Freedom of expression in Europe and beyond – Current challenges. Alþjóðleg ráðstefna sem stendur í tvo daga hófst í Háskólanum í Reykjavík í dag. Herdís Þorgeirsdóttir prófessorflutti erindi í kjölfar Christos Rozakis varaforseta Mannréttindadómstóls Evrópu. Erindi Herdísar bar titilinn Media Coverage of Criminal Cases. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður, Davíð Þór Björgvinsson dómari, Christos Rozakis dómari og Herdís þorgeirsdóttir tóku þátt í umræðum í pallborði á eftir. Ráðstefnunni verður framhaldið á morgun og lýkur með kvöldverði fyrir fyrirlesara og erlenda gesti í boðimenntamálaráðherra á Hótel Holti. Nánari upplýsingar um fyrirlesara og erindi þeirra má sjá á heimasíðu ráðstefnunnar.