Grein eftir Ólínu Þóru Friðriksdóttur

Grein eftir Ólínu Þóru Friðriksdóttur

Það er mikilvægt að í embætti forseta Íslands veljist manneskja sem er traust og heiðarleg. Manneskja sem leiðir þjóðina frá siðleysi, vantrausti og vonbrigðum hrunsins. Manneskja sem byggir lífssýn sína og vinnu á þeim grundvallar gildum sem nú og alltaf eru okkur svo gríðarlega mikilvæg. Mannréttindum og lýðræði. Þessar grunnstoðir þarf stöðugt að styðja og styrkja.

Herdís Þorgeirsdóttir er sá frambjóðandi sem ég vil sjá í embætti forseta Íslands á næsta kjörtímabili.

Herdísi upplifi ég sem sterka manneskju. Hún er ákveðin og kröfuhörð, vitur, hugsandi, hefur heilbrigða dómgreind og örugga framkomu.

Ég var nemandi Herdísar í Viðskiptaháskólanum á Bifröst, sat hjá henni kúrs um viðskipti og mannréttindi. Herdís var afar áhugasöm um efnið og hafði á því mikla þekkingu. Meðal annars var fjallað um tengsl viðskipta og mannréttindabrota í alþjóðaviðskiptum. Minn hugur opnaðist fyrir þeim raunveruleika að víðsvegar um heiminn misbeita alþjóðafyrirtæki gróflega því valdi sem fjármagnið veitir þeim og maka krókinn á kostnað fólks og náttúru. Hvar sem þau komast upp með það. Frelsi og lýðræði er ekki sjálfgefið, því þarf að sinna og viðhalda. Umræða og upplýsing um þessi mál í tímunum hjá Herdísi hafði áhrif á mig.

Einnig var ég, ásamt fleirum, Herdísi til aðstoðar við undirbúning fyrstu ráðstefnunnar sem haldin var undir yfirskriftinni „Tengslanet – Völd til kvenna” sem hún setti upp á Bifröst vorið 2004. Þar kom greinilega fram kjarkur hennar, elja og trú á það sem hún tekur sér fyrir hendur.

Þessi kynni mín af Herdísi urðu til þess að þegar hún bauð sig fram til forseta nú í vor, þá hikaði ég ekki við að lýsa yfir stuðningi við hennar framboð.

Það er einmitt manneskja með hennar kraft og eiginleika sem við þurfum í embætti forseta Íslands núna.
X-Herdís.

Ávarp Herdísar við opnun kosningamiðstöðvar 2. júní, 2012

Ávarp Herdísar við opnun kosningamiðstöðvar 2. júní, 2012

 

Herdís flytur ávarp

 

Benedikt Erlingsson leikstjóri var fundarstjóri

 

Kæru vinir,

Í upphafi þessarar baráttu – lagði ég áherslu á að ég væri að fara fram á eigin verðleikum en ekki sem fulltrúi sterkra peningaafla eða valdablokka. Ég sagðist myndu treysta á fólkið í landinu til að styðja þetta framboð.

Einhverjir kusu að túlka orð mín þannig að ég væri að fara fram gegn fjármálaöflunum. Framboð mitt beinist ekki gegn fyrirtækjum í landinu og það beinist ekki út af fyrir sig gegn fjármálaöflunum – það beinist gegn því að þau eigi alfarið að ráða því hverjir eru kjörnir til áhrifa í íslensku samfélagi.

Nú þegar fjórar vikur eru í kosningar er ljóst að forsendur mínar voru réttar. Það er mun meiri ástæða til mótframboðs gegn valdablokkum en einstaklingum.  Alveg óháð þeim sem hér eru í kjöri er ljóst að leikurinn er ójafn en það er ekki vegna 90 % yfirburða þeirra sem skoðanakannanir sýna hæsta – heldur vegna þess að valdablokkir sjá sér hag í því að hampa tveimur frambjóðendum nógu mikið til að tryggja þau í sessi í skoðanakönnunum sem framkvæmdar eru á vegum þessara sömu aðila.

