Í nýjasta tölublaði Uppeldis (6. tbl. 19. árg.) er grein eftir Herdísi Þorgeirsdóttur prófessor um réttindi barna. Heiti greinarinnar er: Jöfn tækifæri allra barna árið 2007 í ljósi þess þema sem Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur helgað þessu ári, þ.e. jöfnum tækifærum allra. Tilgangur þess að er að fólk sé meðvitaðara um réttindi sín. Fyrir nokkrum mánuðum kom út rit eftir Herdísi Þorgeirsdóttur á sviði barnaréttar, sem er hluti af ritröð þar sem fræðimenn fjalla um ákvæði samningsins um réttindi barna. Útgefandi er Brill sem er eitt stærsta og virtasta forlag á vettvangi fræðirita í heiminum.