Nafnlaus grein í Viðskiptablaðinu
Herdís Þorgeirsdóttir hefur birt lista yfir stuðningsmenn sína og framlög. Hún fékk 100 myndir sem seljast á 50 þúsund stykkið.
Herdís Þorgeirsdóttir hefur haft gott úthald í kosningabaráttunni um embætti forseta Íslands. Í liðinni viku birti hún skannað reikningsyfirlit framboðsfélags síns þar sem sjá mátti sundurliðað hverjir hefðu styrkt hana í baráttunni, hvenær og um hve háa upphæð.
Herdís hefur sagt að engir „fjársterkir peningamenn“ drífi framboðið áfram. Og það mátti svo sem sjá á yfirlitinu.
Síminn var eina fyrirtækið sem styrkti Herdísi um heilar 23 þúsund krónur.
Hins vegar kom ekki fram hve miklir peningar söfnuðust á föstudag þegar selja átti myndir Huldu Hákonar til styrktar framboðinu. Hún gaf 100 myndir sem átti að selja á 50 þúsund krónur stykkið. Eins gott að Hulda sé ekki „fjársterkur peningamaður“ og vonandi fyrir Herdísi að markaðsvirði myndanna sé lágt. Annars væri hún í vondum málum vegna laga um fjárframlög til frambjóðenda.
http://vb.is/frettir/myndir-huldu-gaetu-reynst-herdisi-erfidar/73902/