Afhverju er ég að bjóða mig fram og fyrir hvað stend ég? Mannréttindi og lýðræði.  Finnst mér þá ekki mikilvægt að setja forsetaembættinu siðareglur nái ég kjöri. Það er eins og að gera samning við bókaútgefanda og læra síðan að skrifa af því að ég held að það þurfi miklu fremur að setja siðareglur um það hvernig maður verður forseti heldur en hvernig forseti maður verður.

Ég hef reyndar komið að því að semja leiðbeiningarreglur  fyrir Evrópuráðið um það hvernig fjölmiðlar eiga að haga sér í aðdraganda kosninga til að gæta að hlutleysi og jafnræði vegna þess að kjósendur eiga rétt á því áður en þeir gera upp hug sinn að fá upplýsingar um frambjóðendur. —  Kannski ætti ég að þýða þessar leiðbeiningarreglur yfir á íslensku til að dreifa á fjölmiðlana.

Veit að blaðamönnum er vandi á höndum sem og stjórnmálamönnum og jafnvel frambjóðendum – öll virðumst við háð því að fjársterkir aðilar sjái sér hag í því að styðja okkur –  nema ef vera skyldi að fólkið í landinu ætlaði að kjósa okkur – en þá þarf það líka að heyra rödd okkar og til þess þurfum við að komast í fjölmiðla.

Og hver er sú rödd og hvaða framtíð talar hún fyrir. Framtíð mannréttinda og lýðræðis sem segir:

— Ég vil að litlu stelpurnar sem ég sá á gangstétt í Innri Njarðvík í gær með allt ljós heimsins í augunum geti boðið sig fram til opinberra starfa þegar þar að kemur án þess að það kosti mörg hundruð milljónir;
— að vinnandi fólk beri ekki stöðugan kvíðboga fyrir framtíðinni af ótta um hvort það haldi vinnu;

 — að fólk geti treyst því að stjórnmálamenn séu í raun og veru að leita lausna og að þeir gefi öðrum tækifæri til þess  þegar þeir hafa setið í átta ár;

— að það sem vísindamenn segi byggi á raunverulegum niðurstöðum rannsókna;

— að blaðamenn séu í raun að leita sannleikans þegar þeir koma við kaunin á einhverjum;

— að þeir sem auðgast og verða ríkir séu það vegna þess að þeir hafi verið duglegir og heiðarlegir;

— að hinir betur settu í þjóðfélaginu vilji frekar hjálpa byggðalaginu sínu, leiksskólunum, gamla fólkinu og sjúklingunum heldur en að skemmta sér;

— að hinir ríku verði ekki svo ríkir og valdamiklir að þeir eigi allt, landið, miðin, blaðamennina, stjórnmálamennina og skoðanir fólksins í samfélaginu;

— að stjórnmálamenn taki alltaf upp hanskann fyrir þá sem minna mega sín– og þoli ekki órétt!

—að fólk fari vel með landið og uppgötvi á nýjan leik dyggðina – af því að þegar höfundar vestrænnar stjórnskipunar voru að hverfa frá kóngum og klíkum – yfir í lýðræði lögðu þeir áherslu á að dyggðin er móðir frelsins. Frelsi án dyggða og ábyrgðar leiðir til andhverfu sinnar – þar sem frelsið tilheyrir örfáum – hinir verða undir;

— að sá sem er kjörinn forseti Íslands geti talað kjark í þjóð sem er langþreytt á sérhagsmunagæslu og sjálfhverfu þeirra sem ráða í stjórnmálum, viðskiptum og fjölmiðlum;

— að fólk átti sig á því að hugrekki er forsenda frelsis; að spilling er leiðin til ánauðar og að við viljum búa í samfélagi þar sem fólk má hafa hugsjónir án þess að óttast um afkomu sína;

— að við búum í samfélagi þar sem einstaklingar fá að blómstra í stað þess að litið sé á þá sem tannhjól í vel smurðri vél – slíkt samfélag verður aldrei að neinu.

