
Bjarni Benediktsson við undirritun sáttmála Evrópuráðsins hinn 7. mars, 1950. Með honum á myndinni er sérfræðingur á sviði alþjóðalaga, Hans G. Andersen.
Mannréttindasáttmáli Evrópu var undirritaður í Róm hinn 8. nóvember 1950. Nú eru 47 ríki aðilar að Evrópuráðinu. Miklar umræður áttu sér stað í mótun sáttmálans á fyrsta fundinum í Strassborg í ágúst 1949. Meginhöfundar uppdráttarins voru Sir David Maxwell-Fyfe, breskur þingmaður og lögfræðijngur og franski lögspekingurinn, Pierre Henri Teitgen sem hafði barst hart í neðanjarðarhreyfingunni í Frakklandi á stríðsárunum. Fyrirmyndin að Mannréttindasáttmála Evrópu var Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu Þjóðanna frá 1948. Hér má finna Mannréttindasáttmála Evrópu og skýringar með ákvæðum hans.