TENGSLANET IV – Völd til kvenna

  1. – 30. maí, 2008

„KONUR & RÉTTLÆTI“

 

  1. mars, 2008

Ágæta Tengslanet,

Þakka ykkur kærlega fyrir síðast og fyrir ykkar þátt í því að gera ráðstefnuna Tengslanet III – Völd til kvenna – að  fjölmennustu  ráðstefnu í íslensku viðskiptalífi árið 2006. Auðvitað átti hin heimsþekkta Germaine Greer sinn þátt í því hve aðsóknin var mikil. Það er þó fyrir ykkar tilstuðlan, sem hafið sótt tengslanets-ráðstefnurnar að þær eru vinsælustu ráðstefnur um málefni kvenna sem haldnar hafa verið á  Íslandi frá upphafi. Við höfum með okkar framlagi á tengslanets-ráðstefnunum, sem sóttar eru af konum úr öllu litrófi stjórnmála og  starfsstétta, haft umtalsverð áhrif á jafnréttisbaráttu á Íslandi.

Tengslanet IV – Völd til kvenna verður haldin 29. – 30. maí n.k. og er yfirskrift ráðstefnunnar KONUR & RÉTTLÆTI. Ráðstefnan verður með svipuðu sniði og áður: Mæting á Bifröst kl. 16 fimmtudaginn 29. maí,gengið á Grábrók eftir upphitun við rætur fjallsins; fjallræða á toppnum, stórkostleg veisla úti í guðsgrænni náttúrunni í Paradísarlaut á fimmtudagskvöldinu; röð af frábærum fyrirlestrum á föstudeginum og móttakaforseta Íslands á Bessastöðum í lok ráðstefnu.

Að venju heiðra ráðstefnuna stjörnufyrirlesarar. Judith Resnik prófessor við lagadeildina á Yale sem var útnefnd fremsti fræðimaður í lögfræði 2008 af bandarísku lögmannasamtökunum hefur vakið athygli fyrir rannsóknir sínar bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Hún er af mörgum talin verða næsta konan sem sest í Hæstarétt Bandaríkjanna. Sjá  meðfylgjandi mynd og ferilskrá.  Maud de Boer-Buquicchio er annar framkvæmdastjóri Evrópuráðsins og eftirsóttur fyrirlesari innan lögsögu þess sem rúmar 800 milljónir manna. Hún er glæsilegur fyrirlesari og með púlsinn á stöðu mannréttinda í Evrópu og með yfirsýn á réttarstöðu kvenna í ríkjum sambandsins en alls eru þau 46 og hefur hún heimsótt þau vel flest (http://www.coe.int/t/secretarygeneral/sga/Biography_en.asp).  Sjá meðfylgjandi mynd.

Að vanda verður einnig fjöldi íslenskra, skemmtilegra fyrirlesara og umræður í kjölfarið. Dagskrá verður send út bráðlega. Að vanda er þátttökugjaldi haldið í algeru lágmarki.   Verð fyrir þátttöku á ráðstefnunni þar sem allt er innifalið (nema gisting), þ.e. matur, drykkur og akstur eftir veislu og aftur á ráðstefnuna daginn eftir er kr. 16.500.

Með þessu bréfi viljum við benda ykkur á að gestir tengslanetsins verða sjálfir að panta gistiaðstöðu á eftirtöldum þremur hótelum í nágrenni Bifrastar og munum við sjá um að aka gestum á hótel eftir veisluna í Paradísarlaut og sækja aftur að morgni föstudagsins 1. júní. Ráðstefnan verður haldin í Hriflu, hinum glæsilega ráðstefnusal á Bifröst eins og fyrri ár. Á Bifröst verður einnig snæddur hádegisverður á veröndinni fyrir framan kaffihúsið ef vel viðrar.

Ég hef skynjað mikinn áhuga á tengslanetinu hjá konum í ýmsum fagfélögum, sem hafa komið að tengslanetinu áður; félagi kvenna í lögmennsku, í læknastétt, meðal verkfræðinga, endurskoðenda, félagi kvenna í atvinnurekstri, konum úr listalífi, starfsmönnum borgar og bæja, konum í pólitík og konum sem ég hef hitt í heita pottinum í lauginni eða á förnum vegi; konum á öllum aldri og alls staðar af landinu.

SKRÁNING fer fram á heimasíðu skólans www.bifrost.is. Aðstoðarkona mín Sonja Ýr Þorbergsdóttirmeistaranemi við lagadeildina á Bifröst svarar fyrirspurnum varðandi skráningar  en netfang hennar ersonjat@bifrost.is og gsm 661 2930.

Ég hvet ykkur til að panta ykkur gistiaðstöðu sem fyrst – eftirtalin hótel bjóða vetrarverð fyrir tveggja manna herbergi.

Kær kveðja,

Herdís Þorgeirsdóttir

 

 

 

GESTUM ER BENT Á AÐ PANTA HÓTEL Í TÍMA (sjá upplýsingar hér fyrir neðan)

Boðið er upp á gistingu á hótelum í nágrenni Bifrastar. Valið stendur á milli Hraunsnefs sem er lítið og vinalegt sveitahótel staðsett rétt hjá Bifröst;  Hótel Reykholts; Hótel Hamars sem er nýtt Icelandair hótel og stendur á milli Bifrastar og Borgarness. Afsláttur er fyrir þátttakendur Tengslanets IV.

 

SKRÁNING fer fram á heimasíðu skólans www.bifrost.is. Aðstoðarkona mín Sonja Ýr Þorbergsdóttir,meistaranemi við lagadeildina á Bifröst, svarar fyrirspurnum varðandi skráningar  en netfang hennar ersonjat@bifrost.is og gsm 661 2930.

 

  • Hótel Hamar verð með 15% afslætti:

2ja manna  herbergi með morgunverði:       12.600

 

Pantanir í síma : 433-6600 eða e-mail: hamar@icehotels.is

http://icehotels.is/

  • Hraunsnef verð með 18% afslætti:

2ja manna  herbergi með morgunverði:       9.500

Pantanir í síma: 435-0111 eða e-mail: hraunsnef@hraunsnef.is

http://hraunsnef.is/

  • Hótel Reykholt verð með 25 % afslætti:

1 manns     herbergi með morgunverði:        12.675

2ja manna  herbergi með morgunverði:       15.675

3ja manna   herbergi með morgunverði:        18.600

 

Pantanir í síma: 435-1260 eða e-mail: bokun@Fosshotel.is

 

http://www.fosshotel.is/en/hotel/fosshotel_reykholt.html

Ráðstefnugestum verður ekið á hótelin á fimmtudagskvöld eftir kvöldverðarveisluna í Paradísarlaut og þeir sóttir aftur eftir morgunverð á föstudagsmorgni til að sitja ráðstefnuna á Bifröst.