Við værum ekki hér í dag nema vegna þess að formæður okkar og forfeður – höfðu hugrekki til að halda áfram í landi þar sem lífsbaráttan hefur verið hörð og erfiðleikarnir oft virst óyfirstíganlegir.

Við höldum áfram og höfum að leiðarljósi að almennur skilningur á mannréttindum og varðveisla þeirra er grundvöllur framtíðar okkar og frelsis.

(Ávarp flutt við opnun kosningamiðstöðvar Herdísar að Laugavegi 87 - kl. 13.00 laugardaginn, 2. júní, 2012).
Ávarp Herdísar við opnun kosningamiðstöðvar 2. júní, 2012

Ávarp Herdísar við opnun kosningamiðstöðvar

2. júní, 2012

Kæru vinir;

Í upphafi þessarar baráttu – lagði ég áherslu á að ég væri að fara fram á eigin verðleikum en ekki sem fulltrúi sterkra peningaafla eða valdablokka. Ég sagðist myndu treysta á fólkið í landinu til að styðja þetta framboð.

Einhverjir kusu að túlka orð mín þannig að ég væri að fara fram gegn fjármálaöflunum. Framboð mitt beinist EKKI gegn fyrirtækjum í landinu og það beinist ekki út af fyrir sig GEGN fjármálaöflunum – það beinist gegn því að þau eigi að alfarið að ráða því hverjir eru kjörnir til áhrifa í íslensku samfélagi.

Nú þegar fjórar vikur eru í kosningar er ljóst að forsendur mínar voru réttar. Það er mun meiri ástæða til mótframboðs gegn valdablokkum en einstaklingum.  Alveg óháð þeim sem hér eru í kjöri er ljóst að leikurinn er ekki ójafn vegna 90 % yfirburða þeirra sem skoðanakannanir sýna hæsta – heldur vegna þess að valdablokkir sjá sér hag í því að hampa tveimur frambjóðendum nógu mikið til að tryggja þau í sessi í skoðanakönnunum sem framkvæmdar eru á vegum þessara sömu aðila.

Afhverju er ég að bjóða mig fram og fyrir hvað stend ég? Mannréttindi og lýðræði.  Finnst mér þá ekki mikilvægt að setja forsetaembættinu siðareglur nái ég kjöri. Það er eins og að gera samning við bókaútgefanda og læra síðan að skrifa af því að ég held að það þurfi þarf miklu fremur að setja siðareglur um það hvernig maður verður forseti heldur en hvernig forseti maður verður.

Ég hef reyndar komið að því að semja leiðbeiningarreglur  fyrir Evrópuráðið um það hvernig fjölmiðlar eiga að haga sér í aðdraganda kosninga til að gæta að hlutleysi og jafnræði vegna þess að kjósendur eiga rétt á því áður en þeir gera upp hug sinn að fá upplýsingar um frambjóðendur. —  Kannski ætti ég að þýða þessar leiðbeiningarreglur yfir á íslensku til að dreifa á fjölmiðlana.

Veit að blaðamönnum er vandi á höndum sem og stjórnmálamönnum og jafnvel frambjóðendum – öll virðumst við háð því að fjársterkir aðilar sjái sér hag í því að styðja okkur –  nema ef vera skyldi að fólkið í landinu ætlaði að kjósa okkur – en þá þarf það líka að heyra rödd okkar og til þess þurfum við að komast í fjölmiðla.

