Forseti Ítalíu, Giorgio Napolitano, bauð stjórn Feneyjanefndarinnar á sinn fund í Quirinale-höllinni fyrir hádegi 10. október. Napolitano, sem hefur verið forseti frá 2006 þekkir vel til starfa Feneyjanefndar eins og fram kom á fundinum en hann hafði góð kynni af fyrsta forseta nefndarinnar, Antonio LaPergola. Napolitano ræddi þýðingarmikið hlutverk nefndarinnar sem einnar mikilvægustu stofnunar á vettvangi Evrópuráðsins, ekki síst í ljósi þess að aðild að nefndinni eiga mörg ríki utan Evrópuráðsins. Þetta benti Forseti Ítalíu á að styrkti nefndina í að vinna að lýðræði með lögum enda væri innan hennar vébanda mikil sérfræðiþekking á sviði mannréttinda og stjórnskipunar og skilningur á mikilvægi lýðræðislegra stofnana samfélagsins.