herdísi Þorgeirsdóttur í forsíðuviðtal. Útlit forsíðunnar hefur verið uppfært en myndina að þessu sinni tók Kristinn Ingvarsson ljósmyndari á Morgunblaðinu.