Og hver er sú rödd og hvaða framtíð talar hún fyrir. Framtíð mannréttinda og lýðræðis sem segir:

Ég vil að litlu stelpurnar sem ég sá á gangstétt í Innri Njarðvík í gær með allt ljós heimsins í augunum geti boðið sig fram til opinberra starfa þegar þar að kemur án þess að það kosti mörg hundruð milljónir;

að vinnandi fólk beri ekki stöðugan kvíðboga fyrir framtíðinni af ótta um hvort það haldi vinnu;

að fólk geti treyst því að stjórnmálamenn séu í raun og veru að leita lausna og að þeir gefi öðrum tækifæri til þess  þegar þeir hafa setið í átta ár;

að það sem vísindamenn segi byggi á raunverulegum niðurstöðum rannsókna;

að blaðamenn séu í raun að leita sannleikans þegar þeir koma við kaunin á einhverjum;

að þeir sem auðgast og verða ríkir séu það vegna þess að þeir hafi verið duglegir og heiðarlegir.

að hinir betur settu í þjóðfélaginu vilji frekar hjálpa byggðalaginu sínu, leiksskólunum, gamla fólkinu og sjúklingunum heldur en að skemmta sér;

að hinir ríku verði ekki svo ríkir og valdamiklir að þeir eigi allt, landið, miðin, blaðamennina, stjórnmálamennina og skoðanir fólksins í samfélaginu;

að stjórnmálamenn taki alltaf upp hanskann fyrir þá sem minna mega sín– og þoli ekki órétt!

að fólk fari vel með landið og uppgötvi á nýjan leik dyggðina – af því að þegar höfundar vestrænnar stjórnskipunar voru að hverfa frá kóngum og klíkum – yfir í lýðræði lögðu þeir áherslu á að dyggðin er móðir frelsins. Frelsi án dyggða og ábyrgðar leiðir til andhverfu sinnar – þar sem frelsið tilheyrir örfáum – hinir verða undir;

að sá sem er kjörinn forseti Íslands geti talað kjark í þjóð sem er langþreytt á sérhagsmunagæslu og sjálfhverfu þeirra sem ráða í stjórnmálum, viðskiptum og fjölmiðlum;

að fólk átti sig á því að hugrekki er forsenda frelsis; að spilling er leiðin til ánauðar og að við viljum búa í samfélagi þar sem fólk má hafa hugsjónir án þess að óttast um afkomu sína;

að við búum í samfélagi þar sem einstaklingar fá að blómstra í stað þess að litið sé á þá sem tannhjól í vel smurðri vél – slíkt samfélag verður aldrei merkilegt.

Við værum ekki hér í dag nema vegna þess að formæður okkar og forfeður – höfðu hugrekki til að halda áfram í landi þar sem lífsbaráttan hefur verið hörð og erfiðleikarnir oft virst óyfirstíganlegir.

Við höldum áfram og höfum að leiðarljósi að almennur skilningur á mannréttindum og varðveisla þeirra er grundvöllur framtíðar okkar og frelsis.

 

Ávarp Herdísar við opnun kosningamiðstöðvar 2. júní, 2012

Heimsókn í Reykjanesbæ

Reykjanesbær skartaði sínu fegursta í dag. Starfsfólk Hitaveitu Suðurnesja, Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum, ásamt starfsfólki í Leifsstöð tóku ekki síður fallega á móti Herdísi og ræddu við hana um pólitík og hlutverk forseta. Reykjanesbær hefur breyst mikið síðan Herdís sleit barnsskónum í Grænási en þar bjó hún frá 6 til 13 ára aldurs. Rúnar Júl og Jói Helga minnast einmitt Keflavíkur 7. áratugarins með laginu sínu um Keflavíkurnætur:

Miðstöð símenntunar, ásamt skrifstofum Víkurfrétta og stéttarfélaga á svæðinu eru í stórglæsilegri nýrri byggingu við Lúndúnatorg, en til stendur að fleiri torg verði nefnd í höfuðið á stórborgum, enda við hæfi í bænum við Alþjóðaflugvöllinn.

Herdís ásamt starfsfólki verkalýðsfélaga og Kristni hjá Miðstöð Símenntunar.

