Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra afhenti í dag jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir árið 2006. Tilnefnd til verðlauna voru tvö fyrirtæki, Kreditkort og Spron, ein samtök (forsjárlausir feður) og einn einstaklingur Dr. Herdís Þorgeirsdóttir prófessor. Þetta er í annað sinn sem Herdís er tilnefnd (áður tilnefnd 2004) en Spron fékk verðlaunin fyrir gott fordæmi í jafnréttismálum og virka jafnréttisstefnu innan fyrirtækisins. Stjórnarformaður Spron er Hildur Petersen og í stjórn fyrirtækisins eru fleiri konur en karlar.