Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti í dag Íslensku bókmenntaverðlaunin 2005 við athöfn á Bessastöðum. Verðlaunin hlutu í flokki fagurbókmennta Jón Kalman Stefánsson fyrir bókina Sumarljós, og svo kemur nóttin, sem Bjartur gaf út og í flokki fræðirita og bóka almenns efnis Kristín G. Guðnadóttir, Gylfi Gíslason, Arthur C. Danto, Matthías Johannessen, Silja Aðalsteinsdóttir og Eiríkur Þorláksson fyrir verkið Kjarval, sem Nesútgáfan gaf út. Þriggja manna lokadómnefnd, skipuð þeim Hrefnu Haraldsdóttur, Árna Bergmann og Dr. Herdísi Þorgeirsdóttur, sem var formaður, valdi verkin úr tíu bókum sem tilnefndar voru til verðlaunanna í desember sl., fimm í flokki fagurbókmennta og fimm í flokki fræðirita og bóka almenns efnis.
Sjá einnig frétt um afhendingu bókmenntaaverðlaunanna fyrir árið 2004.
Á myndinni er einnig Ragnar Arnalds, sem áður hafði skipað stöðu formanns lokadómnefndar.