Dagana 17.-18. september sótti undirrituð ráðstefnu í Dushanbe, Tajikistan sem varaforseti Feneyjanefndar. Ráðstefnan sem haldin er í tilefni af 20 ára afmæli stjórnlagadómstóls landsins var opnuð af forseta landsins, Emomali Rachmon og flutti undirrituð ávarp á eftir honum. Þema ráðstefnunnar sem sótt var af forsetum og dómurum stjórnlagadómstóla í mið-Asíu og austur-Evrópu fjallaði um mikilvægi þess að standa vörð um stjórnarskrár sem æðstu lög landsins. Myndin er af þátttakendum ráðstefnunnar eftir opnun hennar. Fyrir miðri mynd er Emomali Rachmon, forseti landsins.
Sjá heimasíðu Feneyjanefndar: http://www.venice.coe.int/webforms/events/?id=2102