Feneyjanefnd (Nefnd Evrópuráðsins um lýðræði með lögum) samþykkti á síðasta fundi sínum 12. desember álit um æruvernd látinna manna. Álitið var skrifað að beiðni stjórnlagadómstóls Georgíu vegna máls sem bíður niðurstöðu dómstólsins þar sem faðir látins ungs manns krefst þess að lögum landsins verði breytt þannig að ættingjar geti höfðað mál vegna ærumeiðinga í garð látinna. Meint ærumeiðandi ummæli um hin látna voru tjáð af fyrrum forseta landsins.