anna pálaHér má sjá nokkrar svipmyndir frá öðrum degi Tengslanets-ráðstefnunnar sem hófst með opnunarávarpi Herdísar Þorgeirsdóttur, en hún kynnti Germaine Greer til sögunnar. Heyra má saumnál detta þegar hin mikla kempa femínismans hóf mál sitt og talaði í rúma klukkustund. Málflutningur hennar lét engan ósnortinn. Áheyrendur hlógu, klöppuðu, kinkuðu kolli eða hristu höfuðið og margar, athyglisverðar fyrirspurnir komu í lokin. Því næst talaði Guðrún Erlendsdóttir hæstaréttardómari um líf sitt í hefðbundnu vígi karlanna, lögmennskunni og síðar Hæstarétti, en hún var fyrsta konan til að taka sæti þar.  Þá tóku við málstofur þar sem fjórar konur voru með 10 mínútna framsögu hver undir fundarstjórn Ingu Jónu Þórðardóttur fyrst; síðan Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, þá Hjördísar Hákonardóttur og síðast Tinnu Gunnlaugsdóttur. Erindin voru hvert öðru betra en þau eru undir Tengslanet hér til hliðar á síðunni og þar munu einnig birtast fleiri myndir þegar frá líður.

 

Prófessor Germaine Greer hélt salnum föngnum meðan hún talaði. Skoðanir hennar eru afdráttarlausar. Kvenfrelsi er markmiðið. Konur eiga ekki að stefna að jafnrétti til að komast á toppinn á forsendum karla og traðka þar á öðrum konum. Konur eiga að auðga líf sitt (og um leið annarra í kringum sig) á eigin forsendum en ekki karlanna. Hún setti fram líkinguna um apasamfélagið þegar hún lýsti fyrirtækjamenningu nútímans, þar sem aðal górillan raðar í kringum sig já-bræðrum, hinum táknræna trúð, arftakanum og öðrum ófrumlegum af sömu tegund. Fyrirtækjastjórnun karla felst í því að gera ekki neitt – það er það sem skilur á milli kvenna og stjóra. Þær vinna. Karlarnar hirða afraksturinn, segir Greer. Konur eru duglegar. En það er vitleysa að standa í þeirri trú að þeim verði  umbunað fyrir dugnað sinn og trúfestu. Jafnvel unglingsstrákar hafa sjálfstraust, sem konur hafa ekki. Hún hvatti konur til þess að leggja ekki svona hart að sér við að sanna sig – þær ættu að láta til sín taka og að sér kveða – eða eins og sagt er á nútímamáli: láta vaða! Og slappa svolítið af.

Hún er þeirrar skoðunar að verðmætamat kvenna sé merkilegra en karla og tími sé kominn til þess að það nái útbreiðslu í samfélaginu.

 Germaine Greer er löngu heimsfræg sem ein af guðmæðrum femínismans og sem “drottning gífuryrðanna”. Skoðanir hennar hafa eðlilega breyst í áranna rás. Í upphafi prédikaði hún frjálst kynlíf en hefur síðar skipt um skoðun og gagnrýnt markaðsvæðingu kynlífsins og þær þversagnir sem jafnréttisbaráttan hefur einnig haft í för með sér.  Mörg ummæli hennar eru fleyg og The Scotsman sagði um hana að á öld hins tilgerðarlega spuna væri hún svo hispurslaus og hreinskiptin að það skipaði henni í algeran sérflokk.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Guðfinna Bjarnadóttir rektor HR í ræðustól. Fyrir ofan t.v. Una María Óskarsdóttirog Eyrún Magnúsdóttir(Kastljós-kona) úti í kaffipásu. Helga Guðrún Jónasdóttir, Katrín Anna Guðmundsdóttir,Ólína Þorvarðardóttir ogOddný Sturludóttirí pallborði semHjördís Hákonardóttir,nýskipaður hæstaréttardómari stjórnaði.

