Í ljósi breytinga á jafnréttislögum t.d. með því að innleiða nýja klausu í launaákæðið í lögunum nr. 10/2008 um að afnema launaleynd og breytingu á hlutafélagalögum um auka hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja og markmiðum stjórnvalda að draga úr launamun kynjanna o.fl. eru hér ályktanir fyrstu þriggja tengslanets-ráðstefnanna sem haldnar voru að frumkvæði Herdísar Þorgeirsdóttur prófessors við lagadeildina á Bifröst á árunum 2004-2010. Hér er dagskrá Tengslanets-ráðstefnunnar 2008 .
Hér er umfjöllun Morgunblaðsins um Tengslanets-ráðstefnuna 2008. Einnig hér.
Hér er bent á hættuna af því að ungir, reynslulitlir karlmenn séu í framvarðasveitinni fyrir hrun.
Ályktun Tengslanets 2010.
ÁLYKTUN
TENGSLANET III – VÖLD TIL KVENNA
2006
LÖG UM JÖFNUN KYNJAHLUTFALLA Í STJÓRNUM FYRIRTÆKJA
Ráðstefnan Tengslanet III – Völd til kvenna – á Bifröst 1. og 2. júní 2006 lýsir yfir nauðsyn þess að sett verði lög sem miða að því að jafna hlut kynjanna í stjórnum skráðra fyrirtækja á Íslandi þannig að hlutur annars kynsins sé ekki undir 40%.
Undanfarin ár hefur tilmælum og ábendingum ítrekað verið beint til eigenda og stjórnenda fyrirtækja án sýnilegs árangurs. Í dag höfum við séð nýjustu tölur um rýran hlut kvenna í stjórnum skráðra félaga í Kauphöll Íslands. Konum hefur fækkað í stjórnum þessara fyrirtækja og eru nú aðeins 4,4% stjórnarmanna. Þetta ástand vegur að jafnrétti kynjanna og er hættumerki í íslensku efnahags- og atvinnulífi sem og samfélaginu öllu.
ÁLYKTUN
TENGSLANET II – VÖLD TIL KVENNA
2005
LAUNALEYND
Hátt í tvö hundruð þátttakendur á ráðstefnunni Tengslanet II: Völd til kvenna – á Bifröst 26. og 27. maí 2005 skora á atvinnurekendur að endurskoða svonefnda launaleynd.
Svonefnd launaleynd er ekki heppileg starfsmannastefna og þjónar hvorki hagsmunum eigenda, stjórnenda né starfsmanna fyrirtækja.
Upplýsingar um laun og kjör á vinnumarkaði auka gegnsæi markaðarins og eru um leið forsenda þess að unnt sé að vinna að sameiginlegu hagsmunamáli allra á vinnumarkaði – að útrýma kynbundum launamun.
Launaleynd gengur gegn markmiðum jafnréttislaga.
ÁLYKTUN
TENGSLANET I – VÖLD TIL KVENNA
2004
KONUR Í STJÓRNIR
Tengslanetsráðstefna kvenna á Bifröst, 2. júní 2004, skorar á stjórnendur íslenskra fyrirtækja að taka þegar til við að leiðrétta rýran hlut kvenna í stjórnum og æðstu stjórnunarstöðum innan fyrirtækjanna.
Konur hafa aflað sér menntunar og reynslu sem atvinnulífið hefur ekki efni á að vannýta með þeim hætti sem nú er gert.
Ráðstefnan mun fylgjast náið með árangri fyrirtækja í átt að jafnri stöðu kynjanna og mun beita sér fyrir því að upplýsingar um árangur einstakra fyrirtækja verði birtar opinberlega að ári, um sama leyti og ráðstefnan kemur saman á ný.