Áður en haldið var heim á leið var litið við í Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Nettó og fólk tekið tali. Ekki síst til að minna á að Herdísi yrði fyrsti forseti af Suðurnesjum!

 

Fjölmiðlar eru mikilvægustu tæki lýðræðissamfélaga

Viðtal Maríu Lilju Þrastardóttur við Herdísi Þorgeirsdóttur forsetaframbjóðenda 25. maí 2012 (fyrir Smuguna)

Herdís Þorgeirsdóttir er ein þriggja kvenna í baráttunni um forsetastólinn og sú sem sté fyrst fram. Herdís á mjög fjölbreyttan feril að baki. Hún er doktor í lögfræði, stjórnmálafræðingur, fyrrum ritstjóri og rak sitt eigið fyrirtæki um árabil. Herdís á fjögur börn á aldrinum 15 til 24 sem hún hefur alið upp ein í kjölfar hjónaskilnaðar fyrir rúmum tíu árum.

Hún var skipuð prófessor við lagadeildina á Bifröst 2004 og er nú starfandi lögmaður á sviði mannréttinda og meðeigandi lögfræðistofunnar Vík. Hún er forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga frá 2009 og var endurkjörin 2011. Hún er formaður mannréttindanefndar nefndar Evrópuráðs um lýðræði með lögum. Herdís er frumkvöðull í blaðamennsku, fyrrum ritstjóri Mannlífs og ritstjóri og útgefandi Heimsmyndar. Hún hefur öflugur málsvari jafnréttis og stóð fyrir Tengslanets-ráðstefnunum sem haldnar voru á Bifröst.

–       Afhverju ættir þú að verða forseti og hvernig hyggst þú að nota embættið?

„Ég tel mig ekki aðeins hafa burði og getu til að gegna þessu embætti heldur eigi ég einnig brýnt erindi, sérstaklega á þeim óvissutímum sem við lifum og þá í ljósi reynslu minnar.

Þar sem ég er engum háð, hvorki stjórnmálaflokkum né peningaöflum, verð ég sá forseti sem sameinar þjóðina og þjóðin getur sameinast um.

Þjóðin og þingið treyst því að öll mín framganga mótist af heilindum. Forseti kemur að myndun ríkisstjórna og þá reynir á það að stjórnmálamenn geti treyst honum.

Í öðru lagi er sérsvið mitt stjórnskipun og mannréttindi. Þekking mín á samspili stjórnmálanna og þróun lýðræðis og mannréttinda mikilvæg fyrir þetta embætti og þar mundi ég nýtast þjóðinni best. Ég vil efla samræðu við fólkið í landinu um mannréttindi og mun miðla þekkingu og reynslu á þessu sviði til að ýta undir borgaralegt hugrekki, bægja frá ótta og virkja hinna almenna borgara til þátttöku í lýðræðinu. Það verða engar breytingar í þessu samfélagi nema að fólkið sjálft verði gagnrýnna og áhugasamara um að taka málin meir í sínar hendur en aðeins þannig getur lýðræðið virkað.

Í þriðja lagi hefur mér verið treyst fyrir margvíslegum ábyrgðarstörfum á alþjóðavettvangi og því tel ég mig vel í stakk búna að tala máli þjóðarinnar þar og ef þörf krefur verja hagsmuni hennar á grundvelli réttinda hennar.

Í fjórða lagi bý ég yfir þeirri lífsreynslu, þroska og  auðmýkt að átta mig á því að í þessu embætti er ég fyrst og fremst þjónn þjóðarinnar, hagsmuna hennarog velferðar. Ég mun láta mér annt um fólkið og þetta hlutskipti. Ég myndi við lok ferils míns vilja að börn þessa lands gætu horft bjartari augum til framtíðar í þeirri vissu að allir hafi jöfn tækifæri.

–   Þér finnst ekki að embættið eigi að hverfast um yfirvald?

