Á aðalfundi sínum hinn 15. mars sl. samþykkti Feneyjanefnd Evrópuráðsins 25 grundvallarviðmið til verndar embættum umboðsmanna en mörg þeirra hafa sætt ítrekuðum ofsóknum á undangengnum árum. Embætti umboðsmanna eru mikilvæg í lýðræðisríkjum; þjónusta þeirra  þeirra stendur til boða þeim einstaklingum sem eiga ekki kost á því að fara með umkvörtunarefni sín í samskiptum við stjórnsýsluna fyrir dómstóla. Umboðsmenn geta aðhafst að eigin frumkvæði ef misbrests verður vart í stjórnsýslunni eða gegn meintum mannréttindabrotum og gegna því mikilvægu hlutverki andspænis stjórnvöldum sem verða að þola gagnrýni. Umboðsmenn standa á milli stjórnsýslu og borgara og eru því í lykilstöðu til að leiðrétta það sem miður fer. Viðmiðunarreglurnar sem Feneyjanefndin samþykkti til verndar og framgangi stofnana umboðsmanna “Feneyja-viðmiðin” eru ítarlegasti gátlisti sem gerður hefur verið í þágu þessara mikilvægu stofnana fyrir almenning og lýðræðið og embætti umboðsmanna í um 140 löndum heims komu að verkinu með ráðleggingum. Formaður vinnuhóps Feneyjanefndarinnar var Jan Helgesen fyrrum prófessor við lagadeild Oslóarháskóla og fulltrúi í Feneyjanefnd Evrópuráðsins um langt skeið. Umsjón með verkinu af hálfu starfsfólks Feneyjanefndar hafði Caroline Martin.

FENEYJA-VIÐMIÐIN (THE VENICE PRINCIPLES)

Jan Helgesen

 

Caroline Martin

Fulltrúar frá alþjóðlegum samtökum umboðsmanna sátu fundinn.