Rannsókn íslensk lagaprófessors kynnt æðstu dómurum Bandaríkjanna, eins og segir í fyrirsögn í Fréttablaðinu í dag, 19. júlí, á bls. 6. Það er Judith Resnik lagaprófessor á Yale sem kynnir niðurstöður rannsókna Herdísar Þorgeirsdóttur á ársfundi forseta hæstaréttar Bandaríkjanna og dómstjóra æðstu dómstóla landsins, í erindi sem hún flytur. “Það er mikill heiður að rannsókn íslensks fræðimanns sé kynnt með þessum hætti og fyrir þessum hópi”, segir Herdís í viðtali við Fréttablaðið í dag. Á myndinni er Judith Resnik.