Nei. Völd geta verið hættuleg og valdafýsnin er sterk. Sá sem valdið hefur gefur það sjaldnast frá sér. Það er margsannað.  Í rannsóknarskýrslu Alþingis kemur til dæmis skýrt fram hvernig auður og völd söfnuðust á fáar hendur og hvernig hinir kjörnu fulltrúar máttu hopa andspænis peningaöflum sem vildu í auknum mæli hafa áhrif á löggjöf og stefnu stjórnvalda. Því fór sem fór en þá ber að spyrja, hvar er þingræðið og þar af leiðandi lýðræðið? Valdið á alltaf að liggja hjá fólkinu í landinu. Sjálf mun ég  ekki sitja lengur sem forseti en í tvö kjörtímabil, í 8 ár, enginn á að sitja lengur í jafn þýðingarmiklu embætti.“

–       Hvað með málskotsréttinn, hvað finnst þér um hann?

„Varðandi heimild forseta að vísa málum í þjóðaratkvæði mótast afstaða mín af því að stjórnarskrána beri að skýra út frá lýðræðinu sem er grundvallarregla. Ef um mikilvæg, umdeild mál er að ræða þar sem ákvörðun er jafnvel óafturkræf  verður að líta til þess að frumuppspretta ríkisvaldsins er sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar.  Málskotsrétturinn krefst þess að forseti Íslands búi yfir góðri dómgreind, innsæi og ábyrgð og að hann sé engum pólitískum eða peningalegum öflum háður. Ég vil að þjóðin viti að þannig mun ég umgangast málskotsréttinn og að hún geti treyst því að ég hafi næga burði til að beita honum ef þörf krefur.

–  Ertu náttúruverndarsinni?

Já. Við þurfum að breyta viðhorfi okkar til þess hvernig við högum okkur gagnvart náttúrunni. Jarðarbúar eru um 7 milljarðar  og þeim fjölgar stöðugt og auðlindanýting er í beinu hlutfalli við þá aukningu. Við verðum að nýta auðlindirnar betur og ganga ekki hraðar á þær en þær endurnýjast. Við verðum að draga úr neyslu enda er hamingjan ekki fólgin í neyslunni nema síður væri. Við verðum að nýta gæði jarðar betur og í allra þágu. Við megum  aldrei gleyma því að við erum öll á sama báti og okkur ber að skila jörðinni til komandi kynslóða í ekki verra ástandi en við tókum við henni. Við megum aldrei ganga þannig á auðlindir okkar að við skerðum rétt komandi kynslóða eða firrum þær tækifærum sem við fengum í arf. Ég vil leggja áherslu á afturhvarf til dyggða og hófsemi, einfaldara en innihaldsríkara lífs. Það er miklu heilbrigðara. Við vitum það öll innst inni.

– Hvað finnst þér um fyrirhugaða leigu Grímstaða á fjöllum?

Ég hef miklar áhyggjur af umsvifum þessa stórveldis hér. Ég vona í öllu falli, fyrst svona er komið, að gengið verði þannig frá samningum að þetta verði ekki fordæmisgefandi.

–       Ertu femínisti?

„Já, ég er femínisti í þeim skilningi að gripið sé til sérstækra aðgerða ef réttur kvenna er virtur að vettugi. Það má ekki mismuna, hvorki konum né öðrum, á grundvelli þátta sem þær eða þeir ráða engu um. Konum er í ofanálag oft mismunað á grundvelli fleiri þátta en kynferðis og staða þeirra í heiminum er almennt mun verri en karla. Þeir eru ríkari og valdameiri og hafa þar af leiðandi möguleika að stjórna skoðanamótun líka, t.d. í gegnum fjölmiðla og viðhalda þar með kerfisbundinni mismunun. Ef konum er  mismunað er börnum mismunað, bæði drengjum og stúlkum.

