Davíð Þór Björgvinsson dómari við Mannréttindadómstól Evrópu var í hádegisviðtali á Stöð 2 vegna alþjóðlegrar ráðstefnu um tjáningarfrelsi sem haldin verður 2. og 3. nóvember n.k. í Háskólanum í Reykjavík. Þór Jakobsson spurði Davíð Þór út í það “stórskotalið” sem hann hefði fengið til landsins til að tala á ráðstefnunni, þ.á.m. forseta Mannréttindadómstólsins, varaforseta hans og fleiri alþjóðlega fræðimenn. Þór spurði einnig út í stöðu íslenskra sérfræðinga í þessu samhengi. Davíð Þór benti á að Herdís Þorgeirsdóttir hefði skrifað doktorsritgerð um 10. grein Mannréttindasáttmála Evrópu, bók og greinar og hefði hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir verk sín. Sjá viðtal.