PEN International eru samtök rithöfunda og blaðamanna sem berjast fyrir tjáningarfrelsi og vilja veg hins ritaða orðs sem mestan (promoting literature, defending freedom of expression). Samtökin voru stofnuð 1921.
Herdís Þorgeirsdóttir hélt fyrirlestur á málþingi PEN þar sem umfjöllunarefnið var ritskoðun, sjálfs-ritskoðun og þöggun. Í pallborði voru rithöfundarnir Guðmundur Andri Thorsson og Hallgrímur Helgason og Lára Magnúsardóttir. Fundarstjóri var Sjón.
Birti hér fyrirlesturinn, sem ég flutti af þessu tilefni.