–       Finnurðu fyrir fordómum sem kvenframbjóðandi?

Mér líður best í „jakkafötum og strigaskóm“, það kallast dragt þegar konur klæðast jakka og buxum í stíl – en þá er ég sögð vera klædd í „power-suit“. Enginn segir þetta um karlana sem eru í forsetaframboði. Þeir eru allir í jakkafötum. Það virðast gerðar sömu útlitskröfur til okkar kvenframbjóðendanna eins og að við værum að keppast við að ná athygli blaða sem fjalla um kónga og drottningar. Við eigum að vera í „lekkerum“ og líflegum pastellitum, hlýjar og móðurlegar.  Það versta er að ég hef séð hörðustu gagnrýnina varðandi útlit kvenframbjóðenda koma frá konum. Við eigum ekki að vera svona niðurnjörvuð í efni, snið og liti. Frekar að velta fyrir okkur hvað fólk og frambjóðendur í þessu tilviki eru að segja; hvort þeir eru sjálfstæðir í hugsun, gagnrýnir og frjóir í anda fremur en útlitspælingum.

Þá eru konur sagðar frekar ef þær stjórna fyrirtæki eða axla ábyrgð af festu en karlar ákveðnir. Svona mætti áfram telja. Við eigum að sýna hvert öðru virðingu óháð útliti, fötum, efnahag eða stöðu.

–       Mikið hefur verið rætt um hlutverk fjölmiðla í kosningabaráttunni og ganga sumir frambjóðenda það langt að segja fjölmiðla taka afstöðu með ákveðnum frambjóðendum, hvað finnst þér um slíkar ásakanir?

„Hlutverk fjölmiðla er fyrst og fremst það að halda opinni, gagnrýninni umræðu á lofti. Fjölmiðlar eru mikilvægasta tæki lýðræðissamfélaga og  mega ekki litast af hagsmunatengslum. Fjölmiðlar verða að vera vakandi, afhjúpandi og leitandi í allri sinni umræðu. Ég veit það hinsvegar af langri  reynslu í blaðamennsku og ekki síst sem útgefandi að slíkt reynist auðvitað erfitt í jafn litlu samfélagi og Ísland er. Hvernig geturðu verið gagnrýnin og jafnvel afhjúpandi í málum sem að snúa mjög líklega að einhverjum sem að tengist þér eða einhverjum sem þú þekkir. Það er líka þannig í samfélögum sem stjórnað er í krafti auðs að eignarhald á stærstu fjölmiðlum er í höndum örfárra.  Flestir fjölmiðlar eiga líka erfitt uppdráttar á eigin viðskiptaforsendum og þeir eru auðveld bráð fyrir  fjársterka aðila. Þannig geta þeir fjársterku stjórnað pólitískri umræðu, útilokað gagnrýni og stjórnað aðgengi aðila, líkt og forsetaframbjóðenda að fréttamiðlum.

Dæmi um þetta er þegar Rubert Murdoch, einn stærsti fjölmiðlaeigandi í heiminum, ákvað að styðja Tony Blair til að verða forsætisráðherra Bretlands í kosningum 1996. Hann bauð honum að nota síðdegisblaðið The Sun og Blair vann kosningarnar. Það varð hins vegar ekkert af lagasetningu til að takmarka samþjöppun á eignarhaldi í fjölmiðla í kjölfar kosninganna.

