ásmundarsafn

Verðlaunaafhending fyrir Ársskýrslu ársins 2005 kl. 17 í Ásmundarsal. Stjórnvísi og Kauphöll Íslands standa að verðlaununum. Fjármálaráðherra Árni M. Mathiesen veitti verðlaunin.  Herdís Þorgeirsdóttir prófessor stjórnaði atburðinum og tilkynnti að Glitnir hlyti  verðlaunin í ár. Halldór J. Kristjánssonbankastjóri Landsbankans flutti erindi um það umrót sem verið hefur í íslensku efnahagslífi í tengslum við skýrslur erlendra greiningaraðila.

Kaupþing banki hlaut verðlaunin fyrir ársskýrsluna 2004 en þátttakendur eru öll fyrirtæki, sem skráð eru í Kauphöll Íslands hverju sinni. Viðmið við veitingu verðlauna eru vandaðar upplýsingar um félagið og rekstur þess, markmið og áherslur, samkeppnisaðila, stjórnarhætti, launakjör og fleira. Sjá grein eftirÞorkel Sigurlaugsson, einn þriggja dómnefndarmanna, um atburðinn í Viðskiptablaðinu 13. sept.