 

 

 

 

 

 

 

 Þórdís Sigurðardóttirstjórnarform. Dagsbrúnar,Dr. Guðrún Pétursdóttir ogTinna Gunnlaugsdóttir Þjóðleikhússtjóri.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá nokkrar svipmyndir frá öðrum degi Tengslanets-ráðstefnunnar sem hófst með opnunarávarpi Herdísar Þorgeirsdóttur, en hún kynnti Germaine Greer til sögunnar. Heyra má saumnál detta þegar hin mikla kempa femínismans hóf mál sitt og talaði í rúma klukkustund. Málflutningur hennar lét engan ósnortinn. Áheyrendur hlógu, klöppuðu, kinkuðu kolli eða hristu höfuðið og margar, athyglisverðar fyrirspurnir komu í lokin. Því næst talaði Guðrún Erlendsdóttir um líf sitt í hefðbundnu vígi karlanna, lögmennskunni og síðar Hæstarétti, en hún var fyrsta konan til að taka sæti þar.  Þá tóku við málstofur þar sem fjórar konur voru með 10 mínútna framsögu hver undir fundarstjórn Ingu Jónu Þórðardóttur fyrst; síðan Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, þá Hjördísar Hákonardóttur og síðast Tinnu Gunnlaugsdóttur. Erindin voru hvert öðru betra en þau eru undir Tengslanet hér til hliðar á síðunni og þar munu einnig birtast fleiri myndir þegar frá líður.

 

 Guðrún Erlendsdóttirfyrrum forseti Hæstaréttar t.h. Inga Jóna Þórðardóttirfundarstjóri og Germaine Greer á öðrum degi ráðstefnunnar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Prófessor Germaine Greer hélt salnum föngnum meðan hún talaði. Skoðanir hennar eru afdráttarlausar. Kvenfrelsi er markmiðið. Konur eiga ekki að stefna að jafnrétti til að komast á toppinn á forsendum karla og traðka þar á öðrum konum. Konur eiga að auðga líf sitt (og um leið annarra í kringum sig) á eigin forsendum en ekki karlanna. Hún setti fram líkinguna um apasamfélagið þegar hún lýsti fyrirtækjamenningu nútímans, þar sem aðal górillan raðar í kringum sig já-bræðrum, hinum táknræna trúð, arftakanum og öðrum ófrumlegum af sömu tegund. Fyrirtækjastjórnun karla felst í því að gera ekki neitt – það er það sem skilur á milli kvenna og stjóra. Þær vinna. Karlarnar hirða afraksturinn, segir Greer. Konur eru duglegar. En það er vitleysa að standa í þeirri trú að þeim verði  umbunað fyrir dugnað sinn og trúfestu. Jafnvel unglingsstrákar hafa sjálfstraust, sem konur hafa ekki. Hún hvatti konur til þess að leggja ekki svona hart að sér við að sanna sig – þær ættu að láta til sín taka og að sér kveða – eða eins og sagt er á nútímamáli: láta vaða! Og slappa svolítið af.

Hún er þeirrar skoðunar að verðmætamat kvenna sé merkilegra en karla og tími sé kominn til þess að það nái útbreiðslu í samfélaginu.

 Germaine Greer er löngu heimsfræg sem ein af guðmæðrum femínismans og sem “drottning gífuryrðanna”. Skoðanir hennar hafa eðlilega breyst í áranna rás. Í upphafi prédikaði hún frjálst kynlíf en hefur síðar skipt um skoðun og gagnrýnt markaðsvæðingu kynlífsins og þær þversagnir sem jafnréttisbaráttan hefur einnig haft í för með sér.  Mörg ummæli hennar eru fleyg og The Scotsman sagði um hana að á öld hins tilgerðarlega spuna væri hún svo hispurslaus og hreinskiptin að það skipaði henni í algeran sérflokk.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Guðfinna Bjarnadóttir rektor HR í ræðustól. Fyrir ofan t.v. Una María Óskarsdóttirog Eyrún Magnúsdóttir(Kastljós-kona) úti í kaffipásu. Helga Guðrún Jónasdóttir, Katrín Anna Guðmundsdóttir,Ólína Þorvarðardóttir ogOddný Sturludóttirí pallborði semHjördís Hákonardóttir,nýskipaður hæstaréttardómari stjórnaði.

 

 

 

 

 

 

 

 Þórdís Sigurðardóttirstjórnarform. Dagsbrúnar,Dr. Guðrún Pétursdóttir ogTinna Gunnlaugsdóttir Þjóðleikhússtjóri.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hádegisverður. Inga Jóna Þórðardóttir, Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir og Guðrún Helgadóttir, fremst á mynd.

 

 

 

 

Hádegisverður. Inga Jóna Þórðardóttir, Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir og Guðrún Helgadóttir, fremst á mynd.