Ríkisútvarpið á að vera brjóstvörn almennings í lýðræðisríkjum. Framboð mitt sendi frá sér bréf til Ríkisútvarpsins og fór þess á leit að utanaðkomandi aðilum yrði falin umfjöllun um forsetakosningarnar núna vegna þess að tveir lykilstarfsmenn þess koma við sögu þar, frambjóðandi sem hefur um árabil verið á skjánum í Kastljósi og stjórnaði einum vinsælasta sjónvarpsþættinum útsvari og sambýlismaður hennar sem er fréttamaður Ríkisútvarps.  Bent var á að frambjóðandinn hafi lýst því yfir í fréttum víðlesins vefmiðils (pressan.is) þann 5. janúar að hún hugleiddi forsetaframboð. Í byrjun mars gaf hún leyfi sitt fyrir því að taka þátt í skoðanakönnun um hver væri vinsælasti kosturinn til að fara í forsetaframboð og þá var hún enn þá á skjánum. Umræddur starfsmaður Ríkisútvarpsins lýsti yfir framboði til embættis forseta Íslans 4. apríl sl. Í frétt Ríkisútvarpsins um framboðið segir ekkert um hvenær hún lét af störfum hjá

Vigdís Grímsdóttir um skipulegan róg

Vigdís Grímsdóttir um skipulegan róg

Vigdís Grímsdóttir rithöfundur um skipulagðan róg

vigdís grímsdóttirSumir sögðu við suma að sumum hefði ekki líkað við framgöngu Herdísar í menntaskóla: sumum þótti hún þá heldur fín. Sumir svöruðu því til að þeir skildu suma mætavel því sumir hefðu heldur alls ekki þolað Herdísi þegar hún var ritstjóri og vildi sem slíkur stjórna sumum sem vildu alls ekki láta stjórna sér. Sumir lögðu þá orð í belg og sögðu að sumir hefðu heyrt til Herdísar í
sjoppu og fundist hún hrokafull og það þegar hún var ólétt hérna í denn. Þetta segja sumir og sumir hafa auðvitað alltaf rétt fyrir sér því þannig eru sumir og hafa alltaf verið.

 

Kristján Hreinsson skáld: Engin uppgjöf!

Auðvitað segja flestir að það kalli á uppgjöf þegar fylgið er lítið. Þetta er samt ekki svo einfalt; ef allir þeir sem hafa ákveðið að kjósa Herdísi – vegna þess að hún er besti kosturinn – fá með sér einn vin, henni til stuðnings, þá hefur okkur tekist að tvöfalda fylgið.
Að ganga á fjöll er góður siðir, einsog ágæt kona á æskuslóðum mínum orðaði það. Hún lét karlinn aka sér útfyrir borgarmörkin og svo eyddi hún deginum við klifur. Brattar hlíðar og hættulegar skriður voru henni engin fyrirstaða. Hún kleif öll fjöll sem eitthvað var varið í að klífa.
Einhverju sinni var hún spurð útí þetta príl, einsog önnur nágrannakona orðaði það. Svarið var afar einfalt: -Ég gæti svosem gengið á Öskjuhlíðina um hverja helgi. En lágreist fjöll gefa mér akkúrat ekkert. Það eru háu og illfæru fjöllin sem gefa lífinu gildi. Og uppgjöf er ekki til.
Sjálfur hef ég látið þessar pælingar vakna á milli eyna minna annað veifið.

-ÁFRAM HERDÍS!

 

Vigdís Grímsdóttir rithöfundur: Valdablokkir á bak við framboðin (“turnana” tvo)

Mér liggur þetta á hjarta hérna í rokinu á Ströndum:

Við skulum hætta að tala um tvo turna því þetta eru tvær öflugar valdablokkir; annars vegar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur á bak við Ólaf Ragnar og hins vegar Samfylking með nýjasta bandamanni sínum Besta flokki og Bjartri framtíð ásamt þeim hópi úr Sjálfstæðisflokki sem á sér drauma um fyrirhruns-samsteypu Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.

Enn eina ferðina er þjóðin fórnarlamb skoðanamótunar þessara valdablokka, sem stjórna umræðunni í gegnum fjölmiðla sína. Þjóðin heldur að hún sé að kjósa á milli tveggja einstaklinga í formi turna en hún er að koma sér fyrir í lestum þeirra klíkna sem stjórna ferðinni og fara með hana þangað sem þeim hentar ásamt þeim forseta sem þeim hentar.