Meginþema ráðstefnunnar Tengslanet – Völd til kvenna í ár er staðalímynd kvenna, kynbundinn frami, fyrirtækjamenning og samskipti kvenna. Í samtali við Silju Björk Huldudóttur segist Herdís Þorgeirsdóttir, skipuleggjandi ráðstefnunnar, ekki trúa öðru en að framsaga Germaine Greer muni hrista upp í umræðunni hérlendis.