Herdís Þorgeirsdóttir var með framsögu um fjölmiðlafrelsi í Minsk, Hvíta Rússlandi en ráðstefnan var á vegum stjórnlagadómstóls landsins og sátu hana bæði fulltrúar stjórnvalda, alþjóðastofnana og mannréttindasamtaka. Á myndinni eru ásamt fulltrúum frá Evrópuráðinu, dómarar við stjórnlagadómstólinn í Hvíta Rússlandi, þ.á m. forseti dómstólsins Grigory Vasilevich.