
Fulltrúar Feneyjanefndar í Ankara: Jörgen Sörensen, Herdís Þorgeirsdóttir, Thomas Markert og Sarah Cleveland.
Sérfræðingar frá Feneyjanefnd (Nefnd Evrópuráðsins um lýðræði með lögum) fóru til Ankara í Tyrklandi til fundar við stjórnvöld; ráðherra, dómara, saksóknara og fleiri vegna umdeildra ákvæða tyrkneskra hegningarlaga sem nefndin skoðar að beiðni þingmannasamkundu Evrópuráðsins. Ástandið í Tyrklandi er mjög alvarlegt.
Tyrkneskir her- og lögreglumenn hafa mánuðum saman barist við skæruliða PKK – Verkamannaflokks Kúrdistans – í suðausturhluta landsins. Þá hafa sprengjuárásir verið gerðar á bækistöðvar PKK í Írak. Umsátursástand hefur verið undanfarna mánuði í mörgum borgum og bæjum á svæðinu. Mannréttindasamtök segja að yfir eitt hundrað almennir borgarar hafi fallið í aðgerðunum.
Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdoğan hefur brugðist reiður við áskorun fræðimannanna. Saksóknari í Tyrklandi hefur nú hafið rannsókn á þeim sem skrifa undir skjalið. Fólkinu er gefið ýmislegt að sök. Meðal annars að dreifa áróðri hryðjuverkamanna; kynda undir hatri; hvetja til lögbrota; og móðga tyrkneska ríkið. Erdoğan hefur sjálfur sakað fræðimennina um föðurlandssvik.
Sjá hér umfjöllun um heimsókn Feneyjanefndar í stjórnlagadómstól Tyrklands.

Alls staðar hanga myndir af Mustafa Kemal Atatürk stofnanda og fyrsta forseta Tyrklands nútímans. Hann fór fyrir sæmilega friðsamri byltingu í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar þar sem höfuðborgin var flutt frá Istanbúl til Ankara og keisaraveldið afnumið. Hann stóð fyrir því að gera Tyrkland vestrænna en það hafði verið, innleiddi latneskt stafróf fyrir tyrknesku, lét banna fjölkvæni og jók hlut kvenna í opinberu lífi.

Heimsókn í stjórnlagadómstól Tyrklands. Forseti dómstólsins, Herdís Þorgeirsdóttir, Sarah Cleveland og starfsmenn dómstólsins.