Var beðin að vera með framsögu á fundi nefndar Evrópuráðsins um lögfræðilega samvinnu aðildarríkjanna 47. Fundurinn fór fram í Evrópuráðshöllinni í Strassborg hinn 30. október. Umfjöllunarefnið var kynjasamþætting í löggjöf og stefnumótun. Konur eru enn beittar misrétti þrátt fyrir jafnréttislöggjöf og alþjóðlega samninga. Það er full þörf á að hafa áhyggjur af því að konur hafa víðar lakari aðgang að dómskerfinu; þær eru almennt verr launaðar og verr staddar.
Sjá ræðu hér: Presentation Strasbourg 30 Oct 2015 PDF